SKÓGAR
Skógar er lítið þorp með um 25 íbúa en þrátt fyrir smæð sína er hægt að finna margvíslega gisti- og afþreyingarmöguleika og nokkur veitingahús eru á staðnum. Skógar var áður fyrr skólastaður og ein merkasta byggingin á staðnum er gamli héraðsskólinn sem hóf starfsemi sína árið 1949. Skólinn er nú nýttur sem gististaður á sumrin. Skógafoss er ein allra vinsælasta náttúruperla Íslands enda fossinn magnaður í allri sinni dýrð. Byggðasafnið í Skógum er glæsilegt safn sem samanstendur af almennu byggðasafni, húsasafni og samgöngusafni. Fyrir ofan byggðasafnið og gamla héraðsskólann er Völvuskógur og eru göngustígar um allan skóginn. Önnur og heldur frægari gönguleið hefur upphafspunkt á Skógum en göngur á Fimmvörðuháls hefjast jafnan á Skógum og enda í Þórsmörk.