Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Námskeið fyrir vinnustaðinn

Þrif og frágangur

Námskeiðslýsing:

Hreint og snyrtilegt umhverfi er afar mikilvægt hjá ferðaþjónustufyrirtækjum en það stuðlar að öryggiskennd og trausti á fyrirtækinu. Á þessu námskeiði er farið yfir hvað skiptir máli varðandi þrif s.s. hvaða efni á að nota, hvað ber að varast, meðferð og notkun áhalda/tækja við þrif og eftir hverju þarf að líta. Farið er yfir persónulegt hreinlæti, aðferðir og skipulag við þrif og frágang og viðbrögð við óværu. Að auki er farið yfir árangursrík samskipti, trúverðugleika og trúnað við gesti, vinnuvernd og öryggi.

Lengd: 3 klst.

Hafðu samband við Fræðslunetið ef þú hefur áhuga fyrir þessu námskeiði anna@fraedslunet.is sími 560 2030