Íslenski hesturinn Kraftur, fegurð, ferskleiki

islenski-hesturinn.jpg
Íslenski hesturinn

Íslenski hesturinn er heimsfrægur fyrir sínar fimm gangtegundir, þrautseigju og gott geðslag. Íslenski hesturinn er vinnuþjarkur sem er í senn traustur vinur Íslendinga og helsta hjálparhella undanfarinna árhundruða. Ósjaldan hefur íslenski hesturinn gert gæfumuninn í öllum okkar störfum og var hið mesta þarfaþing til sveitar og bæja hér á landi. Í mörg hundruð ár var íslenski hesturinn okkar helsta samgöngutæki því ekki var hér um annað að ræða hvað samgöngur viðkom, utan að fara um fjöll og firnindi á tveimur jafnfljótum.

Afþreying í tengslum við íslenska hestinn er afar vinsæl og hvergi annars staðar á Íslandi er að finna jafn fjölbreytta hestatengda afþreyingu eins og í Rangárþingi ytra. Gestkomandi geta valið um langar og stuttar hestaferðir, hestasýningar og heimsóknir í hesthús. Allt er þetta í boði allan ársins hring. Það er fátt í heimi hér sem jafnast á við að njóta og upplifa magnaða íslenska náttúru á hestbaki!

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn