Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

ÞYKKVIBÆR / Rangárþingi ytra

Byggðahverfi við Hólsá og sunnan við Safamýri. Áður var Þykkvibær umflotinn á alla vegu og kýr bændanna varð að reka á sund til að koma þeim á haga. Fólk varð að vaða upp í mitti eða dýpra til að komast á milli bæja og erfitt var að fást við heyskap. Auk þess brutu vötnin landið. Árið 1923 var öflug fyrirhleðsla byggð þvert yfir Djúpós og er nú akvegur eftir stíflugarðinum.


Byggð er gömul í Þykkvabæ, fyrst getið um 1220. Áður var nokkurt útræði frá sandinum en oft urðu þar slys enda ill lending. Barnaskóli var settur í Þykkvabæ árið 1892 og var hann fyrsti sveitaskóli í Rangárvallasýslu. Eftir að hlaðið var fyrir Djúpós jókst þar mjög túnrækt og er Þykkvibærinn myndarbyggð í hvívetna.


Kartöflurækt er mikil í Þykkvabæ.


Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995.

Com_276_1___Selected.jpg
ÞYKKVIBÆR / Rangárþingi ytra
GPS punktar N63° 44' 52.243" W20° 36' 32.744"
Póstnúmer

850,851

Fólksfjöldi

60

ÞYKKVIBÆR / Rangárþingi ytra - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Kristjón L. Kristjánsson
Ferðaskipuleggjendur
 • Geitasandur 4
 • 850 Hella
 • 894-1298
Íslenskar hestaferðir ehf.
Ferðaskrifstofur
 • Ás 1
 • 851 Hella
 • 897-3064
Gamli bærinn á Keldum
Söfn
 • Keldur, Rangárvellir
 • 851 Hella
Hestheimar
Gistiheimili
 • Hestheimar
 • 851 Hella
 • 487-6666
Hella Horse Rental sf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Gaddstaðaflatir
 • 850 Hella
 • 864-5950
Hraun Hestar Landmannalaugum
Ferðaskipuleggjendur
 • Lýtingsstaðir
 • 851 Hella
 • 868-5577
Þjóðólfshagi ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Þjóðólfshagi 1
 • 851 Hella
 • 898-3038
Buggy X-Treme ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Fossalda 1
 • 850 Hella
 • 772-9922
Golfklúbbur Hellu
Golfvellir
 • Strönd
 • 851 Hella
 • 487-8208
CrossRoads.is
Ferðaskipuleggjendur
 • Baugalda 5
 • 850 Hella
 • 862-9366
South Tour ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Bogatún 26
 • 850 Hella
 • 788-9700
Miðás
Bændagisting
 • Miðás
 • 851 Hella
 • 894-6566, 863-3199
Horsetravel.is
Ferðaskipuleggjendur
 • Hrólfsstaðahellir
 • 851 Hella
 • 772-8883, 862-8101
Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
Ferðaskipuleggjendur
 • Baugalda 23
 • 850 Hella
 • 866-2632
Veiðivötn
Fjallaskálar
 • Landmannaafréttur
 • 851 Hella
 • 864-9205
Erlingur Gíslason / Toptours
Ferðaskipuleggjendur
 • Þrúðvangur 36a
 • 850 Hella
 • 861-1662

Aðrir

Tjaldsvæðið Laugalandi
Tjaldsvæði
 • Laugaland í Holtum
 • 851 Hella
 • 895-6543
Rauðhóll
Heimagisting
 • Rauðhóll
 • 851 Hella
 • 844-8538
Nefsholt
Sumarhús
 • Nefsholt
 • 851 Hella
 • 487-6514, 899-6514
Fjarkastokkur
Bændagisting
 • Fjarkastokkur
 • 851 Hella
 • 893-3837
Undraland
Sumarhús
 • Þjóðólfshagi 6
 • 851 Hella
 • 894-0835, 554-6636
Hestheimar
Gistiheimili
 • Hestheimar
 • 851 Hella
 • 487-6666
Miðás
Bændagisting
 • Miðás
 • 851 Hella
 • 894-6566, 863-3199
Ferðaþjónustan Galtalæk
Sumarhús
 • Galtalækur 2
 • 851 Hella
 • 861-6528, 487-6528
Selalækur Country Guesthouse
Bændagisting
 • Selalækur 3
 • 851 Hella
 • 848-9220
Hótel Hella
Hótel
 • Þrúðvangur 6
 • 850 Hella
 • 487-4800
Fjallafang
Fjallaskálar
 • Landmannalaugur
 • 851 Hella
 • 618-7822
Tjaldsvæðið Áning
Tjaldsvæði
 • Leynir
 • 851 Hella
 • 894-4991
Veiðivötn
Fjallaskálar
 • Landmannaafréttur
 • 851 Hella
 • 864-9205
Hólavangur 7
Heimagisting
 • Hólavangur 7
 • 850 Hella
 • 487-5143, 862-5143
Gistiheimilið Álfasteinn
Gistiheimili
 • Þjóðólfshagi 25
 • 851 Hella
 • 772-8304
Skeiðvellir Villa
Sumarhús
 • Skeiðvellir
 • 851 Hella
 • 896-6890, 487-6572
Ketilhús
Sumarhús
 • Ketilhúshagi 33
 • 851 Hella
 • 564-5510
Fagrabrekka
Gistiheimili
 • Syðri-Rauðilækur
 • 851 Hella
 • 696-6004, 487-5051
Árbakki
Bændagisting
 • Árbakki 47
 • 851 Hella
 • 562-0032, 699-8764
Gistiheimilið Nonni
Heimagisting
 • Arnarsandur 3
 • 850 Hella
 • 894-9953
Welcome Riverside Guesthouse
Íbúðir
 • Þrúðvangur 34
 • 850 Hella
Kanslarinn
Hótel
 • Dynskálum 10c
 • 850 Hella
 • 487-5100
Welcome Riverside Guesthouse
Íbúðir
 • Þrúðvangur 37
 • 850 Hella
Uxahryggur - Sumarhús
Sumarhús
 • Uxahryggur
 • 851 Hella
 • 517-7333
Mið-Sel
Sumarhús
 • Mið-Sel
 • 851 Hella
Hótel Selið
Hótel
 • Stokkalæk
 • 851 Hella
 • 867-5574
Þjóðólfshagi 3
Bændagisting
 • Þjóðólfshagi 3
 • 851 Hella
 • 867-7005
Árhús - Árhús Information Center Hella
Gistiheimili
 • Rangárbakkar 6
 • 850 Hella
 • 487-5577
Welcome Riverside Guesthouse
Íbúðir
 • Þrúðvangur 32
 • 850 Hella
Unastaðir sumarhús
Sumarhús
 • Unastaðir í landi Reynifells lóð F-2
 • 851 Hella
 • 566-8914, 849-1216, 822-7055
Gistiheimilið Heimaland
Bændagisting
 • Landssveit
 • 851 Hella
 • 487-5787

Aðrir

Hrólfsstaðahellir
Beint frá býli
 • Hrólfsstaðahellir
 • 851 Hella
Árhús - Árhús Information Center Hella
Gistiheimili
 • Rangárbakkar 6
 • 850 Hella
 • 487-5577
Íslenska landnámshænan
Beint frá býli
 • Landnámshænsnasetrið, Þykkvabæ
 • 851 Hella
 • 581-3348, 861-3348
Kanslarinn
Hótel
 • Dynskálum 10c
 • 850 Hella
 • 487-5100
Kaldbakur
Beint frá býli
 • Kaldbakur
 • 851 Hella
Olís - Þjónustustöð - Quiznos
Kaffihús
 • Þrúðvangur 2
 • 850 Hella
 • 487-5180, 840-1806
Hestheimar
Gistiheimili
 • Hestheimar
 • 851 Hella
 • 487-6666
Hótel Lækur
Ferðaskipuleggjendur
 • Hróarslækur
 • 851 Hella
 • 466-3930
Hótel Hella
Hótel
 • Þrúðvangur 6
 • 850 Hella
 • 487-4800
Saga og menning
Heklusetrið á Leirubakka

Heklusetrið á Leirubakka var opnað 5. maí 2007 við hátíðlega athöfn að viðstöddu miklu fjölmenni.

Í Heklusetrinu hefur verið sett upp nútímaleg og fræðandi sýning um Heklu, sögu hennar og áhrif á mannlíf á Íslandi frá landnámi til okkar daga.
Sérstök áhersla er lögð á áhrif Heklu á mannlíf í næsta nágrenni fjallsins, það er í Landsveit, Holtum og á Rangárvöllum. Saga þessara sveita verður rakin og baráttan við sandstorma og uppblástur sögð. Vandað veitingahús og aðstaða er til funda- og ráðstefnuhalds í húsinu

Listviðburðir verða einnig í húsinu. Einn liður verður t.d. "Heklulistamaður ársins" en þar munu þjóðkunnir myndlistamenn sýna Heklu frá ýmsum sjónarhornum. Ragna Róbertsdóttir var Heklulistamaður ársins 2007 og hefur hún sett upp listaverk unnið úr gosefnum úr Heklu í aðalsal hússins og verður verk hennar þar til frambúðar.

