Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vel heppnuð ráðstefna um dreifingu ferðamanna.

Markaðsstofur landshutanna (MAS) héldu ráðstefnu um málefni ferðaþjónustunnar 15. september í Iðnó. Yfirskrift ráðstefnunnar var Dreifing ferðamanna – Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu á landinu öllu.
Ráðstefna í Iðnó.
Ráðstefna í Iðnó.

Markaðsstofur landshutanna (MAS) héldu ráðstefnu um málefni ferðaþjónustunnar 15. september í Iðnó. Yfirskrift ráðstefnunnar var Dreifing ferðamanna – Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu á landinu öllu. Áhugi á ráðstefnunni var mikill og mættu fjölmargir aðilar af landinu öllu.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnaði og ávarpaði ráðstefnuna. Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um stöðu og horfur ferðaþjónustunnar, vegagerð og flugsamgöngur innanlands ásamt stöðu sveitafélaga og stefnumarkandi stjórnunaráætlanavinnu (DMP) sem ráðist hefur verið í.

Deloitte kynnti svo niðurstöður úr viðhorfskönnun sem fyrirtækið framkvæmdi ásamt MAS meðal einstaklinga í ferðaþjónusturekstri.

Að loknum fyrirlestrum voru svo fjörugar pallborðsumræður og það er ljóst að mikill áhugi er á stöðu atvinnugreinarinnar og hvert hún stefnir. Upptökur af ráðstefnunni munu birtast hér á vefnum innan skamms.

Til að skoða niðurstöður úr viðhorfskönnun Deloitte og MAS smelltu þá á myndina hér fyrir neðan.

Viðhorfskönnun Deloitte og MAS.