LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Íslenski hesturinn

kalfholt1.jpg
Íslenski hesturinn

Margir eru hrifnir af íslenska hestinum og ekki er óþekkt að fólk hafi komið til landsins í þeim megintilgangi að kynnast honum betur. Sumt fólk á aldrei afturkvæmt, slíkt er aðdráttarafl íslenska hestins, en hann fluttist hingað með landnámsmönnunum. Síðan þá hefur engum hrossum verið hleypt inn í landið og íslenski hesturinn því með því íslenskara sem fyrirfinnst. Það sem íslenski hesturinn er einna þekktastur fyrir, er fjölhæfni í gangtegundum, en hann hefur fimm mismundi gangtegundir. Hann þykir einnig geðgóður og harðgerður. Á árum áður tók hesturinn virkan þátt í bústörfum landans og var í raun ómissandi. Í dag er hann frekar áhugamál, en mörgum þykir hann enn ómissandi. 

Hestaafþreying

Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks farskjóti. Fjölmargar hestaleigur eru um allt land, þar sem boðið er upp á lengri og skemmri ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn