Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Vetrarævintýri

Vetrarævintýri

Ísland er fullkominn áfangastaður fyrir vetrarævintýri. Hvort sem ætlunin er að fara í vélsleðaferð upp á jökul, geysast yfir fannhvíta jörð á hesti, slaka á í heitri náttúrulaug undir stjörnubjörtum himni eða horfa á norðurljósin ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Íslensk jól og áramót eru líka áhugaverð fyrirbæri, með ýmsum skemmtilegum siðum og venjum og sérstökum persónum sem setja svip sinn á hátíðarnar og undirbúning þeirra.

Vetrar afþreying

Íslensk náttúra í klakaböndum er stórfengleg og heimsókn til Íslands að vetri til getur verið ævintýri líkust. Ýmis afþreying er í boði yfir vetrartímann og má þar nefna norðurljósaferðir, vetraríþróttir og ýmsar skoðunarferðir. Íslensk jól og áramót eru líka skemmtileg upplifun.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn