Framlag til ferðaþjónustu 2025
Viðurkenninguna um framlag til ferðaþjónustu fyrir árið 2025 hlaut fyrirtækið Öræfaferðir – frá fjöru til fjalla, sem rekið er af hjónunum Einari Rúnari Sigurðssyni og Matthildi Unni Þorsteinsdóttur í Hofsnesi. Er sú viðurkenning veitt fyrir áralangt, ötult starf og framlag í þágu ferðaþjónustu á Suðurlandi.