Fara í efni

Selfosssvæðið bíður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna fjölda verslana, veitingastaða og gistimöguleika. Hvort sem þið viljið spila golf, renna fyrir fisk, róa kajak, fara á hestbak, heimsækja söfn, slappa af í sundi, hjóla eða ganga meðfram hraunfjöru og svörtum sandi þá getum við vel mælt með heimsókn á Selfosssvæðið.

Söfn/sögustaðir/sýningar

Útivist – opin áhugaverð svæði

 • Baugsstaðir - gamla rjómabúið, hægt að panta opnun fyrir hópa
 • Flóaáveitan - áveitukerfi, inntak við Hvítá, gönguleiðir
 • Friðland í Flóa - fuglafriðland, fuglaskoðunarhús, gönguleiðir, þurrklósett
 • Hallskot - skógur, áningarstaður, hægt að leigja aðstöðu í húsum
 • Hellisskógur - skógur, hellir, gönguleiðir, áningarstaðir
 • Knarrarósviti - viti, hægt að panta opnun fyrir hópa
 • Ströndin - göngustígur milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, áningarstaður
 • Urriðafoss - foss, áningarstaður
 • Þuríðarbúð á Stokkseyri - tilgátuhús, áningarstaður, hægt að panta opnun fyrir hópa

Afþreying

 • Bíóhúsið Selfossi
 • Frisbígolfvellir í Árborg
 • Geitabú, Skálatjörn
 • Golfvöllur, Svarfhólsvöllur, 9 holu, Selfoss
 • Hestamiðstöð á Sólvangi við Eyrarbakka
 • Hestaleiga, Bakkahestar, Eyrarbakka
 • Hestaleiga, Egilsstaðir 1, Flóahreppur
 • Kayaksiglingar og FATBIKE ferðir á Stokkseyri

Sund

 • Sundhöll Selfoss - 18 m. innilaug, 25 m. útilaug, barnalaug með þremur rennibrautum, heitir pottar, kaldir pottar, vaðlaug, vatnsgufa, sauna, World Class
 • Sundlaug Stokkseyrar - 18 m. útilaug, rennubraut, vaðlaug, tveir heitir pottar

Veitingar

Veitingastaðir

Fjöruborðið, Rauðahúsið, Riverside, Surf and Turf, Kaffi Krús, Krisp

Kaffihús / Bakarí

Almar bakari, Bókakaffið, BrimRót - Menningarhús, G.K. Bakarí, Sólvangur

Skyndibitastaðir

Domino's Pizza, Hamborgarabúlla Tómasar, Hlöllabátar, KFC, Pylsuvagninn, Skalli, Subway, Vor

Annað

Eldhúsið, Mömmumatur, Ísbúð Huppu, Krían Bar, Félagsheimilin í Flóahreppi - salir og eldhús fyrir hópa

Kynntu þér Selfosssvæðið enn betur og skoðaðu alla þá möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Selfoss og nágrenni

Sundlaugin Stokkseyri
Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar. Laugin samanstendur af 18 metra útilaug með rennibraut, vaðlaug og tveim heitum pottum. Rúmgóðir karla- og kvennabúningsklefar eru í sundlaugarbyggingunni. Frá sundlauginni er stutt í veitingastaði, söfn, listagallerý, kajak og fjöruna en Stokkseyri stendur alveg við suðurströndina.  Sundlaug Stokkseyrar er kærkominn áfangastaður í Árborg sem engin sér eftir að hafa heimsótt enda ekki á hverjum stað sem sundlaugargestir geta átt von á því að fá heitt kaffi eða djús í pottinn.  AfgreiðslutímiVetraropnun: miðjan ágúst - 31. maí   mánud.-föstud. 16:30- 20:30 laugard.    10:00- 15:00 sunnud. lokuð Sumaropnun:       1. júní -   miðjan ágúst mánud.-föstud.       13:00- 21:00 laugard.-sunnud.    10:00- 17:00 Verð:Gjaldskrá Sundlauga Árborgar 2020Gildir frá 1.janúar 2020  Fullorðnir (18 - 66 ára): Stakt skipti 1050 kr. 10 skipta kort 4.300 kr. 30 skipta kort 8.600 kr. Árskort 30.000 kr.  Börn (10 - 18 ára): Stakt skipti börn 160 kr.* 10 skipta barnakort 1.200 kr. 30 skipta barnakort 3.400 kr. *Börn búsett í Sveitarfélaginu Árborg fá gefins árskort  Öryrkjar og eldri borgarar: 67 ára og eldri búsettir í Sv. Árborg 0 kr. 67 ára og eldri búsettir utan Árborgar 200 kr. Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti  Leiga: Leiga sundfata 820 kr. Leiga handklæða 820 kr. Tilboð leiga handkl/sundföt/sund 1700 kr.  Afgreiðslutími Opnunartími Sundhallar Selfoss eins allt árið. Virka daga frá 06:30 til 21:30Helgar 09:00 til 19:00
Sundhöllin Selfossi
Sundhöll Selfoss er staðsett í miðbæjarkjarna Selfoss í göngufæri frá helstu verslun og þjónustu. Við sundlaugina er næg bílastæði allt í kring fyrir gesti. Í Sundhöll Selfoss er barna- og 18 metra innilaug, 25 metra útilaug, barnalaug með þremur rennibrautum, vaðlaug, vatnsgufa, sauna og heitir og kaldir pottar. Fjórir búningsklefar eru við sundhöllina, tveir inniklefar og tveir útiklefar, sér búningsaðstaða er fyrir fatlaða í inni- og útiklefum. Ný viðbygging var opnuð sumarið 2015 sem gjörbylti allri aðstöðu við Sundhöllina en bætt var við barnalaug inni, nýrri afgreiðslu og stærri búningsklefum. Heilsuræktarstöðin World Class hefur aðstöðu á efri hæð Sundhallarinnar en sameiginleg afgreiðsla er fyrir hana og sundlaugina. Sundhöll Selfoss er ein af stærstu sundlaugum á Suðurlandi en árlega koma um 200 þúsund gestir í laugina.   Opnunartími Sundhallar Selfoss eins allt árið. Opnunartímar Virka daga frá 06:30 til 21:30 Helgar 09:00 til 19:00 Verð:Gjaldskrá Sundlauga Árborgar 2021Gildir frá 1.janúar 2021  Fullorðnir (18 - 66 ára):Stakt skipti 1050 kr.10 skipta kort 4.300 kr.30 skipta kort 8.600 kr.Árskort 30.000 kr.  Börn (10 - 18 ára):Stakt skipti börn 160 kr.*10 skipta barnakort 1.200 kr.30 skipta barnakort 3.400 kr.*Börn búsett í Sveitarfélaginu Árborg fá gefins árskort  Öryrkjar og eldri borgarar:67 ára og eldri búsettir í Sv. Árborg 0 kr.67 ára og eldri búsettir utan Árborgar 200 kr.Öryrkjar fá frían aðgang en verða að framvísa korti  Leiga:Leiga sundfata 820 kr.Leiga handklæða 820 kr.Tilboð leiga handkl/sundföt/sund 1700 kr.  AfgreiðslutímiOpnunartími Sundhallar Selfoss eins allt árið: Virka daga frá 06:30 til 21:30Helgar 09:00 til 19:00
Hellisskógur
Hellisskógur er skógræktarsvæði rétt utan við Selfoss. Lagðir hafa verið akvegir og göngustígar um svæðið, settir bekkir og borð og Hellirinn grafinn út og útbúinn sem áningarstaður þar sem fólk getur sest niður og fundið sér skjól fyrir veðri og vindum. Hellisskógur hefur smám saman orðið eitt helsta útivistarsvæði Selfyssinga.  Stóri-Hellir í Hellisskógi myndaðist við lok jökulskeiðs á ísöld þegar brim svarf klettinn. Ummerki um hærra sjávarborð og sjávarrof sést á fjölmörgum stöðum í hellinum sem myndaðist í 0,7-3,1 milljón ára gömlu basalti. Innst í hellinum var áður geymt hey en fjárhús var staðsett við hellismunnann að framanverðu. Telja sumir að reimt sé í hellinum, af draug með bláan trefil.  Hér má sjá kort af Hellisskógi
