Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Eyrarbakkakirkja

Séra Jón Björnsson var aðalforgöngumaðurinn fyrir nýrri kirkju á Eyrarbakka. Framan af var kirkjusókn Eyrbekkinga á Stokkseyri en vegna mikilla fjölgunar íbúa á Eyrarbakka var að lokum tekin sú ákvörðun að skipta þyrfti upp sókninni. Jóhann Friðrik Jónsson, forsmiður og helsti trésmiður á Eyrarbakka á áratugnum 1880 - 90 sá um hönnun og vann að byggingu kirkjunnar. Jóhann Friðrik lést áður en kirkjan var full byggð.  

Eyrarbakkakirkja var reist á Eyrarbakka árið 1890 og vígð sama ár. Fyrsta orgelið í hina nýju kirkju gaf Jakob A. Lefolii, kaupmaður á Eyrarbakka sókninni. Hvað Séra Jón varðar þá höguðu örlögin því svo, að hann var fyrsti maðurinn sem kvaddur var frá Eyrarbakkakirkju, en það var árið 1892. Fjögur ár liðu frá vígslu Eyrarbakkakirkju uns hún öðlaðist full réttindi sem sóknar- og graftarkirkja, en nýr kirkjugarður var ekki vígður og tekinn í notkun á Eyrarbakka fyrr en árið 1894. Kirkjugarðurinn er austar í þorpinu. 

Sögufrægasti gripur kirkjunnar er án efa sjálf altaristaflan sem prýðir mynd af Jesú á tali við Samversku konuna við Jakobsbrunninn (Jóh. 4, 13-14). Undir töflunni er ritað: „Hver sem drekkur af því vatni, sem ég mun gefa honum, hann mun aldrei að eilífu þyrsta." Tilurð altaristöflunar á sér sérstaka sögu, en Séra Jón Björnsson sigldi m.a. í erindum kirkjubyggingarinnar til Kaupmannahafnar til þess að útvega kirkjuviðinn. Hlaut hann þar svo góðar viðtökur þegar hann gekk á fund konungs og drottningar, að Louise, drottning Kristjáns konungs IX., gaf kirkjunni altaristöflu, sem hún hafði sjálf málað og er nafn drottningar á töflunni og ártalið 1891.

Af öðrum merkum kirkjugripum má nefna kertastjaka úr Kaldaðarneskirkju, en kirkja þar var lögð niður árið 1902. Á þeim er ritað ártalið 1780 og stafirnir E.S.S. Stjakarnir eru íslensk smíð og að öllu handunnir. Einnig er úr Kaldaðarneskirkju ljósakróna í kór kirkjunnar. Árið 1918 var sett upp stundaklukka í turn kirkjunnar sem slær á heilum og hálfum tíma. Hún var gjöf frá danska kaupmanninum Jakob A. Lefolii. 

Skírnarfonturinn er gjöf safnaðarins á 60 ára afmæli kirkjunnar árið 1950. Hann gerði listamaðurinn Ríkharður Jónsson. Skírnarskálin sem Leifur Kaldal gullsmiður gerði var gefin kirkjunni til minningar um Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á 100 ára fæðingarafmæli hennar. 

Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á kirkjunni frá því hún var byggð árið 1890. Skrúðhús var byggt við norðurhlið kórs 1962 og á árunum 1977 til 1979 var turninn breikkaður, gluggum og umbúnaði þeirra breytt, kirkjan klædd nýrri vatnsklæðningu að utan og panelborðum innan og smíðaðir í hana nýir bekkir. Nýtt íslenskt 11 radda pípuorgel eftir Björgvin Tómasson var tekið í notkun í kirkjunni á jólum 1995. 

Kirkjan tekur um 230 - 240 manns í sæti. 

Eyrarbakkakirkja var friðuð 1. janúar 1990

Eyrarbakkakirkja

Eyrarbakkakirkja

Séra Jón Björnsson var aðalforgöngumaðurinn fyrir nýrri kirkju á Eyrarbakka. Framan af var kirkjusókn Eyrbekkinga á Stokkseyri en vegna mikilla fjölgu
Rauða Húsið

Rauða Húsið

Veitingarstaðurinn er þekktur fyrir ljúffengan humar sem bráðnar undir tönn og getur Smjattrófan sannarlega staðfest það en skellti hún sér út úr borg
Húsið á Eyrarbakka - Byggðasafn Árnesinga

Húsið á Eyrarbakka - Byggðasafn Árnesinga

Byggðasafn Árnesinga er með sýningar sínar í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum og Kirkjubæ. Fjölbreytt, fjölskylduvænt og fróðlegt safn um menningu og
Sjóminjasafnið Eyrarbakka

Sjóminjasafnið Eyrarbakka

Austast á Kaupmannstúninu er Sjóminjasafnið á Eyrarbakka.  Það var stofnað af Sigurði Guðjónssyni skipsstjóra á Litlu-Háeyri einkum í því skyni að bja
Bakkastofa

Bakkastofa

Við, Ásta Kristrún og Valgeir, höfum tekið á móti fjölda íslenskra gesta sem vilja létta lund í góðum félagsskap vina, vinnufélaga og fjölskyldna og n
Bakki HI Hostel & Apartments / Farfuglaheimili

Bakki HI Hostel & Apartments / Farfuglaheimili

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
EYRARBAKKI / Árborg

EYRARBAKKI / Árborg

Á Eyrarbakka búa 585 manns í vinalegu þorpi sem áður var helsti verslunarstaður og hafnarsvæði á Suðurlandi. Fjöldi húsa er frá árunum 1890-1920 og að
Konubókastofa

Konubókastofa

Konubókastofa er fræðslu- og varðveislusafn tileinkað íslenskum kvenrithöfundum og verkum þeirra. Formleg stofnun var í apríl 2013. Markmið Konubókast
Hestamiðstöðin Sólvangur

Hestamiðstöðin Sólvangur

Sólvangur er fjölskyldurekið hrossaræktarbú við Suðurströndina þar sem hægt er að kynnast íslenska hestinum, fara í reiðkennslu, heimsækja hesthúsið,
Þjórsárhraun

Þjórsárhraun

Þjórsárhraun er stærsta hraunbreyða landsins hvort sem er um að ræða að flatarmáli eða á rúmmáli. Einnig er Þjórsárhraun stæðsta hraunbreyða sem runni
Hallskot - Skógræktarfélag Eyrarbakka

Hallskot - Skógræktarfélag Eyrarbakka

Stórbrotið útivistarsvæði norðan við Eyrarbakka í átt að Fuglafriðlandinu í Flóa. Hallskot hefur verið í umsjá Skógræktarfélags Eyrarbakka frá 2015. H
Fuglafriðland í Flóa

Fuglafriðland í Flóa

Friðlandið í Flóa og Ölfusforir Á ósasvæði Ölfusár eru tvö stór votlendi, Friðland Fuglaverndar í Flóa austan og Ölfusforir vestan ár. Þetta eru mikla
Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka

Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka

Fjaran á Eyrum neðst í Flóa, milli Ölfusár og Loftsstaða, er stærsta hraunfjara landsins, endi hins mikla Þjórsárhrauns, sem rann fyrir 8000 árum og e
Kayakferðir Stokkseyri

Kayakferðir Stokkseyri

Kayakferðir á Stokkseyri hefur verið starfandi síðan árið 1995 og tókum við Gunnar Valberg og Magnús Ragnar við rekstrinum haustið 2013. Miklar umbætu
Fjöruborðið

Fjöruborðið

Fjöruborðið á Stokkseyri er nautnahús í álögum. Menn þurfa að beita sig valdi til að eiga þaðan afturkvæmt. En það er allt í lagi, einungis góðir gjör
Sundlaugin Stokkseyri

Sundlaugin Stokkseyri

Sundlaug Stokkseyrar er vinaleg sveitalaug í hjarta Stokkseyrar. Laugin samanstendur af 18 metra útilaug með rennibraut, vaðlaug og tveim heitum pottu
Gistiheimilið Kvöldstjarnan

Gistiheimilið Kvöldstjarnan

Gistiheimilið Kvöldstjarnan býður upp á heimilislega gistingu fyrir 6 manns á neðri hæðinni, með aðgangi að salerni með sturtu, fullbúnu eldhúsi, setu
STOKKSEYRI / Árborg

STOKKSEYRI / Árborg

Á Stokkseyri búa 559 manns í heillandi þorpi sem er þekkt fyrir fuglalíf, fagra fjöru og öflugt lista- og menningarlíf. Gömul vinnslustöð fyrir sjávar
Þuríðarbúð

Þuríðarbúð

Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur formann og horfna starfshætti. Þuríður var fæ

Aðrir (18)

Between the Rivers Norðurbraut 33 801 Selfoss 822-3345
Iceland A-Z Travel Hoftún 2 801 Selfoss 888-8050
Norðheimar Norðurgata 4 801 Selfoss 553-6079
Thor Nordic ehf. Heimahagi 8 801 Selfoss 781-0800
Hafið Bláa Óseyri við ósa Ölfusár 816 Ölfus 483-1000
Bakkahestar Stekkjarvað 5 820 Eyrarbakki 823-2205
David The Guide Eyrargata 33 820 Eyrarbakki 6167130
SeaSide Cottages Eyrargata 37a 820 Eyrarbakki 898-1197
Tjaldsvæðið Eyrarbakka v/Búðarstíg 820 Eyrarbakki 483-1400
Art Hostel Hafnargata 9 825 Stokkseyri 8942910
Draugasetrið Hafnargata 9 825 Stokkseyri 895-0020
Gallerý Gimli Hafnargata 1 825 Stokkseyri 843-0398
Gistiheimilið Heba Íragerði 12 825 Stokkseyri 565-0354
Skálavík Strandgata 5 825 Stokkseyri 781-1779
Skálinn Hásteinsvegur 2 825 Stokkseyri 483-1485
The Barn House Strandgata 8b 825 Stokkseyri 660-2050
Tjaldsvæðið á Stokkseyri Sólvellir 825 Stokkseyri 896-2144
Veiðisafnið Eyrarbraut 49 825 Stokkseyri 4831558