Fjölskyldan Kraftur, fegurð, ferskleiki

fjolskyldan.jpg
Fjölskyldan

Afþreying fyrir fjölskylduna

Það eru fjölbreyttir valkostir í boði í Rangárþingi ytra fyrir alla fjölskylduna og þú ættir að geta fundið eitthvað áhugavert fyrir alla aldurshópa. Þú gætir, til að mynda boðið fjölskyldunni í stórfenglega kajakferð eða á hestbak. Það er fátt jafn stórkostlegt og að upplifa stórbrotna náttúru Íslands en á hestbaki eða um leið og maður rennur með árstraumnum um borði í kajak.

Afþreying innandyra

Ef veðrið er ykkur ekki í hag getið þið alltaf heimsótt einhver af fjölmörgum söfnum hér á svæðinu. Landgræðslan er til að mynda með afar áhugaverða sýningu í Sagnagarði í Gunnarsholti þar sem fjallað er um landgræðslu á Íslandi.

Frábært aðstaðan sem þeir hjá Icelandic Horse World á Skeiðvöllum ráða yfir er einnig eitthvað sem sannir áhugamenn um íslenska hestinn mega alls ekki láta framhjá sér fara.

Sundlaugar

Sundlaugarnar á Íslandi eru mikil perla sem hefur verið okkur heilsubót í áratugi. Í Rangárþingi ytra eru flottar sundlaugar sem gott er að heimsækja til að hvíla lúin bein eftir erfiðan ferðadag og leyfa börnunum að leika sér í heilsusamlegu vatninu. Við nefnum helstar sundlaugarnar á Hellu og á Laugalandi í Holtum en einnig er hægt að skella sér í sund á Selfossi og í lítilli og heimilislegri sundlaug á Stokkseyri.

 

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Sjá lista Sjá kort

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn