Fara í efni

Öryggismál á Vatnajökli - skilum inn ferðaáætlun

Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á göngum yfir Vatnajökul, á Hvannadalshnúk og aðra tinda í jöklinum. Samhliða þeirri aukningu hafa orðið útköll og næstum því slys þar sem viðbragðsaðilar hafa þurft að bregðast við, oft með miklum mannafla og skipulagi enda mjög krefjandi svæði þegar um björgunaraðgerðir er að ræða.

Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á göngum yfir Vatnajökul, á Hvannadalshnúk og aðra tinda í jöklinum. Samhliða þeirri aukningu hafa orðið útköll og næstum því slys þar sem viðbragðsaðilar hafa þurft að bregðast við, oft með miklum mannafla og skipulagi enda mjög krefjandi svæði þegar um björgunaraðgerðir er að ræða. Í þessum aðgerðum hefur á köflum verið óljóst hvaða hópar voru á ferðinni og hversu margir einstaklingar sem gerði viðbragðsaðilum erfiðara um vik við skipulagningu aðgerða.

Vatnajökulsþjóðgarður, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Lögreglan á Suðurlandi hafa tekið skref í öryggisátt. Á vefsíðunni safetravel.is ( www.safetravel.is/aaetlun) eru ferðaþjónustuaðilar hvattir til að setja inn ferðaáætlun sína auk þess að vera með neyðarsendi staðsetningartæki, fjarskiptabúnað og með í för. Slíkt eykur ekki einungis öryggi viðkomandi heldur gefur viðbragðsaðilum tækifæri til að nýta þá hópa sem eru á svæðinu til aðstoðar við björgunaraðgerðir.