Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

VÍK / Mýrdalshreppi

Kauptún austan Reynisfjalls í Mýrdal. Í Vík hafa verið tvö býli, Suður- og Norður-Vík, austan megin Víkurár, í litlu dalverpi við ströndina, og féll sjór að berginu beggja vegna dalsins langt fram eftir öldum. Vikið austan að Reynisfjalli nefndist Þórshöfn. Samgönguleiðir lágu yfir Reynisfjall til vesturs og Arnarstakksheiði til austurs eða inn úr Víkinni, sem kallað var, norður með Reynisfjalli, eftir lægðardragi milli þess og Arnarstakksheiðar. Í Kötlugosinu 1660 færðist ströndin austan Reynisfjalls mikið fram og opnaðist þá leið til austurs með hömrunum. Í Suður-Vík bjó Sveinn Pálsson (1762-1840) læknir og náttúrufræðingur í meira en 30 ár. Vík fékk löggildingu sem verslunarstaður árið 1887. Árið 1895 stofnaði Brydesverslun útibú í Vík. Við þetta gerbreyttust verslunaraðstæður Vestur-Skaftfellinga. Losnuðu þeir við langar og erfiðar ferðir vestur á Eyrarbakka, út í Vestmannaeyjar eða austur á Papós en einnig tóku Öræfingar og Eyfellingar að sækja verslun til Víkur.


Upp úr aldamótum varð kauptúnið í Vík miðstöð sýslunnar en jafnhliða því sem verslunin jókst fluttist þangað ýmis opinber þjónusta svo sem læknir og sýslumaður. Íbúum fjölgaði ört og voru þeir orðnir 80 árið 1905. Töluvert var róið frá Vík fram yfir 1930 og vöruflutningar voru allir með skipum þar til bílfært varð milli Víkur og Reykjavíkur.


Aðalatvinna íbúanna er verslun og ýmiss konar þjónusta við nærliggjandi byggðarlög svo og smáiðnaður.

Bretar og síðar Bandaríkjamenn höfðu nokkur umsvif í Vík á heimsstyrjaldarárunum. Þeir reistu lóranstöð á Reynisfjalli og eftir stríðið tóku Íslendingar við rekstri hennar. Var stöðin snar þáttur í atvinnulífi kauptúnsins uns hún var lögð niður í árslok 1977.
Prestssetur í Mýrdalsþingum hefur verið í Vík frá 1911. Kirkja var reist í kauptúninu á árunum 1931-1934, steinsteypt hús með kór og turni. Tekur hún um 200 manns. Víkurkirkja á ýmsa góða gripi, meðal annars altaristöflu eftir Brynjólf Þórðarson. Í kirkjunni eru einnig ýmsir merkir munir úr Höfðabrekkukirkju, sem fauk 1920, m.a. kaleikur og patína úr silfri frá 1759 eftir Sigurð Þorsteinsson silfursmið í Kaupmannahöfn og oblátuöskjur úr silfri frá 1732.

Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995.

Com_285_1___Selected.jpg
VÍK / Mýrdalshreppi
GPS punktar N63° 25' 15.205" W19° 0' 31.996"
Póstnúmer

870,871

Fólksfjöldi

511 í þéttbýli

VÍK / Mýrdalshreppi - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Volcano Hótel
Hótel
 • Ketilsstaðaskóli
 • 871 Vík
 • 486-1200
Arcanum Adventure Tours
Ferðaskipuleggjendur
 • Ytri-Sólheimar 1
 • 871 Vík
 • 487-1500
Mountain Excursion / Víkurhús slf -
Gönguferðir
 • Ketilsstaðaskóli
 • 871 Vík
 • 897-7737
Gestastofan Eyrarland
Söfn
 • Eyrarland
 • 871 Vík
 • 821-1316
Ingi Már Björnsson
Dagsferðir
 • Suður-Foss
 • 871 Vík
 • 894-9422, 487-1494
Golfklúbburinn Vík
Golfvellir
 • Klettsvegur
 • 870 Vík
 • 694-1700, 861-2299
Hótel Katla - Keahotels
Hótel
 • Höfðabrekka
 • 871 Vík
 • 487-1208
Walk and Talk with My Uncle
Ferðasali dagsferða
 • Farmehouse Lodge, Skeiðflöt
 • 871 Vík
 • 699-2682
Vikhorseadventure / Makki ehf.
Dagsferðir
 • Smiðjuvegur 6
 • 870 Vík
 • 787 9605

