Fara í efni

Hvað get ég gert?

Til þess að framtíðarsýn Áfangastaðaáætlunar Suðurlands verði að veruleika þurfa hagaðilar að leggja sitt af mörkum og vinna þær aðgerðir sem snúa að þeim. Saman geta hagaðilar ferðaþjónustunnar á Suðurlandi náð þeim markmiðum sem sett hafa verið og þar með framtíðarsýninni.

Sveitarfélög

Sveitarfélög geta nýtt sér Áfangastaðaáætlun Suðurlands þegar verið er að vinna að skipulagsmálum. Verið með ferðamálafulltrúa eða sambærilegan starfsmann og verið aðili að Markaðsstofu Suðurlands.

Stofnanir og stoðþjónusta

Stoðkerfi ferðaþjónustunnar getur nýtt sér áfangastaðaáætlanir landshlutanna og gætt þess að eiga samráð við svæðin áður en farið er í ákvarðanatöku sem mögulega hefur mismunandi áhrif á mismunandi landssvæði.

Ferðaþjónustufyrirtæki

Fyrirtæki í ferðaþjónustu geta nýtt sér hugmyndir í áfangastaðaáætlun. Meðal annars hugað að gæðum, menntun og þjálfun starfsfólks og átt gott samtal og samvinnu við önnur ferðaþjónustufyrirtæki og íbúa. Þá nýtist áætlunin einnig í hvers kyns vöruþróun og nýsköpun.

Íbúar

Íbúar geta sem dæmi kynnt sér jákvæð áhrif atvinnugreinarinnar á landshlutann, og tekið virkan þátt í umræðu um ferðaþjónustu og ferðamenn. Stutt þannig við atvinnugreinina, vakið athygli á því sem vel gengur og komið með tillögur að því sem má betur fara.