Ice Explorers
- Jeppa- og jöklaferðir
Starfsemi Ice Explorers er í Suðursveit við rætur Vatnajökuls. Við höfum farið með ferðamenn í jöklagöngur og íshellaferðir á Vatnajökli frá árinu 2011. Við leggjum sérstaka áherslu á öryggi og að nálgast náttúruna alltaf með virðingu og aðgát.
Meginmarkmið okkar er að bjóða gestum upp á einstaka og eftirminnilega upplifun á jöklinum í sérsmíðuðum jeppunum okkar og að upplifunin verði hápunktur dvalarinnar á Íslandi. Við reynum í hvert sinn að sýna gestum okkar fallegustu og áhugaverðustu hluta jökulsins og deilum með þeim skemmtilegum fróðleik um íslenska náttúru og umhverfi.
Fyrir frekari upplýsingar má senda tölvupóst á ice@explorers.is eða skoða heimasíðuna okkar https://explorers.is/.