LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ný stjórn kjörin og tilnefnd á aðalfundi Markaðsstofunnar

Það var stór dagur hjá Markaðsstofunni föstudaginn 13. apríl sl. en þá var haldinn aðalfundur, málþing og síðan árshátíð um kvöldið á Hótel Laka við Kirkjubæjarklaustur.

Aðalfundurinn var haldinn á Hótel Laka og var vel sóttur. Björg Árnadóttir formaður stjórnar opnaði fundinn og Dagný H. Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MSS fór síðan yfir verkefni sl. árs og helstu áherslur 2018. Þá kynnti Björg Árnadóttir ársreikning ársins 2017.  Ferðamálasamtök Suðurlands kjósa sína fulltrúa í stjórn á aðalfundi og buðu fjórir fulltrúar sig fram, en Elfa Dögg Þórðardóttir sem var sitjandi stjórnarmaður dró framboð sitt til baka á aðalfundi. Er henni þökkuð vel unnin störf í þágu Markaðsstofunnar. Tveir efstu í kjörinu tóku sæti í aðalstjórn en sá sem hlaut þriðju flest atkvæðin tók sæti sem varamaður.

Stjórn Markaðsstofu Suðurlands 2017/2018 skipa:

Bjarni Freyr Báruson – Ferðamálsamtök Suðurlands

Björg Árnadóttir – Visit South Iceland ehf

Gunnar Þorgeirsson – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

Páll Marvin Jónsson – Ferðamálasamtök Suðurlands

Sigurlaug Gissurardóttir – Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu

Sólrún Helga Guðmundsdóttir – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

Varamenn:

Anna María Ragnarsdóttir – Ferðamálafélag Austur Skaftafellssýslu

Bjarni Guðmundsson – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

Katrín Sigurðardóttir – Visit South Iceland ehf

Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir – Ferðamálasamtök Suðurlands

Í kjölfar aðalfundar var síðan haldið málþing undir yfirskriftinni “Skiptir ferðaþjónustan máli fyrir samfélagið?“. Eftir fundahöld tók gleðin völd þegar farið var í örferð um svæðið þar sem Kristbjörg Hilmarsdóttir stjórnarformaður Friðar og Frumkrafta sagði frá því helsta sem er að gerast í Skaftárhreppi um þessar mundir og gestir kynntu sér ferðaþjónustu á svæðinu.

Um kvöldið var síðan mikið fjör á árshátíð þar sem saman kom fólk úr ferðaþjónustu á Suðurlandi,  sjá nánar um daginn hér.

Hér má einnig sjá myndir frá deginum.


Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn