Hostelið að Laugarvatni / Laugarvatn Hostel at the Golden Circle hefur verið starfandi í 23 ár. Við erum nýlega búin að bæta aðstöðuna hjá okkur og höfum nú 25 herbergi með sér baði og 5 herbergi með sameiginlegum baðherbergjum. Við getum hýst allt að 80 gesti, í 1-5 manna herbergjum. Við bjóðum einnig upp á gistingu í litlu dormitory (hámark 5 manns í herbergi).
Í hostelinu eru þrjú gestaeldhús, lyfta, salur með bar og snókerborði, þvottaaðstaða, kolagrill ásamt útiaðstöðu.
Matvöruverslun, veitingastaðir, Fontana Spa og íþróttahúsið eru í göngufæri.
Við bjóðum upp á morgunmat gegn gjaldi, en gestum er einnig velkomið að nota gesta eldhúsin.
Góðar gönguleiðir allt um kring og er Laugarvatnsfjall mjög vinsælt.
Við höfum öll okkar starfsár lagt metnað okkar í að bjóða upp á sanngjarnt verð fyrir gesti okkar.
Vil taka það fram að innifalið í verði eru sængurföt og handklæði.