Jarðhitasýningin
Jarðhitasýning ON í Hellisheiðarvirkjun veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi. Á sýningunni er jarðfræði, tækni og saga sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með myndum og margmiðlunartækni. Starfsmenn veita upplýsingar og eru reiðubúnir að fylgja gestum um sýninguna.
Orka náttúrunnar á og rekur Hellisheiðarvirkjun.
Opnunartími og aðgangseyrir
Sýningin er opin alla virka daga kl. 09:00-16:00. Hægt er að
senda fyrirspurnir og bókanir á syning@on.is eða hringja í síma 591-2880.
Aðgangseyrir:
Almennt verð er 1.990.
Heldri borgarar 950.
Frítt fyrir börn yngri 12 ára.
10% afsláttur ef bókað er á vefnum.
Gönguleiðir
Á Hengilssvæðinu er flest það sem prýðir íslenska náttúru: áhugavert landslag, hvera- og gígasvæði, fjölbreytt gróðurfar, ár og stöðuvötn. Mikil vinna er lögð í frágang og landgræðslu á röskuðum svæðum vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun á líkan hátt og gert var á Nesjavöllum á sínum tíma.
Við bjóðum hópum sem ganga um svæðið velkomna í leiðsögn um Jarðhitasýninguna - https://www.on.is/umhverfid/hengillinn/