Mikil áhersla verður lögð á samstarf við vísindamenn um þátttöku í starfsemi Heklusetursins, þar sem nýjungar og rannsóknaniðurstöður verða kynntar, bæði í formi sýninga og ráðstefna. Sérstakt efni er til fyrir skólanema, sem koma hvaðanæva að af landinu í heimsókn, sem og hópa innlendra og erlendra gesta.

Í Heklusetrinu er starfandi ferðamannaupplýsingastöð, sem leiðbeinir ferðafólki um allt nágrennið, Heklu þar með talda, og eins eru margar ferðir farnar á fjallið frá Leirubakka fyrir ferðamenn.
Glæsilegur veitingastaður er rekinn í Heklusetrinu. Hann hentar vel fyrir stærri og minni tilefni. Eins er góð aðstaða til ráðstefnu og fundahalda í húsinu.
Heklusetrið er í húsi sem sérstaklega er byggt til að hýsa þessa starfsemi og er það hannað af EON-arkitektunum Sýningin er hönnuð af Árna Páli Jóhannssyni. Höfundur handrits er Ari Trausti Guðmundsson. Gagarín ehf sá um uppsetningu og margmiðlun.

Náttúra
Ljótipollur

Sprengigígur á Landmannaafrétti norðaustur frá Frostastaðavatni. Er gígurinn á eldsprungu þeirri sem mótaði Veiðivötn og hefur orðið til á sögulegum tíma svo sem sprungan öll. Allmikil hæð hefur hlaðist upp kringum gígskálina sem að innan er skreytt rauðum, grænum og dökkum litum en kalt, grænleitt vatn er í botni hennar. Það er 0,43 km² og dýpst 14 m. Greiðfær bílaslóð liggur að Ljótapolli og upp á gígbarminn. Í vatninu er nokkur veiði enda þótt það hafi ætíð verið að- og afrennslislaust.

Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995.

Hitt og þetta
Oddi og Oddakirkja

Bær, kirkjustaður og prestssetur á Rangárvöllum, eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi að fornu.

Oddi stendur neðst í tungunni milli Rangánna, skammt frá mótum Eystri-Rangár og Þverár. Var þar frá öndverðu stórbýli, engjar geysimiklar en bithagi minni. Hjáleigur margar fylgdu staðnum og ítök átti kirkjan mörg og mikið jarðagóss. Ofan við bæinn í Odda er hóll sem Gammabrekka heitir. Þaðan er víðsýnt mjög um allt Suðurland, milli Reykjanesfjallgarðs og Eyjafjalla. Svo kvað séra Matthías Jochumsson, en hann var um skeið prestur í Odda:


Eg geng á Gammabrekku
er glóa vallartár
og dimma Ægisdrekku
mér duna Rangársjár.
En salur Guðs sig sveigir
svo signir landsins hring,
svo hrifin sál mín segir:
Hér setur Drottinn þing.


Kirkja hefur staðið í Odda frá upphafi kristni á Íslandi. Var hún byggð fyrir ábendingu loftsýnar að því er sagan hermir. Sáust menn svífa um loftið og varpa niður spjóti. Þar sem spjótsoddurinn stakkst í jörð var kirkjan byggð. Núverandi kirkja er timburkirkja, reist árið 1924 og tekur um 100 manns í sæti, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins. Hún var endurbætt og máluð og skreytt af Grétu og Jóni Björnssyni 1953 og endurvígð þá. Í eigu Oddakirkju eru margir góðir gripir en merkastur er silfurkaleikur sem talinn er frá um 1300. Altaristafla er eftir Anker Lund, máluð 1895, og sýnir Krist í grasgarðinum Getsemane. Skírnarfontur er útskorinn og málaður af Ámunda snikkara Jónssyni.

Oddi var ættaróðal Oddaverja, einnar gáfuðustu og mikilhæfustu ættar á þjóðveldistímabilinu. Nafntogaðastur Oddaverja var Sæmundur Sigfússon (1056-1133), kallaður fróði. Hann stundaði nám í Svartaskóla (Sorbonne) í París og við hann er Sæmundar-Edda kennd en nú er ekki álitið að hann eigi neinn þátt í ritun hennar. Hann mun líklega hafa verið einn fyrstur íslenskra sagnaritara og sett saman rit um Noregskonunga sem nú er glatað.
Sonarsonur Sæmundar fróða var Jón Loftsson (1124-1197). Hann bjó líka í Odda. Hann var valdamestur höfðingi á Íslandi um sína daga og jafnframt mikilsvirtastur þeirra allra, friðsamastur og ástsælastur. Jón tók Snorra Sturluson í fóstur og kenndi honum.

Sex þeirra presta sem Odda hafa setið hafa orðið biskupar. Þeir eru Ólafur Rögnvaldsson, Björn Þorleifsson, Ólafur Gíslason, Árni Þórarinsson, Steingrímur Jónsson og Helgi G. Thordersen.


Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn