Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ef þú vilt njóta matar, menningar og dekurs þá er Suðurland staðurinn en fjölmargt er í boði fyrir hjóna-, vina- og vinkonufríið hvort sem um er að ræða dagsferð eða ef dvalið er til lengri tíma. Fjölbreyttir gisti- og afþreyingarmöguleikar eru í boði fyrir hópinn þinn eða bara fyrir rómantíska ferð fyrir ykkur makann. Fjöldi hestaleigna er á svæðinu auk annarrar afþreyingar fyrir minni og stærri hópa á öllum aldri.

Gisting
Á Selfosssvæðinu finnur þú fjölbreytt úrval gistimöguleika, hvort sem það er fyrir einstaklinga eða minni og stærri hópa. Tjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús og íbúðir.

Afþreying
Söfn / áningastaðir / sýningar

Útivist / Gönguferðir á Selfosssvæðinu

  • Ingólfsfjall bíður uppá fjölda gönguleiða með frábæru útsýni yfir Suðurlandið
  • Skógræktarsvæðið við Hellisskóg, merktar gönguleiðir og upplýsingar um svæðið
  • Ásavegur er 14,5 km slóði við fuglafriðlandið í Flóa. Krefjandi ganga
  • Flóaáveitan, merkt gönguleið um 4,5 km
  • Fjörustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyri, um 4 km langur stígur
  • Fuglafriðlandið í Flóa, fuglaskoðunarhús og merktar gönguleiðir
  • Sundhöll Selfoss, staðsett við miðbæjarkjarna Selfoss í göngufæri frá helstu verlsunum og þjónustu
  • Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar nálægt tjaldsvæði Stokkseyrar

Áhugaverðir staðir
Ölfusá, Miðbær Selfoss (opnar júní 2021), Selfosskirkja, Ölfusárbrú, Hellirinn í Hellisskógi, Laugardælakirkja, Hvítá, Oddgeirshólar, Hraungerði, Flóaáveitan, Dælarétt, Urriðafoss, Þingdalir, Kolsgarður, Villingaholt, Ferjunes, Flótshólar, Loftstaðir, Gaulverjabær, Timburhóll, Rútsstaðir - Suðurkot, Austur-Meðalholt, Ölfisholt brugghús, Knarrarósviti, Stokkseyrarkirkja, ströndin frá Knarrarósvita að Óseyrarbrú, Þjórsárhraun, Eyrarbakkakirkja, Drepstokkshóll, Hallskot, fuglafriðlandið í Flóa

Matur
Fjöldi veitingastaða er að finna á Selfosssvæðinu, hvort sem það er klassískur skyndibiti, úrvals bakari, eðal veitingastaðir eða notarlegt kaffihús þá finnur þú eitthvað við þitt hæfi. Við opnun nýja miðbæjarins á Selfossi sumarið 2021 mun bætast enn meira í matarflóru svæðisins.