LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ferðahugmyndir

reynisdrangar-midnight-sun-pjp_litil.jpg
Ferðahugmyndir

Hér má finna nokkrar tillögur að ferðum um Suðurland. Hægt er að nýta þær sem heild eða jafnvel einstaka þætti úr þeim. Ef þú vilt sérsniðna ferð sem hentar þínum þörfum og áhuga þá er hægt að leita til einhverra af fjölmörgum ferðaskrifstofum eða söluaðilum dagsferða á svæðinu.

Fjölskylduferðir

Á Suðurlandi ætti öll fjölskyldan að geta fundið eitthvað við sitt hæfi að gera hvort sem það er í dagsferð eða ef dvalið er til lengri tíma á svæðinu. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvað fjölskyldan getur gert saman.

Ævintýraferðir

Fjölmörg tækifæri eru um allt Suðurland til að upplifa ævintýri, hvort sem um ræðir dagsferð eða lengri ferðir. Á Suðurlandi er fjölbreytt afþreying í boði eins og hellaferðir, fjórhjólaferðir, rib bátaferðir, kajak, zipline, hestaferðir, köfun, hjólaferðir, jeppaferðir, íshellaferðir, snjósleðaferðir, gönguferðir með leiðsögn, fuglaskoðun, skoðunarferðir á margvísleg söfn, heimsókn í húsdýragarða og margt fleira.

Hér má finna hugmyndir að margvíslegum ævintýrum.

Sæluferðir

Ef þú vilt njóta matar, menningar og dekurs þá er Suðurland staðurinn en fjölmargt er í boði fyrir hjóna-, vina- og vinkonufríið hvort sem um er að ræða dagsferð eða ef dvalið er til lengri tíma. Fjölbreyttir gisti-  og afþreyingarmöguleikar eru í boði fyrir hópinn þinn eða bara fyrir rómantíska ferð fyrir ykkur makann.

Hér er hægt að skoða ýmsar hugmyndir að sæluferðum á Suðurland.

Vitaleiðin

Vitaleiðin er ferðaleið sem beinir athygli ferðafólks að þorpunum og svæðinu við sjóinn. Á Vitaleiðinni heimsækir þú þrjá bæi, hver með sína sérstöðu, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Vitaleiðin dregur fram þá miklu sögu og menningu sem er til staðar á svæðinu sem og alla upplifunarmöguleikana í afþreyingu og náttúru. Vitaleiðin er um 45 - 49km leið, fer eftir ferðamáta, sem nær frá Selvogi að Knarrarósvita.  

Nafngiftin kemur vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar, að auki er þriðji vitinn á leiðinni Hafnarnesviti í Þorlákshöfn. Vitaleiðin bíður upp á þá skemmtilegu fjölbreytni að ferðalangar geta ekið hana eða nýtt sér strandlengjuna og þá göngustíga, sem búið er að gera, meðfram sjónum til að ganga leiðina, hlaupa, farið ríðandi á hestum eða jafnvel hjólað.  

Vitaleiðin bíður þér upp á að vinda ofan þér með aðstoð kyrrðarinnar í náttúrunni en um leið orkuna frá Atlantshafinu. Á Vitaleið getur þú upplifað miðnætursólina og kyrrðina þar sem aðeins heyrast sjávar- og fuglahljóð. Þú getur upplifað birtuna í myrkrinu þegar stjörnubjartur himinn skín, tunglið endurspeglast í hafinu og norðurljósin dansa. Á Vitaleiðinni getur þú sogað í þig þá merku sögu verslunar, mannlífs og sjósóknar sem hefur mótað þorpin við ströndina gegnum aldirnar. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eru á Vitaleið, sundlaugar, kajakróður, hestaleigur, hesthúsaheimsóknir, söfn, gallerý, rib-bátar og fjórhjól svo að dæmi séu nefnd. Veitingastaðir eru í öllum þorpunum með möguleikum á gómsætri matarupplifun. Stígar, strandlengjan og útivistarsvæði á Vitaleið opna þér nýja veröld sem þú átt seint eftir að gleyma! 

Vitaleiðin er tilvalin til að taka þegar komið er til landsins að aka sem leið liggur beint inn á Suðurlandið og njóta þess sem leiðin hefur upp á að bjóða í afþreyingu, mat og gistingu. Leiðin er steinsnar frá þjóðvegi 1 og því auðvelt að komast inn á leiðina. Alltaf er gott að kynna sér aðstæður og skilyrði áður en lagt er af stað eins og að skoða flóðatöflur og gæta fyllsta öryggis.

Hér er hægt að hlaða niður korti af Vitaleiðinni

 

Ferðaskrifstofur

Það getur verið gagnlegt að heimsækja ferðaskrifstofu annað hvort á netinu eða utan, við skipulagningu ferðar, hvort sem ætlunin er að bóka hópferð eða ferðast á eigin vegum.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn