Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Grænihryggur Gönguleið

Hálendisganga sem hefst við Fjallabaksleið nyrðri (F208) vestan við Kirkjufell

Nánari upplýsingar

Landshluti
Suðurland, Rangárþing Ytra
Upphafspunktur
Bílastæði við Fjallabaksleið Nyrðri (vegur F208), vestan Kirkjufells
Erfiðleikastig
Þrep 3 - Krefjandi leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
6 - 10 klukkustundir
Yfirborð
  • Möl
  • Gras
  • Stórgrýtt
  • Votlendi
Hættur
  • Vað - Óbrúaður lækur/á, eða votlendi/mýrar
  • Sterkir straumar - s.s á, sjór eða vötn
  • Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Vanalega orðið fært um mánaðamót júní/júli.
Leiðin að Grænahrygg hefst við Fjallabaksleið nyrðri, við rætur Kirkjufells. Frá veginum liggur leiðin fyrst inn í Halldórsgil. Gengið er út úr gilinu fyrir botni þess og um leið hækkar landið smám saman. Er þá komið fram á gilbarma Sveinsgils og á góðum dögum er hér tignarlegt útsýni út eftir áreyrum Jökulsgilskvíslar. Leiðin liggur um stund meðfram Sveinsgili, en loks er farið niður í gilið og þar niðri þarf að vaða yfir á sem getur verið bæði köld og straumþung. Stefnan er í kjölfarið tekin upp hrygginn í miðju gilinu og nú taka við 2 km af nær samfelldri hækkun. Lokakaflinn er svo nokkuð brattur niður í mót þar sem Grænihryggur blasir við handan gils. Til að komast að hryggnum þarf að fara niður í gilið og vaða þar ána, en hægt er að sleppa því og spara um leið orku fyrir gönguna til baka. Grænihryggur er sannarlega náttúruperla í heimsklassa. Gangið ekki né hjólið á hryggnum til að hlífa honum.