Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sveitarfélagið Hornafjörður býður upp á fjölbreytta afþreyingu, gistingu og mat við allra hæfi! Hornafjörðurinn tekur vel á móti allri fjölskyldunni og hér eru nokkrar tillögur að frábærum dögum í Ríki Vatnajökuls!

Gisting: Ríki Vatnajökuls býður upp á fjölbreytta gistimöguleika fyrir fjölskylduna, allt frá tjaldsvæðum og smáhýsum upp í fjölskylduvæna hótelgistingu.

Afþreying:

  • Skellið ykkur í fjallgöngu og heitu pottana á meðan börnin spreyta sig í ratleik í góðra vina hópi
  • Frisbí golf, fjöruferð og annað fjölskyldufjör í Hornafirðinum
  • Golfvöllurinn á Höfn. Frábær fjölskyldudagur og börnin spila frítt!
  • Hefurðu farið með börnin á stærsta jökul Evrópu og skellt þér í ferðalag um vetrarbrautina? Upplifðu ævintýrin í Ríki Vatnajökuls!
  • Kayak, klifur og annað jöklafjör....upplifðu bakgarðinn í Ríki Vatnajökuls!
  • Söfn, setur og sumarsmiðjur fyrir börn.

Matur: Fjölbreytt flóra veitingastaða sem bjóða upp á girnilega barnamatseðla, heimagerðar pizzur, samlokur og heimagerðan ís

Gisting:  Tjaldsvæði, gistiheimili, hótel með fjölskylduherbergjum, sumarbústaðir o.fl.  

Endilega kynntu þér Hornafjörðinn enn betur og njóttu dvalarinnar með fjölskyldunni:

