Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skálholt

Skálholtsstaður er einn helsti sögustaður Íslands. Þar var stofnað biskupssetur árið 1056 og var staðurinn á margan hátt höfuðstaður Íslands í 750 ár. Hann var eitt helsta menntasetur þjóðarinnar um aldir, þar voru skrifaðar og þýddar bækur en einnig varðveitt handrit. Skálholt var sögusvið átaka siðaskiptana um 1550 og þar var síðasti kaþólski biskupinn Jón Arason hálshöggvinn það ár. Í fjósinu í Skálholti var einnig hafin þýðing Biblíunnar á íslensku. Skálholt er einnig sögusvið harmsögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups og ástmanns hennar Daða Halldórssonar.

Skálholtsdómkirkja var vígð 1963 og er hún tíunda kirkjan sem stendur þar á sama stað. Sú fyrsta var reist skömmu eftir árið 1000 þegar Íslendingar tóku kristni. Áður en kirkjan var reist fóru fram merkilegar fornleifarannsóknir á staðnum undir stjórn dr. Kristjáns Eldjárn seinna forseta Íslands. Fannst þá m.a. steinkista Páls biskups Jónssonar sem jarðsettur var árið 1211 og er hún talin einhver merkilegasti fornleifafundur Íslandssögunnar.

Í Skálholtsdómkirkju er að finna einhver merkilegustu listaverk 20. aldar á Íslandi; steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristafla Nínu Tryggvadóttur auk muna úr þeirri kirkju sem Brynjólfur Sveinsson biskup reisti 1650.

Kirkjan er opin alla daga ársins frá kl. 9 til 18 og messur eru alla sunnudagsmorgna kl. 11.

Hljómburður Í Skálholtdómkirkju þykir einstakur og eru þar oftsinnis haldnir tónleikar af innlendum sem erlendum tónlistarmönnum. Í Skálholtsdómkirkju hafa verið haldnir sumartónleikar frá 1975 þar sem lögð er áhersla á barok og nútímatónlist og er hátíðin ein sú elsta sinnar tegundar á Norðurlöndum.

Hótel Skálholt er með fjölbreytta gistimöguleika; á hótelinu eru 18 tvímennings herbergi og sér baðherbergi. Þar er notaleg arinstofa, sólstofa og aðstaða fyrir fundi, námskeið og ráðstefnur. Rýmið er líka frábært fyrir viðburði eins og brúðkaup, tónleika og fleira og er aðstaðan í boði fyrir hópa til útleigu.

Hótel Skálholt er reglulega með uppákomur eins og uppistand, smátónleika, bókaviðburði, listasýningar og fleira.

Skálholtsbúðir er með 10 tvímennings herbergjum og baðherbergi frammi á gangi. Þar er stór salur, borðstofa, setustofa og gott eldhús. Rýmið hentar sérstaklega fyrir hópa á borð við kóra, ættarmót, veislur, skólahópa og jógahópa. Við Skálholtsbúðir er tjaldstæði með aðstöðu fyrir fellihýsi.

Tvö sumarhús með 2 svefnherbergjum hvor (4 rúm) og sér heitum potti. Sumarhúsin eru við Skálholtsbúðir og hentar því að leigja það saman.

Selið er 3-5 herbergja einbýlishús með 2 baðherbergjum og sér heitum potti.

Veitingahúsið Hvönn er tilraunaeldhús þar sem íslenskt hráefni er í fyrirrúmi. Í eldhúsinu takast íslenskar og erlendar matarhefðir á. Unnið er með kjöt, fisk og grænmeti úr héraði en einnig erlendar aðferðir við gerjun á borð við kombucha, mjólkursýru, kefir og þurr meyrnun. Þessar aðferðir veita mat og drykk okkar sérstöðu í bragði og áferð.

Á daginn bjóðum við upp á bístró matseðil með ljúffengum réttum en á kvöldin breytum við um stíl og bjóðum upp á þriggja rétta matseðil sem er mismunandi á hverju kvöldi og er sannkölluð matarupplifun.

Kokkurinn Bjarki Sól er einn af eigendum hótelsins. Hann er matreiðslumaður sem hefur í mörg ár unnið við að auka gæði matvælafyrirtækja á svæðinu og nýtum við alla reynslu og tengsl á veitingastaðnum.

Sumar opnunartími - maí - nóvember: Alla daga frá 11:30 - 21:00.

Bistró matseðillinn er í boði frá 11:30 til 17:00 en á kvöldin er borinn fram 3ja rétta matseðill.

Nánari upplýsingar: www.hotelskalholt.is 

Skálholt

Skálholt

Skálholtsstaður er einn helsti sögustaður Íslands. Þar var stofnað biskupssetur árið 1056 og var staðurinn á margan hátt höfuðstaður Íslands í 750 ár.
Hótel Skálholt ehf.

Hótel Skálholt ehf.

Hótel Skálholt er menningarhús með gistingu, veitingum og viðburðahaldi. Hótelið er staðsett í Gullna Hringnum og er einnig í nálægð við fjölda vinsæl
Veitingahúsið Hvönn

Veitingahúsið Hvönn

Veitingahúsið Hvönn er staðsett í Skálholti og er opið frá kl. 11:30-21:00. Þar er mikil áhersla lögð á að vinna matinn úr íslensku hráefni og erum v
Skálholt

Skálholt

Bær, kirkjustaður, prests- og skólasetur og fyrrum setur biskupa í Skálholtsbiskupsdæmi. Þar er jarðhiti og heitir þar Þorlákshver. Skálholt er einn m
LAUGARÁS / Bláskógabyggð

LAUGARÁS / Bláskógabyggð

Laugarás er lítið þorp við Hvítá, skammt frá Skálholti. Dýragarðurinn í Slakka í Laugarási er vinsæll staður að heimsækja fyrir alla fjölskylduna. Þa

Aðrir (6)

Brekkugerði Laugarás, Bláskógabyggð 801 Selfoss 7797762
Brún Austurbyggð 3 801 Selfoss 864-8181
Dýragarðurinn Slakka Laugarás 801 Selfoss 868-7626
Engi Engi, Laugarási 801 Selfoss 486-8913
Laugarás Austurbyggð 3 801 Selfoss 864-8181
Auðsholt 2 Auðsholt 2 845 Flúðir 895-8978