Aðalfundur og árshátíð Markaðsstofu Suðurlands 31. mars 2017
Árshátíð Markaðsstofu Suðurlands verður haldin þann 31. mars næstkomandi á Fosshótel Heklu. Árshátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Dagurinn byrjar á aðalfundi markaðsstofunnar kl. 12:30 en boðið verður upp á súpu á undan, kl. 12:00. Á aðalfundi í ár verður sú nýbreytni að kosnir verða tveir fulltrúar í stjórn úr hópi aðildarfyrirtækja. Við hvetjum því sem flesta að mæta á aðalfundinn.