Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ert þú næsti Íslandsmeistari í matarhandverki?

Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, Askurinn 2019, verður haldin 19-21 nóvember. Úrslit keppninnar verða tilkynnt á Matarhátíð á Hvanneyri 23 nóvember kl 14:00. Að keppninni stendur Matís ohf í samstarfi við Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matarauð Íslands.

Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, Askurinn 2019, verður haldin 19-21 nóvember.

Úrslit keppninnar verða tilkynnt á Matarhátíð á Hvanneyri 23 nóvember kl 14:00. Að keppninni stendur Matís ohf í samstarfi við Sóknaráætlun Vesturlands, Markaðsstofu Vesturlands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matarauð Íslands.

Keppt verður í 6 keppnisflokkum:

  • Mjólkurvörur
  • Kjöt
  • Fiskur & sjávarfang
  • Bakstur
  • Ber, ávextir og grænmeti
  • Nýsköpun í matarhandverki

Skráningu lýkur 4. nóvember.

Hver þátttakandi má skrá eins margar vörur og hann vill í hvaða flokki sem er. Keppnisvörur skal afhenda ekki síðar en á hádegi 19. nóvember á Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík.

Úrslit keppninnar verða tilkynnt á Matarhátíð á Hvanneyri 23 nóvember kl 14:00.

Hvað er matarhandverk?

Matarhandverk snýst um að skapa vörur þar sem lögð er áhersla á einstakt bragð, gæði og ekki síst ímynd, sem iðnaður getur ekki búið til. Áherslan er á að nota staðbundin hráefni, framleiðslu í litlu magni sem er oft svæðisbundin. Matarhandverksvörur eru heilnæmar, án óþarfra aukaefna og vörur sem hægt er að rekja til upprunans. Aðalsmerki matarhandverks er að nota það hráefni, mannafla og verkkunnáttu sem fyrirfinnst á staðnum, í gegnum alla framleiðslukeðjuna. Í matarhandverki er lögð áhersla á að þróa hefðbundnar vörur fyrir neytendur dagsins í dag.

Nánari upplýsingar má finna á https://matisevents.com/matarhandverk/