Aðrir

Vestri Pétursey II
Sumarhús
 • Mýrdal
 • 871 Vík
 • 487-1307, 893-9907, 845-9907
Like Vík Guesthouse
Heimagisting
 • Suðurvíkurvegur 8a
 • 870 Vík
 • 898-8274
Þakgil
Sumarhús
 • Þakgil
 • 871 Vík
 • 893-4889
Giljur Gistihús
Gistiheimili
 • Giljum
 • 871 Vík
 • 866-0176
Víkurbraut 10
Heimagisting
 • Víkurbraut 10
 • 870 Vík
Volcano Hótel
Hótel
 • Ketilsstaðaskóli
 • 871 Vík
 • 486-1200
Hótel Katla - Keahotels
Hótel
 • Höfðabrekka
 • 871 Vík
 • 487-1208
Farmhouse Lodge
Gistiheimili
 • Skeiðflöt
 • 871 Vík
 • 571-5879
Sólheimahjáleiga
Gistiheimili
 • Mýrdal
 • 871 Vík
 • 487-1320, 864-2919, 487-1305
Puffin Hostel Vík
Farfuglaheimili og Hostel
 • Víkurbraut 26
 • 870 Vík
 • 467-1212
Brekkur 1
Bændagisting
 • Brekkur 1
 • 871 Vík
Puffin Hótel Vik
Gistiheimili
 • Víkurbraut 26
 • 870 Vík
 • 467-1212
Guesthouse Gallerí Vík
Gistiheimili
 • Bakkabraut 6
 • 870 Vík
 • 487-1231, 849-1224
Grand Guesthouse Garðakot
Gistiheimili
 • Garðakot
 • 871 Vík
 • 894-2877
Gistihúsin Görðum
Gistiheimili
 • Garðar
 • 871 Vík
 • 487-1260, 776-7098
Eystri Sólheimar
Bændagisting
 • Mýrdalur
 • 871 Vík
 • 487-1316
Hvammból Guesthouse
Gistiheimili
 • Hvammból
 • 871 Vík
Gistihúsir Vellir
Gistiheimili
 • Mýrdalur
 • 871 Vík
 • 487-1312, 849-9204
Hótel Dyrhólaey sveitahótel
Hótel
 • Mýrdalur
 • 871 Vík
 • 487-1333
Puffin Apartments
Íbúðir
 • Víkurbraut 26
 • 870 Vík
 • 467-1212
Tjaldsvæðið Vík í Mýrdal
Tjaldsvæði
 • Klettsvegur
 • 870 Vík
 • 487-1345, 662-2716
Gistiheimilið Reynir
Gistiheimili
 • Reyni
 • 871 Vík
 • 894-9788, 487-1434
Norður-Hvammur gisting
Bændagisting
 • Norður-Hvammur
 • 871 Vík
 • 698-9381, 588-0810
Ársalir
Gistiheimili
 • Austurvegur 7
 • 870 Vík
 • 487-1400, 866-7580
Steig
Gistiheimili
 • Mýrdalur
 • 871 Vík
 • 487-1324, 868-7651

Aðrir

Ársalir
Gistiheimili
 • Austurvegur 7
 • 870 Vík
 • 487-1400, 866-7580
Puffin Hótel Vik
Gistiheimili
 • Víkurbraut 26
 • 870 Vík
 • 467-1212
Hótel Dyrhólaey sveitahótel
Hótel
 • Mýrdalur
 • 871 Vík
 • 487-1333
Halldórskaffi
Kaffihús
 • Víkurbraut 28
 • 870 Vík
 • 487-1202, 847-8844
Víkurskáli
Ferðaskipuleggjendur
 • Austurvegur 18
 • 870 Vík
 • 487-1230
Hótel Katla - Keahotels
Hótel
 • Höfðabrekka
 • 871 Vík
 • 487-1208
Fagridalur
Beint frá býli
 • Fagridalur
 • 871 Vík
 • 487-1105, 893-7205
Náttúra
Reynisfjara, Reynisfjall og Reynisdrangar

Fjall (340 m y.s.) vestan Víkur í Mýrdal. Reynisfjall er úr móbergi með basaltbeltum og gengur í sjó fram. Hamrarnir eru þverhníptir en víða grónir hvönn og öðrum þroskamiklum gróðri.

Upp á Reynisfjall liggur akvegur sem hernámsliðið gerði upphaflega á heimsstyrjaldarárunum en var endurbættur seinna. Hann mun vera einn brattasti fjallvegur á Íslandi. Á Reynisfjalli var starfrækt lóranstöð um skeið. Sunnan í Reynisfjalli að vestan eru sérkennilegar stuðlabergsmyndanir og hellar, Hálsanefshellir. Ekið er að þeim suður Reynishverfi.

Náttúra
Dyrhólaey

Höfði (um 110 m y.s.) með þverhníptu standbergi í sjó fram, en aflíðandi brekka er landmegin. Suður úr Dyrhólaey gengur mjór klettatangi, Tóin. Gegnum hana er gat og geta bátar siglt gegnum það þegar sjór er ládauður. Lítilli flugvél hefur verið flogið í gegnum gatið. Af Dyrhólaey er mikil útsýn. Vesturhluti hennar, Háey, er úr móbergi en austurhlutinn úr grágrýti. Talið er að Dyrhólaey hafi myndast á hlýskeiði seint á ísöld við gos í sjó og hafi gosið hagað sér líkt og Surtseyjargosið. Viti var reistur á höfðanum 1910 en endurbyggður 1927. Dyrhólaey var friðlýst 1978. Útræði var áður frá Dyrhólaey en er löngu aflagt. Komið hefur til orða að gera höfn við Dyrhólaey og hafa verið gerðar þar frumrannsóknir. Norðan og austan við eyna er allstórt lón, Dyrhólaós, útfall gegnum Eiði er austan við eyjarhornið. Þegar útfallið teppist, sem stundum verður í stórbrimum, flæðir vatn yfir engjar og þarf þá stundum að moka ósinn út. Í sjónum úti fyrir Dyrhólaey eru nokkrir klettadrangar, Dyrhóladrangar. Bæði þar og í Dyrhólaeyjarbjargi er mikið af fugli og mikið varp. Hæstur þessara dranga er Háidrangur (56 m y.s.). Hjalti Jónsson kleif hann árið 1893 og þótti sýna við það mikla dirfsku og fræknleik. Dyrhólaey er gjarnan nefnd Portland af sjómönnum og breskir togarasjómenn nefndu hana Blow Hole. Byggðin norðvestur af Dyrhólaey nefnist Dyrhólahverfi.

Náttúra
Hjörleifshöfði

Móbergsfell (221 m y.s.) á suðvestanverðum Mýrdalssandi. Sjór hefur fyrrum fallið að Hjörleifshöfða, "var þar þá fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum", segir í Landnámabók. Mun sjór hafa náð að höfðanum fram á 14. öld en síðan hefur ströndin færst fram af völdum Kötluhlaupa. Nær sandurinn nú um þrjá km suður fyrir hann og er þar syðsti oddi Íslands, Kötlutangi.


Hjörleifshöfði er kenndur við Hjörleif Hróðmarsson fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins, að sögn Landnámabókar. Þeir urðu viðskila í hafi og kom Ingólfur að landi við Ingólfshöfða en Hjörleifur við Hjörleifshöfða. Vorið eftir réðust þrælar Hjörleifs að honum og drápu hann. Uppi á höfðanum er Hjörleifshaugur og þar á Hjörleifur að vera heygður.


Fyrrum var búið í Hjörleifshöfða en bærinn fór í eyði á þessari öld. Hjörleifshöfðabærinn var fyrr á öldum niðri á sandinum, vestan undir höfðanum, og tún og engjar umhverfis. Heitir þar síðan Bæjarstaður. Kötluhlaup tók bæinn af árið 1721 og var eftir það byggt uppi á höfðanum.


Í hópi síðustu ábúenda í Hjörleifshöfða var Markús Loftsson (1828-1906). Er legstaður Markúsar uppi á höfðanum, hvílir hann þar í grafreit ásamt nokkrum skyldmennum sínum. Markús ritaði bók um eldfjöll og eldgos á Íslandi.


Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995.

Saga og menning
Brydebúð

Brydebúð er staðsett í gamla hluta Víkurþorps, vestast í þorpinu undir bökkunum svokölluðu, ekki langt frá hrapinu og fjörunni.

Verslunarhúsið var upphaflega byggt í Vestmannaeyjum árið 1831 sem gamla Godthaabsverslun. Árið 1895 keypti J.P.T. Bryde, stórkaupmaður og grósseri, gamla verslunarhúsið, lét taka það niður og flytja sjóleiðina til Víkur.

Verslunarrekstur var óslitið í gömlu Brydebúð til ársins 1980: Brydeverslun 1895 - 1914, Þorsteinn Þorsteinsson & Co 1914 - 1926, Kaupfélag Skaftfellinga 1926 - 1980. Nánar er hægt að lesa um sögu Brydebúðar á vefsíðu þeirra hér

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn