Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Midgard Base Camp

- Farfuglaheimili og hostel

Midgard er staðsett á Hvolsvelli og er miðstöð ævintýraferðamennsku á Suðurlandi. Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar. Ferðaskrifstofan Midgard Adventure er einnig til húsa í Midgard. 

Frábær staðsetning
Staðsetning Midgard er fullkomin fyrir gesti sem vilja upplifa alla þá fallegu staði sem vert er að skoða á Suðurlandi. Andrúmsloftið er afslappað og vinalegt. Midgard fjölskyldan tekur brosandi á móti gestum og er alltaf reiðubúin að aðstoða við ferðaplön og gefa ráðleggingar.

Hótel og hostel
Midgard býður upp á kojuherbergi og prívat-herbergi  (tveggja manna herbergi eða fjölskylduherbergi). Baðherbergin eru annað hvort sameiginleg eða sér. Kojurnar eru sérstaklega glæsilegar og þægilegar. Þær eru búnar gæðadýnum, gardínum til að fá meira næði, lesljósi og innstungum. Þær eru jafnframt heimasmíðaðar og boltaðar í gegnum veginn. 

Spennandi veitingastaður
Midgard Restaurant býður upp á “Feel Good Food” sem bæði nærir og kætir. Lögð er áhersla á að nota hráefni úr heimabyggð. Boðið er upp á breitt úrval rétta fyrir kjöt-, fisk- og grænmetisætur og auðvitað líka grænkera.

Fyrirmyndaraðstaða fyrir gesti
Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir Eyjafjallajökul og á góðum degi má sjá alla leiðina til Vestmannaeyja. Eftir ævintýri dagsins geta gestir slappað af í notalegum sófum og rólum í stóru sameiginlegu rými. Önnur aðstaða fyrir gesti sem vert er að nefna: gestaeldhús, þvottavél, þurrkuskápur, útiverönd þar sem gott er að slaka á yfir sumartímann, há-hraða internettenging í allri byggingunni og nóg af bílastæðum.

Saga Midgard
Nafnið Midgard kemur úr Norrænni goðafræði og er heiti yfir mannheima. Saga Midgard hófst árið 2010 þegar Midgard Adventure var stofnað. Eftir að hafa farið  með gesti í dagsferðir var venjan að kíkja við á heimili einhvers í Midgard fjölskyldunni og þannig kviknaði hugmyndin um Midgard Base Camp. Hugmyndin var að bjóða upp á stað þar sem gestir gætu gist og snætt, einskonar framlenging á heimilum fjölskyldunnar. Staður sem gott er að koma á, með notalegri stemningu og vinalegu andrúmslofti.

Viðburðir
Það er alltaf eitthvað í gangi á Midgard. Allir viðburðir eru á Facebook síðu Midgard Base Camp. Happy Hour er á barnum alla daga frá kl. 17-19.

Dagsferðir eða lengri ferðir
Midgard Adventure er einnig til húsa í sömu byggingu og gestir koma þar saman í upphafi ferða, hvort sem um er að ræða dagsferð eða lengri ferðir.

Áhugaverðir tenglar:

Heimasíða Midgard Base Camp

Heimasíða Midgard Restaurant

Heimasíða Midgard Adventure

Kynningarmyndbönd Midgard

Midgard Base Camp á Facebook

Midgard Adventure á Facebook

@Midgard.Base.Camp á Instagram

@MidgardAdventure á Instagram

Midgard Base Camp

Midgard Base Camp

Midgard er staðsett á Hvolsvelli og er miðstöð ævintýraferðamennsku á Suðurlandi. Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang
Midgard Restaurant

Midgard Restaurant

Midgard Restaurant er staðsettur á Hvolsvelli. Við bjóðum upp á “Feel Good Food” sem bæði nærir og kætir. Við leggjum jafnframt áherslu á að nota hráe
Katla Jarðvangur / Katla Geopark

Katla Jarðvangur / Katla Geopark

Katla Jarðvangur Í Kötlu jarðvangi eru margar merkilegar jarðminjar, sumar á heimsvísu.  Yfir 150 eldgos hafa verið skráð þar frá landnámi. Eldvirknin
Midgard Adventure

Midgard Adventure

Midgard Adventure Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurland
Southcoast Adventure

Southcoast Adventure

Southcoast Adventure er staðsett á Hvolsvelli og bjóða upp á ferðir um Suðurströndina og hálendið sem og aðrar sérferðir. Leiðsögumenn eru flestir bú
HVOLSVÖLLUR / Rangárþingi eystra

HVOLSVÖLLUR / Rangárþingi eystra

Í Rangárþingi eystra búa um 2100 manns og nær sveitarfélagið frá Eystri-Rangá í vestri til Jökulsár á Sólheimasandi í austri. Sveitarfélagið er mikið
Björk

Björk

Söluskáli, veitingar og verslun. Finnur þetta allt í Björkinni Hvolsvelli.
Sundlaugin Hvolsvelli

Sundlaugin Hvolsvelli

Sjá opnunartíma á vefsíðu.
LAVA centre

LAVA centre

LAVA – Eldfjalla og jarðskjálftamiðstöð Íslands er allsherjar afþreyingar- og upplifunarmiðstöð sem helguð er þeim gríðarlegu náttúruöflum sem hófu að
Efra-Hvolshellar

Efra-Hvolshellar

Í landi Efra-Hvols eru þrír manngerðir hellar sem kallast einu nafni Efra-Hvolshellar. Hellarnir eru grafnir í fremur gróft þursaberg sem líklega er j

Aðrir (15)

Agent Anna / Women Safe Travel Öldugerði 8 860 Hvolsvöllur 694-1193
BORG apartments Nýbýlavegur 44 860 Hvolsvöllur 664-5091
Eldstó Art Café Restaurant Austurvegur 2 860 Hvolsvöllur 482-1011
FG Private Tours Dufþaksbraut 7a 860 Hvolsvöllur 774-2339
Gallerý Pizza Hvolsvegur 29 860 Hvolsvöllur 487-8440
Hótel Hvolsvöllur Hlíðarvegur 7 860 Hvolsvöllur 4878050
N1 - Þjónustustöð Hvolsvöllur Austurvegur 3 860 Hvolsvöllur 487-8197
Spói Gisting Hlíðarvegur 15 860 Hvolsvöllur 821-2744
Sveitabúðin UNA Austurvegur 4 860 Hvolsvöllur 544-5455
Tjaldsvæðið Hvolsvelli Austurvegur 4 860 Hvolsvöllur 866-8945
Valhalla Restaurant Hlíðarvegur 14 860 Hvolsvöllur 6989007
Á flakk og flæking Hvolsvegur 30 860 Hvolsvöllur 666-2211
Öldubakki Öldubakki 31 860 Hvolsvöllur 544-8990
Borg apartments Nýbýlavegur 44 861 Hvolsvöllur 664-5091
Vestri-Garðsauki Vestri Garðsauki 861 Hvolsvöllur 867-3440