Fosshótel Hekla er með bestu sveitahótelum sunnan heiða. Það er einungis í klukkustundar fjarlægð frá höfuðborginni en þó í nálægð við margar af helstu náttúruperlum Suðurlands, svo sem Eyjafjallajökul og Fimmvörðuháls. Frá hótelinu er einnig stutt í hálendið, Landmannalaugar, Kjöl og Sprengisand. Fosshótel Hekla stendur miðsvæðis á Skeiðunum þaðan sem útsýni er til allra átta.
Á hótelinu eru 42 þægileg og vel búin herbergi. Inn af anddyri hótelsins er hlýleg, vel búin setustofa með svölum til suðurs þar sem gott er að slaka á og njóta kvöldsólarinnar eða horfa á stjörnubjartan himinn og jafnvel sjá norðurljósin í notalegum heitum pottum í garði hótelsins. Höfuðáherslan á veitingastað Fosshótel Heklu er að bjóða upp á góðan mat úr hágæða hráefni úr heimabyggð. Mikið af hráefninu kemur því beint frá bændum á Suðurlandi. Veitingastaðurinn er rúmgóður og bjartur og tekur allt að 110 manns í sæti og hentar því vel fyrir ýmis hátíðahöld svo sem brúðkaup, árshátíðir og fleira.
- 42 herbergi
- Morgunverður í boði
- Veitingastaður og bar
- Fundar- og ráðstefnuaðstaða
- Ókeypis þráðlaust net
- Heitir pottar
Fosshotel Hekla er hluti af Íslandshótelum.