Fara í efni

Keldur á Rangárvöllum

Keldur eru fornt höfuðbýli þar sem höfðingi Oddaverja, Jón Loftsson, bjó sín síðustu æviár. Á Keldum var jafnframt kaþólskt klaustur í eina tíð. Þar er að finna torfbæ af fornri gerð og er hann jafnframt eini stóri torfbærinn sem hefur varðveist á Suðurlandi. Úr skálanum liggja jarðgöng sem talin eru vera frá 12. eða 13. öld og hafa vafalítið verið notuð sem undankomuleið á ófriðartímum.

Þó svo að kjarni húsanna sé frá 19. Öld þá er elsti hluti bæjarhússins elsti verðveitti hluti torfbæjar á Íslandi. Fjöldi útihúsa hafa einnig varðveist á bænum. Þar er jafnframt kirkja sem byggð var af Guðmundi Brynjólfssyni, hreppstjóra, árið 1875.

Kirkjan er úr timbri og járnvarin. Predikunarstóll, altari og ljósaarmar voru smíðaðir af Hirti Oddssyni, snikkara og bónda í Eystri-Kirkjubæ. Altaristaflan sýnir hina heilögu kvöldmáltíð og er eftir Ámunda Jónsson, snikkara í Syðra-Langholti. Viðgerðir fóru fram á kirkjunni á árunum 1956-1957. Gréta og Jón Björnsson sáu þá um að skreyta og mála kirkjuna líkt og þau gerði við Oddakirkju.

Keldur draga nafn sitt af uppsprettum sem koma víða fram á bænum og hefur bærinn og ábúendur hans komið við sögu í mörgum fornum bókmenntum, m.a. Njáls sögu, Sturlunga sögu og Þorláks sögu.

Gamli bærinn á Keldum er í umsjón Þjóðminjasafnsins og hægt er að skoða hann daglega á sumrin.

Keldur á Rangárvöllum

Keldur á Rangárvöllum

Keldur eru fornt höfuðbýli þar sem höfðingi Oddaverja, Jón Loftsson, bjó sín síðustu æviár. Á Keldum var jafnframt kaþólskt klaustur í eina tíð. Þar e
Hótel Lækur

Hótel Lækur

Hótel Lækur er lítið fjölskyldurekið sveitahótel á suðurlandi, stutt er í allar helstu náttúruperlur suðurlands. Hótelið er byggt úr gömlum útihúsi og

Aðrir (2)

Hótel Selið Stokkalæk 851 Hella 8473533
Keldur á Rangárvöllum Rangárvellir 860 Hvolsvöllur 530-2200