Viðburðir Kraftur, fegurð, ferskleiki

vidburdir.jpg
Viðburðir

Á okkar svæði eru fjölbreyttir viðburðir allt árið. Tónleikar, fjallahjólakeppnir, torfærukeppnir, landsmót hestamanna, flughátíð, 17. Júní, réttir og fleira.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um valda viðburði:

Hellutorfæran

Hellutorfæran er haldin árlega í byrjun máí, þar koma iðulega saman um 20 sérútbúnir torfærubílar sem spreyta sig við hinar ýmsu aðstæður. Þessir bílar virðast geta allt, hvort sem það er að aka upp brattar sandbrekkur, fleyta bílunum yfir vatn eða keyra í mýri. Um 5.000 áhorfendur sækja þennan viðburð ár hvert.

Rangárþing Ultra – Fjallahjólakeppni

Hjóluð um 55km leið frá Hellu á Hvolsvöll eða frá Hvolsvelli á Hellu. Aldrei komið á þjóðveg, hjólað á allskyns undirlagi í fjölbreyttu landslagi. Gríðarlega falleg leið og vinsælli með hverju árinu.

Töðugjöld á Hellu

Töðugjöld eru haldin aðra helgi eftir verslunarmannahelgi við Hellu og er bæjarhátíð svæðisins. Á töðugjöldum er mikið lagt upp úr því að íbúar skemmti sér saman ásamt vinum og vandamönnum. En auðvitað eru alltaf allir velkomnir.

Hestamót á Hellu og í Rangárþingi ytra

Hestamót eru haldin reglulega á svæðinu enda aðstaðan til hestaiðkunar hvergi betri á landinu.

Allt sem flýgur – flughátíð á Hellu

Flughátíðin „Allt sem flýgur“ er haldin á Helluflugvelli og þar fer sko allt á loft sem hugsanlega kemst á loft.

Sumar í Odda og fleiri tónleikar

Tónlistarviðburðir eru margskonar en þar ber sennilega hæst vortónleikar kóranna, Sumar í Odda og svo jólatónleikar. Tónlistarstarf er öflugt í sveitarfélaginu.

17. júní í Rangárþingi ytra

17. júní er haldinn hátíðlegur víðsvegar um sveitarfélagið.

Dagur sauðkindarinnar og réttir

Réttir eru á tveimur stöðum að hausti, í Reyðarvatnsrétt og í Áfangagili. Utan Rétta þá er sauðkindinni gert hátt undir höfði með litasýningu og svo degi sauðkindarinnar þar sem allir eru velkomnir.

Upplýsingar um viðburði á hverjum tíma er að finna í viðburðardagatali Markaðsstofu Suðurlands.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn