Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðaþjónustan Úthlíð

- Hestaafþreying

Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi.  Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan. 

Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is 

Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21.  Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. 

Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is 

Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti. 

Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra. Panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður.  

Ferðaþjónustan Úthlíð

Ferðaþjónustan Úthlíð

Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Út
Brúarfoss

Brúarfoss

Brúarfoss er fallegur foss í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Hann er þekktur fyrir sína einstöku tæru bláu lit sem stafar af því hvernig ljósið endurkasta