Hornafjörður 

Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Menningarmiðstöð Hornafjarðar og starfssvæði hennar er Sveitarfélagið Hornafjörður. Stofnunin varð til árið 1990 með sameiningu nokkurra safna. Heiti stofnunarinnar var upphaflega Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu en breyttist árið 2001 í Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Árið 2020 voru atvinnu- og ferðamál sameinuð Menningarmiðstöð Hornafjarðar og því er Menningarmiðstöðin orðin miðstöð menningar- atvinnu-, og ferðamála í sveitarfélaginu. Innan Menningarmiðstöðvarinnar eru starfrækt sex söfn ásamt atvinnu-, ferða- og rannsóknarsviði sem starfar þvert á einingarnar. Söfnin eru byggða-, sjóminja-, náttúrugripa-, lista-, bóka-, héraðsskjala-, náttúrugripa- og sjóminjasafn. Sýningar á vegum safnanna eru mikilvægur þáttur í safnastarfinu, og hér leggjum við áherslu á sérstöðu Hornafjarðar og því samfélagi sem er og var. Í dag er opnar sýningar í bókasafninu, Verbúðinni í Miklagarði og Svavarssafni og er aðgangur að sýningum Menningarmiðstöðvarinnar frír. Menningarmiðstöðin leggur mesta áherslu á miðlun og fræðslu menningararfs Hornafjarðar á sýningum sínum, skrásetningu hans og varðveislu til framtíðar. Nýsköpun og þróun til framtíðar á atvinnustarfsemi og ferðamannaiðnaðinum. Einnig er æ ríkari áhersla lögð á rannsóknarstarf og ekki síst miðlun þess starfs til almennings sem og þátttöku barna og unglinga á þeim vettvangi. Menningarmiðstöð Hornafjarðar stendur einnig fyrir barnastarfi á sumrin, þar sem boðið er upp á styttri ferðir um svæðið þar sem krakkar fá tækifæri til þess að kynnast nærumhverfi sínu á nýjan hátt. Einnig hefur verið lestrarátak á bókasafninu sem kallast sumarlestur þar sem krakkar eru hvattir til þess að lesa yfir sumarmánuðina, svo eru veitt hvatningarverðlaun að hausti. Einnig er á bókasafninu barnahorn og unglingahorn, og hvetjum við foreldra eindregið til þess að koma með börnunum á bókasafnið. Við tökum reglulega á móti skólahópum og kynnum þeim fyrir list og sögum og stuðlum að og erum þátttakendur í ýmsum viðburðum í sveitarfélaginu. Samfélagsmiðlar Menningarmiðstöðvarinnar á facebook eru: Menningarmiðstöð Hornafjarðar Svavarssafn  Opnunartímar eru:Vetraropnun1. okt-31. maíVirka daga 9:00-17:00 Sumaropnun1. júní-31. septVirka daga 9:00-17:00Helgar 13:00-17:00
Vatnajökulsþjóðgarður
Vatnajökulsþjóðgarður, stofnaður 7. júní 2008, nær yfir um 14 prósent af flatarmáli landsins (14.701 ferkílómetrar) og er þar með næst stærsti þjóðgarður Evrópu. Landssvæði þjóðgarðsins er einstakt á heimsvísu. Þar er að finna síkvikt samspil jökla og eldvirkni, jökulhlaupa, eldgosa og jarðhita. Jarðfræðileg fjölbreytni er óvenjulega mikil og innan væntanlegra þjóðgarðsmarka er að finna afar sjaldgæfar landslagsheildir, m.a ósnortin víðerni. Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs réðust Íslendingar í stærsta náttúruverndarverkefni þjóðarinnar frá upphafi. Stofnun þjóðgarðsins er einnig eitt stærsta atvinnusköpunar- og byggðaþróunarverkefni sem stjórnvöld hafa tekist á hendur í þessum hluta landsins. Vatnajökulsþjóðgarður var tilnefndur og skráður á heimsminjaskrá 2019 fyrir náttúruminjar undir áttunda viðmiði (criteria viii) sem kallar á að viðkomandi staður sé einstakt dæmi um mikilvægt stig í þróun jarðarinnar. Svæðið er því viðurkennt sem einstakt á heimsvísu vegna samspils elds og íss sem hefur leitt til stórbrotinnar náttúru og fjölbreyttra fyrirbæra. Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu. Flatarmál hans er um 7.780 km2 og ísinn víðast 400–600 m þykkur en mest um 950 m. Undir jökulísnum leynast fjöll, dalir og hásléttur. Þar eru líka virkar megineldstöðvar. Bárðarbunga er stærst þeirra en Grímsvötn sú virkasta. Hæst nær jökulhettan rúma 2.000 m yfir sjó en jökulbotninn fer lægst 300 m niður fyrir sjávarmál. Að frátöldum Mýrdalsjökli er úrkoma hvergi meiri á Íslandi en á sunnanverðum Vatnajökli né afrennsli meira til sjávar. Svo mikill vatnsforði er bundinn í Vatnajökli að það tæki vatnsmestu á Íslands, Ölfusá, rúm 200 ár að bera hann fram. Landslag umhverfis Vatnajökul er fjölbreytilegt. Norðan hans er háslétta afmörkuð af vatnsmiklum jökulám. Yfir henni gnæfa eldstöðvarnar Askja, Kverkfjöll og Snæfell og móbergsstapinn Herðubreið, drottning íslenskra fjalla. Í fyrndinni skáru mikil hamfarahlaup Jökulsárgljúfur í norðanverða hásléttuna. Efst í gljúfrunum dunar nú hinn kraftmikli Dettifoss en utar má finna formfagra Hljóðakletta og hamraskeifuna Ásbyrgi. Víðfeðm heiðalönd og votlendi einkenna svæðið við Snæfell næst jöklinum austanverðum. Þar eru mikilvæg búsvæði hreindýra og heiðagæsa. Sunnan Vatnajökuls eru háir og tignarlegir fjallgarðar einkennandi og milli þeirra fellur fjöldi skriðjökla niður á láglendið. Syðst trónir megineldstöðin Öræfajökull og hæsti tindur landsins, Hvannadalshnjúkur. Í skjóli jökulsins er gróðurvinin Skaftafell og þar vestur af svartur Skeiðarársandur, sem tíð eldgos og jökulhlaup úr Grímsvötnum hafa skapað. Vestan Vatnajökuls einkennist landslag líka af mikilli eldvirkni. Þar urðu tvö af stærstu sprungu- og hraungosum jarðar á sögulegum tíma, Eldgjárgosið 934 og Skaftáreldar í Lakagígum 1783–1784. Norðvestan jökuls liggur Vonarskarð, litríkt háhitasvæði og vatnaskil Norður- og Suðurlands. Vatnajökulsþjóðgarður Skaftárstofa Skaftafellsstofa 
Sundlaugin Höfn
Sundlaugin á Höfn samanstendur af 25 x 8,5 m. sundlaug, vaðlaug, tveimur heitum pottum (annar þeirra er nuddpottur), saunabaði, þremur rennibrautum mishröðum og háum. Sundlaugin er í klasa íþróttamannvirkjanna á Höfn og í næsta nágrenni við tjaldstæðið og aðra almenna þjónustu. Sund, vatn og vellíðan er kjörorð sundlaugarinnar.