Þorpin Frá vita til vita

eyrarbakki_hus_gotumynd-1.jpg
Þorpin

Þorpin þrjú á Vitaleið eru einstök, hvert á sinn hátt, Stokkseyri, Eyrarbakki og Þorlákshöfn. Öll eru þau sjávarþorp þó nú á dögum sé aðeins landað fiski í Þorlákshöfn. Eyrarbakki er þeirra elst þar sem elsta húsið í þorpinu, Húsið, var byggt árið 1765. Á einokununartíma danska kóngsins var Eyrarbakki einn stærsti bær á Íslandi, fjölmennari en Reykjavík og þaðan sóttu bændur á Suðurlandi sinn kost. Um tíma leit út fyrir að Eyrarbakki, með allri sinni þjónustu og verslun, yrði höfuðborg landsins.

Um 1890 hófst myndun þéttbýlis á Stokkseyri og stóð það uppbyggingartímabil fram yfir 1930 þar sem bárujárnsklædd timburhús risu smátt og smátt í stað torfbæja. Annað uppbyggingartímabil varð í kringum 1960. Í dag einkennist húsaþyrpingin af blöndu gamalla og nýrri húsa. Yfir staðnum gnæfir svo frystihúsið og við hlið þess Stokkseyrarkirkja. Upplýsingar um staðhætti og örnefni má sjá á útsýnisskífu sunnan kirkjugarðsins.

Þorlákshöfn dregur nafn sitt af Þorláki helga Skálholtsbiskupi (1133-1193). Útræði hófst snemma frá Þorlákshöfn. Meðan gert var út á áraskipum var ekki óalgengt að róið væri á 20-30 skipum frá Þorlákshöfn og hafa íbúarnir verið um 3-400 yfir vertíðina. Núverandi þéttbýli myndaðist um og upp úr miðri síðustu öld í kjölfar uppbyggingar öflugrar útgerðar á vegum Meitilsins hf. Mikil fólksfjölgun varð einnig á áttunda áratugnum í kjölfar eldgossins í Heimaey. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Þorlákshöfn á síðustu árum. 

Þorlákshöfn í Ölfusi

Sjávarbær við Suðurströndina. Um 40 mínútna akstur frá Reykjavík og 15 mínútna akstur frá Hveragerði. Kauptúnið dregur nafn sitt af Þorláki helga Skálholtsbiskupi (1133-1193). Útræði hófst snemma frá Þorlákshöfn. Meðan gert var út á áraskipum var ekki óalgengt að róið væri á 20-30 skipum frá Þorlákshöfn og hafa íbúarnir þá verið um 3-400 yfir vertíðina. Núverandi þéttbýli myndaðist um og upp úr miðja síðustu öld í kjölfar uppbyggingar öflugrar útgerðar á vegum Meitilsins hf. Mikil fjólksfjölgun varð einnig á áttunda áratugnum í kjölfar eldgossins í Heimaey. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Þorlákshöfn á síðustu árum. Íþróttahús og sundaðstaða eru til fyrirmyndar og glæsilegir íþróttavellir í næsta nágrenni auk leikaðstöðu fyrir börn. Tjaldstæði er við íþróttahúsið en einnig er gisitheimili í bænum, upplýsingamiðstöð á bókasafninu, íþróttagolfvöllur og 18 holu sandgolfvöllur rétt utan við bæinn. Sett hafa verið upp nokkur söguskilti á svonefndu hverfisverndarsvæði þar sem enn er hægt að greina minjar frá fyrri tímum verstöðvarinnar. Hægt er að ganga á milli skilta frá Þorlákskirkju. Ferðaþjónusta er ung atvinnugrein í Þorlákshöfn en er mikið stunduð í dreifbýli Ölfuss. Þar eru ýmsir gististimöguleikar, veitingastaðir, kaffihús og boðið upp á hestaferðir. Gerðar hafa verið góðar reiðleiðir um Ölfusið. Víða er veiði í vötnum og í ósum Ölfusár. Selvogurinn vestan við Þorlákshöfn, jarðhitasýning í Hellisheiðarvirkjun og strandlengjan að veitingastaðnum Hafinu Bláa eru vinsælir viðkomustaðir fyrir ferðamenn.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn