Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Auglýst eftir umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem unnin verða á árinu 2024. Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eð aumsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 fimmtudaginn 19.október.
Fjaðrárgljúfur - Mynd: Þráinn Kolbeinsson
Fjaðrárgljúfur - Mynd: Þráinn Kolbeinsson

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.

Sjóðnum er heimilt að fjármagna framkvæmdir er snúa að:

  • Öryggi ferðamanna.
  • Náttúruvernd og uppbyggingu.
  • Viðhaldi og verndun mannvirkja og náttúru.
  • Fjármögnun undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna áðurgreindra framkvæmda.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur styrkt mörg verkefni við áfangastaði um allt land. Hér getur þú skoðað verkefni sem sjóðurinn hefur fjármagnað frá stofnun hans árið 2018: Smelltu til að skoða kortasjá í nýjum glugga.

 

Verkefni sem sett eru inn í gildandi áfangastaðaáætlun landshlutans njóta sérstakrar stigagjafar til viðbótar annarri stigagjöf.

Athugið að verkefni sem sett eru inn í gildandi áfangastaðaáætlun landshlutans njóta sérstakrar stigagjafar til viðbótar annarri stigagjöf. Hafðu samband við þitt sveitarfélag ef þú vilt bæta öryggi, vernda náttúru og mannvirki eða bæta aðstöðu fyrir ferðamenn á þínu landi. Þau hjálpa þér að koma staðnum inn á Áfangastaðaáætlun Suðurlands ef við á, og leiðbeina þér um næstu skref. Þú getur líka óskað eftir samtali við Markaðsstofu Suðurlands með því að senda póst á vala@south.is. Við hvetjum þig til að hafa samband tímanlega svo hægt sé að fullmóta verkefnið, skrifa góða umsókn og fá skriflegt samþykki hlutaðeigandi aðila ef við á.

Umsóknartímabil um styrki vegna framkvæmda á árinu 2024 er frá og með 11. september 2023 til kl. 13 fimmtudaginn 19. október 2023.

Upplýsingasíða um framkvæmdasjóð ferðamannastaða: https://www.ferdamalastofa.is/is/studningur/framkvaemdasjodur-ferdamannastada/upplysingasida-um-umsoknir