Fara í efni

Landhótel

- Heilsurækt og Spa

Landhotel er glænýtt hótel sem opnaði í júní 2019. Hótelið er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel á besta stað á suðurlandi. Hótelið er hannað með íslenska náttúru að leiðarljósi og hefur alls 69 herbergi sem eru öll mjög rúmgóð og með frábært útsýni til allra átta.

Staðsetning Landhótels er alveg einstök með drottningu okkar Heklu í næsta nágrenni og útsýni til allra átta. Hér er engin sjónmengun frá borg eða bæ og er stórkostlegt að vera á útsýnissvölum hótelsins þegar Norðurljósin æða yfir stjörnubjartan himinninn. Í 1-3 tíma radíus eru flestir áhugaverðustu ferðamannastaðir suðurlands og eru óteljandi afþreyingarmöguleikar í boði eins og hestaferðir, jöklaferðir, fjallgöngur, dagstúrar í Landmannalaugar, Þórsmörk eða Þjórsárdal má nefna sem dæmi. 

Tindur er veitingastaður Landhótels sem býður upp á "a la carte" matseðil úr ferskum hráefnum úr heimabyggð og endurspeglar matseðill okkar það sem fæst úr nánasta umhverfi. Við erum með snilldarkokka sem færa fram dýrindis rétti og meðlæti. Ef þú vilt eyða deginum í ævintýraferð um sveitina þá getum við útbúið nestispakka fyrir þig.

Á Landhóteli er glæsileg heilsulind með Saunu og í lok júni verður kominn heitur pottur, líkamsrækt og leikherbergi. Nudd er hægt að panta með góðum fyrirvara og er gjaldskrá á heimasíðu okkar.

Við Landhótel eru tvær hleðslustöðvar fyrir rafbíla sem eru einungis ætlaðar fyrir gesti.

Landhótel er tilvalið fyrir hópa til að koma í ráðstefnu- eða hvataferðir, en Landhótel er með glæsilega fundaraðstöðu fyrir stóra sem smáa fundi. Á Landhóteli færð þú að njóta einstakrar náttúru og þú getur alltaf gert ráð fyrir að fá vinalega og góða persónulega þjónustu.

Landhótel

Landhótel

Landhotel er glænýtt hótel sem opnaði í júní 2019. Hótelið er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel á besta stað á suðurlandi. Hótelið er hannað með íslens