Eldfjallaleiðin - Eldfjallaferðamennska til framtíðar
Eldfjallaleiðin var hönnuð af heimafólki fyrir forvitna ferðalanga sem sækjast eftir dýpri tengingu við náttúru og menningu landsins, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir.
Faghópurinn fundaði á Flúðum
Faghópur sveitarfélaga á Suðurlandi um ferðamál fundar reglulega um málefni ferðaþjónustunnar, deilir fréttum af sínum svæðum og samræmir vinnubrögð. Þann 22.maí kom hópurinn saman á Flúðum.
Ferðamenn ánægðir með öryggi og ástand áfangastaða
Markaðsstofa Suðurlands hefur staðið fyrir mánaðarlegum morgunfundum samstarfsfyrirtækja í vetur. Efni síðasta fundar vetrarins var Ferðamenn á Suðurlandi 2023. Vala Hauksdóttir fór yfir talnaefni síðasta árs frá Ferðamálastofu og greindi gögn niður á Suðurland eftir því sem unnt var.
Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra, úthlutaði nýverið tæpum 120 milljónum króna til framkvæmda á áfangastöðum á Suðurlandi, úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024. Stærsta verkefnið er uppbygging gönguleiðar og áningarstaða við Múlagljúfur.
Viðurkenningar fyrir framlag til ferðaþjónustu og sprota ársins 2024
Markaðsstofa Suðurlands hefur veitt fyrirtækjum og einstaklingum viðurkenningar fyrir vel unnin störf í ferðaþjónustu á Suðurlandi árlega allt frá árinu 2014.
Aðalfundur og málþing Markaðsstofu Suðurlands
Síðastliðinn föstudag 19. apríl var aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands haldinn á Hótel Selfossi með tilheyrandi hátíðarhöldum og dagskrá. Sú hefð hefur skapast að í framhaldi af aðalfundi stofunnar er einnig haldið málþing, farið í kynningarferð um það svæði sem fundurinn er haldinn á og svo skemmtir fólk sér saman á árshátíð um kvöldið.
Ekki gleyma að skrá þig á Árshátíð Markaðsstofunnar
Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig á Árshátíð Markaðsstofunnar sem verður haldin þann 19. apríl nk.. Skráningarfrestur er til mánudags 15.apríl.
Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2024
Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands verður haldinn þann 19. apríl næstkomandi á Hótel Selfossi, klukkan 13:00.
New Visitor Center for Vatnajökull National Park
A new Visitor Center for Vatnajökull National Park just opened in Kirkjubæjarklaustur.
Ný gestastofa á Kirkjubæjarklaustri
Skaftárstofa, ný gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðar var opnuð um helgina á Kirkjubæjarklaustri.
Samtal um aðgerðaáætlun ferðamála til 2030 - fundir á Hvolsvelli og Höfn
Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra býður til opinna umræðu- og kynningarfunda um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Fundirnir eru haldnir víðs vegar á landinu og má sjá dagskrá hér fyrir neðan.
75 Sunnlensk fyrirtæki á Mannamótum 2024
Ferðakaupstefnan Mannamót Markaðsstofa landshlutanna voru haldin í Kórnum í Kópavogi 18. janúar. Þátttaka fór vonum framar en rúmlega 400 manns frá um 250 fyrirtækjum af landsbyggðinni kynntu þjónustu sína á kaupstefnunni. Ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu höfðu greinilega mikinn áhuga á fjölbreyttu þjónustuframboði landsbyggðarinnar en um 1000 gestir heimsóttu Mannamót þetta árið.