Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Birtir til eftir þungbúið ár

Þér er boðið á fjarfund um efnahagsmál, ferðaþjónustu og hringrásarhagkerfið sem haldinn verður miðvikudaginn 26. maí kl. 9.00.

Ný stjórn Markaðsstofu Suðurlands

Miðvikudaginn 12. maí fór fram rafrænn aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands.

Ályktanir aðalfundar Markaðsstofu Suðurlands

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands er samþykkur því að haldið sé áfram með þá vegferð að stofna Áfangastaðastofu Suðurlands sem samstarfsverkefni ferðaþjónustu, sveitarfélaga og ríkis á grunni Markaðsstofu Suðurlands.

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands verður haldinn 12. maí kl 13:00 - 15:00.

Norður Ameríka markaður að vakna aftur til lífs

13 og 14 apríl síðastliðinn stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofu á Norður Ameríku markaði

Fjórar vörður á Suðurlandi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynnti í dag verkefnið Fyrirmyndaráfangastaðir og nýtt vörumerki þeirra. Fyrirmyndaráfangastaðir eru fjölsóttir áfangastaðir sem ferðamenn sækja allt árið um kring. Við umsjón þeirra er unnið að sjálfbærni á öllum sviðum, umhverfislegri, samfélagslegri og efnahagslegri. Fyrirmyndaáfangastaðir fá að merkja sig með vörumerkinu Varða - Merkisstaðir Íslands.

Morgunfundur um íslenska ferðasumarið 2021

Síðasti morgunfundur Markaðsstofu Suðurlands í þessari seríu var haldinn þriðjudaginn 13. apríl. Þetta fundaform hefur gefist vel og því mun Markaðsstofan taka upp þráðinn aftur í haust og bjóða upp á rafræna morgunfundi í bland við fundi í raunheimum þegar rými gefst til þess.

Morgunfundur um íslenska ferðasumarið 2021

Við höldum áfram með rafræna morgunfundi aðildarfyrirtækja Markaðsstofu Suðurlands, næsti fundur verður þriðjudaginn 13. apríl kl. 09.00.

Stofnun áfangastaðastofu á Suðurlandi

Eins og margir hafa orðið varir við þá hefur verið í fréttum umræða um stofnun Áfangastaðastofu á Suðurlandi.

NÝJAR VEFSÍÐUR Í UNDIRBÚNING

Markaðsstofur landshlutanna hafa verið með nýjar vefsíður í undirbúningi.

Morgunfundur um Matarauð Suðurlands

Við höldum áfram með rafræna morgunfundir aðildarfyrirtækja Markaðsstofu Suðurlands, næsti fundur verður þriðjudaginn 23. mars kl 9.00. Að þessu sinni mun Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands, fara yfir verkefnið Matarauður Suðurlands. Hvernig það var unnið og hvaða tækifæri sá grunnur sem dreginn var saman 2020 getur nýst mataráfangastaðnum Suðurlandi í aukinni upplifun og vöruþróun sem dæmi.
Svínafellsjökull

Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða styrkir 15 verkefni á Suðurlandi

Í vikunni voru kunngerðar úthlutanir úr Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða vegna 2021 og uppfærð aðgerðaráætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum var kynnt. Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða styrkti alls 53 verkefni víðsvegar um landið samtals að upphæð 807 milljónum. Af þessum verkefnum fóru 15 styrkir, alls að upphæð 231,37 milljónum, til verkefna á Suðurlandi sem framkvæmd verða á árinu 2021. Þess má geta að Sveitarfélagið Hornafjörður fékk hæsta styrkinn í þessari úthlutun, 97 milljónir, til að hanna og byggja upp göngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli sem tengir saman Svínafell, Freysnes, flugvöllinn við Skaftafell og Skaftafell. Þetta verkefni er liður í að byggja upp Jöklaleiðina sem er 200 km gönguleið sem liggur meðfram suðurbrún Vatnajökuls, frá Lónsöræfum í Skaftafell.