Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gullnahringssvæðið nær frá Selvogi vestur af Þorlákshöfn og austur að Hellu, með ströndinni og inná hálendi. Svæðið býður uppá mikinn fjölbreytileika áfangastaða eins og Þingvelli, Gullfoss og Geysir, sem mynda Gullna hringinn. Einnig má finna Kerið, Hjálparfoss, Gjánna og Urriðafoss.

Gullni hringurinn er aðgengilegur allt árið um kring, vegir eru opnir og vel við haldið jafnt sumar sem vetur.

Þrjú megin stopp á Gullna Hringnum:

Þingvellir
Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará.
Geysir
Þessi frægasti og fyrrum stærsti goshver heims er talinn hafa myndazt við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar.
Gullfoss
Gullfoss er í raun tveir fossar, efri fossinn er 11 metrar og neðri fossinn 20 metrar.

Umvafinn allri þessari fallegu náttúru má njóta ýmis konar afþreyingar, s.s. ýmissa baðstaða, gönguferða, hestaferða, hjólaferða, bátsferða og fjórhjólaferða svo eitthvað sé nefnt. Þá er fjölbreytt menningartengd starfsemi á svæðinu og ýmsir staðir sem bjóða reglulega upp á spennandi viðburði.

Hér er hægt að finna nákvæmara kort af Gullna hringnum og aðdráttaröflum þess: Gullna hrings svæðið & Banner Kort 

Fyrir utan þessar helstu þrjá staði eru margir aðrir fallegir staðir á Gullna hringnum sem þú gætir íhugað að stoppa og skoða:

Aðrir staðir á Gullna Hringnum:

Gisting á Gullna Hringnum:

Aðrir (1)

Hótel Gullfoss Brattholt 806 Selfoss 4868979

Afþreying á Gullna Hringnum:

Hvenær ertu að ferðast á Gullna Hringnum?