Knarrarósviti
Árið 1938 hófst vinna við að byggja upp Knarraóssvita og var hann tekinn í gagnið ári síðar eða 31. Ágúst 1939. Þjónaði hann griðalega miklu hlutverki fyrir sjávarútveginn á þessum tíma því innsiglingarnar voru hættulegar á þessu svæði. Mörg skip hafa farist á þessum slóðum. Knarraóssviti er 22 metrar að hæð, fallegur og rammbyggður. Útsýnið úr honum er einstaklega fallegt og mikið. Var hann með 6000 kerti sem er meðal stærð á vita á þessum tíma sem hann var byggður. Hönnun vitans er áhugaverð blanda af fúnkis og art nouveau stíl. Knarrarósviti er opinn alla daga frá 13.00-17.00 miðjum júní fram í byrjun ágúst. Útsýnið úr vitanum er stórkostlegt og vel þess virði að heimsækja. Knarrarósviti er hliti af Vitaleiðinni, en hægt er að lesa meira um hana hér.  
Flóaáveitan
Flóaáveitan eru skurðir sem liggja um gjörvallan Flóa eða allt frá Ölfusá í vestri að Þjórsá í austri. Þetta stórvirki síns tíma samanstóð af 300 km löngum skurðum sem að mestu voru handgrafnir- og 900 km af flóðvarnargörðum. Flóaáveitan mun hafa náð yfir 12 þúsund hektara land og með tilkomu hennar urðu mikil umskipti í búskap og atvinnuháttum á svæðinu. Framkvæmdir við áveituna hófust 1922 og var flóðgáttin tekin í notkunn árið 1927 þegar Flóaáveitan tók til starfa. Enn þann dag í dag gegnir hún viðamiklu hlutverki í vatnsmiðlun í sveitafélaginu. Inntak áveitunnar er við Hvítá, þar er upplýsingaskilti með ítarlegum upplýsingum um Flóaáveituna. Til austurs frá inntakinu er merkt gönguleið (um 4,4  km ganga, aðra leið). 
Fuglafriðland í Flóa
Friðlandið í Flóa og Ölfusforir Á ósasvæði Ölfusár eru tvö stór votlendi, Friðland Fuglaverndar í Flóa austan og Ölfusforir vestan ár. Þetta eru miklar flæðisléttur með tjörnum og vötnum. Engjarnar hafa jafnt gildi á fartíma og sem varpstaður. Lómur er einkennisfugl Friðlandsins og lóuþræll og jaðrakan eru óvíða algengari. Á veturna er mikið fuglalíf í Ölfusforum, stórir hópar af urtöndum, stokköndum og gulöndum halda þar til, og jafnframt stærsti hópur gráhegra á landinu.  
Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka
Fjaran á Eyrum neðst í Flóa, milli Ölfusár og Loftsstaða, er stærsta hraunfjara landsins, endi hins mikla Þjórsárhrauns, sem rann fyrir 8000 árum og er mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni eftir ísöld. Ofan fjörunnar eru ótal tjarnir og vötn, aðallega við Stokkseyri. Fjölbreytt fuglalíf er þar allt árið um kring og er svæðið sérstaklega mikilvægt fyrir farfugla, eins og rauðbrysting, lóuþræl, sanderlu, tildru, margæs, rauðhöfðaönd og fleiri endur. Stórt kríuvarp er á svæðinu og nokkur hundruð álftir fella þar flugfjaðrir síðsumars.   Svæðið er hluti af ferðaleiðinni Vitaleiðin sem nær frá Knarrarósvita í austri að Selvogsvita í vestri. Malbikaður göngu- oghjólastígur liggur á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka.  
Urriðafoss
Urriðafoss er vatnsmesti foss landsins. Hér fellur Þjórsá fram af jaðri hins mikla Þjórsárhrauns (360 m 3/sek) í fögru og friðsælu umhverfi. Fallhæð fossins er 6 metrar þar sem hann er hæstur. Þjórsárhraun, sem er eitt mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni í einu gosi frá því að ísöld lauk, má sjá við Urriðafoss, þar sem fossinn steypist fram af austurbrún hraunsins. Lax gengur upp Þjórsá að fossinum og nokkuð upp fyrir hann. Urriðafoss er náttúrudjásn rétt utan þjóðvegs 1.