Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skógakirkja

Skógar eru með elstu kirkjustöðum á landinu. Þar hefur kirkja staðið frá því um 1100 en hennar er fyrst getið í Kirknaskrá Páls Jónssonar biskups frá aldamótunum 1200.

Kirkja hélst í Skógum allt til ársins 1890 en þá voru síðustu bændakirkjurnar í Steinum og Skógum lagðar niður enda voru þær baggi á ábúendum því að það var á þeirra ábyrgð og efnahag að halda þeim við. Síðasta kirkjan í Skógum var lítil og hrörleg timburkirkja. 

Skógar fengu svo aftur þann merka sess að eiga kirkju þegar Þórður Tómasson safnstjóri og fræðimaður í Skógum lét gamlan draum sinn og annarra rætast og reist var kirkja við Byggðasafnið í Skógum. Fyrstu skóflustunguna tók séra Halldór Gunnarsson í Holti. Kirkjan var reist eftir teikningum Hjörleifs Stefánssonar en til hliðsjónar voru hafðar gamlar sveitakirkjur. Sveinn Sigurðsson frá Hvolsvelli var yfirsmiður kirkjunnar. Að utan er kirkjan reist með nýjum viðum en innsmíði að mestu gömul frá kirkju í Kálfholti frá 1879. Gluggar frá 1898 úr Grafarkirkju. Klukkur frá um 1600 og frá 1742. Allir kirkjugripir gamlir, 17. og 18. öld. Altaristafla úr Ásólfsskálakirkju (1768), ljóshjálmar úr Steinakirkju og úr Skógakirkju.

Kirkjan var vígð þann 14. júní 1998 af hr. Karli Sigurbjörnssyni biskupi.

Skógakirkja

Skógakirkja

Skógar eru með elstu kirkjustöðum á landinu. Þar hefur kirkja staðið frá því um 1100 en hennar er fyrst getið í Kirknaskrá Páls Jónssonar biskups frá
Byggðasafnið í Skógum

Byggðasafnið í Skógum

Skógasafn er eitt elsta byggðasafn landsins en safnið var fyrst opnað almenningi árið 1949. Safnkosturinn samanstendur núna af meira en 18 þúsund munu
SKÓGAR

SKÓGAR

Skógar er lítið þorp með um 25 íbúa en þrátt fyrir smæð sína er hægt að finna margvíslega gisti- og afþreyingarmöguleika og nokkur veitingahús eru á s
Kvernufoss

Kvernufoss

Kvernufoss er í gili rétt austan við Skógafoss. Fossinn sést vel frá þjóðveginum, en betra er að ganga að honum frá Skógum. Göngustígur er að fossinum
Fimmvörðuháls

Fimmvörðuháls

Fimmvörðuháls nefnist svæðið milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Leiðin yfir hálsinn frá Skógum yfir í Þórsmörk er ein allra vinsælasta gönguleið
Skógafoss

Skógafoss

Skógafoss (60m) er talinn meðal fegurstu fossa landsins. Í Skógaá, ofan Skógafoss, eru a.m.k. 20 aðrir fossar, margir fallegir, og það er auðgengt með

Drangurinn í Drangshlíð

Drangurinn er mjög sérstök náttúrusmíð úr móbergi, þar sem hann stendur einn sér fyrir neðan bæina í Drangshlíð undir Eyjafjöllum.  Þjóðsagan segir að
Rútshellir

Rútshellir

Rútshellir er af mörgum talin elstu manngerðu hýbýli á landinu. Allir sem eiga leið um Fjöllin ættu að gefa sér tíma og skoða þessar merku minjar.  Sa

Aðrir (4)

Hestaleigan Ytri-Skógum Ytri-Skógar 3 861 Hvolsvöllur 487-8832
Hótel Drangshlíð Drangshlíð 1, Austur-Eyjafjöllum, Rang. 861 Hvolsvöllur 4878868
Hótel Skógá Skógafossvegur 4 861 Hvolsvöllur 487-4880
Tjaldsvæðið við Skógafoss Skógum 861 Hvolsvöllur 863-8064