Flýtilyklar
REYKHOLT / Bláskógabyggð
Reykholt í Bláskógabyggð er ört vaxandi þorp sem byggðist upphaflega í kringum jarðhita á fyrri hluta 20 aldar.
Uppi á holtinu fyrir ofan þorpið sést myndarlegur reykur sem stígur upp af hvernum, en hann er lífæð þorpsins.
Reykholt er eitt blómlegasta garðyrkjuþorp landsins í dag.
Þar er að finna stórar garðyrkjustöðvar sem rækta grænmeti, blóm, ber og runna; Gufuhlíð, Friðheimar, Espiflöt, DAGA, Jarðarberjaland og Kvistar. Hægt er að versla beint frá bónda, nýtínd ber hjá DAGA og í Litlu tómatbúðinni í anddyri Friðheima er hægt að kaupa grænmeti og ýmsar góðgætavörur.
Í þorpinu er grunnskóli, leikskóli, íþróttahús, sundlaug, vinsælt tjaldsvæði og félagsheimilið Aratunga.
Í Aratungu eru ýmsir menningarviðburðir haldnir og margir muna eftir sveitaböllunum þar í gamla daga.
Í Reykholti er fjölbreytt þjónusta. Má þar nefna verslunina Bjarnabúð en oft hefur heyrst til sveitunga segja "ef það fæst ekki í Bjarnabúð þá þarftu það ekki". Þar má m.a. finna nýbakað hverarúgbrauð.
Ýmiskonar gistimöguleikar eru í boði; Blue vacations býður upp á gistingu í heilsárs bústöðum með útsýni yfir sveitina og gistiheimilin Húsið, Hvíta Húsið, Blue Grove Guesthouse, Aska.
Tveir veitingastaðir eru á staðnum, hvor með sína sérstöðu.
Restaurant Mika sem er meðal annars þekkt fyrir handgert konfekt og
Friðheimar sem er þekkt fyrir einstaka matarupplifun í gróðurhúsi sem og hestasýningar.
Ýmis önnur afþreying er í boði á svæðinu.
Reykholt er á Gullna hringnum og stutt í allar helstu náttúruperlur, Geysi, Gullfoss, Þingvelli og fleiri fallega staði.
Reykholt er í um 1 klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Hér má sjá skemmtilegt myndband úr Reykholti í Bláskógabyggð
806
REYKHOLT / Bláskógabyggð - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Sumarhús
Ferðaþjónustan Úthlíð
Ferðaskrifstofur
Mountaineers of Iceland
Bændagisting
Efsti-Dalur II
Dagsferðir
Fjallhalla Adventures
Tjaldsvæði
Þingvellir
Sundlaugar
Sundlaugin Reykholti
Gistiheimili
Skálholtsstaður
Hótel
Hótel Geysir
Ferðaskrifstofur
Understand Iceland
Hestaafþreying
Friðheimar
Aðrir
- Torfholt 8
- 806 Selfoss
- 766-0123
Sumarhús
Ferðaþjónustan Úthlíð
Hótel
Torfhús Retreat
Hótel
Litli Geysir Hótel
Gistiheimili
Skálholtsstaður
Tjaldsvæði
Skjól
Tjaldsvæði
Þingvellir
Sumarhús
Eyvindartunga
Hótel
Hótel Geysir
Bændagisting
Efsti-Dalur II
Hótel
Hótel Gullfoss
Aðrir
- Eiríksbraut 4
- 806 Selfoss
- 665-8928, 696-3463
- Launrétt 1
- 806 Selfoss
- 898-8779
- Austurey 1
- 806 Selfoss
- 7730378
- Hrosshagi
- 806 Selfoss
- 773-4444
- Aratunga
- 806 Selfoss
- 847-5057
- Biskupstungur
- 806 Selfoss
- 774-7440
- Skálholt
- 806 Selfoss
- 899-3093
- Bjarkarbraut 19
- 806 Selfoss
- 660-7866, 660 7866
Hestaafþreying
Friðheimar
Bændagisting
Efsti-Dalur II
Tjaldsvæði
Þingvellir
Veitingahús
Geysir - veitingastaður
Tjaldsvæði
Skjól
Sumarhús
Ferðaþjónustan Úthlíð
Gistiheimili
Skálholtsstaður
Hótel
Hótel Geysir
Hótel
Hótel Gullfoss
Aðrir
- Skálholt
- 806 Selfoss
- 899-3093
- Biskupstungur
- 806 Selfoss
- 774-7440
- Geysir, Haukadalur
- 806 Selfoss
- 4813003
- Skólabraut 4
- 806 Selfoss
- 486-1110
Dýralíf
Haukadalsskógur
Haukadalsskógur er einn stærsti þjóðskógur Suðurlands og sá sem mest hefur verið gróðursett í af þjóðskógum Íslands. Aðstaða til útivistar er góð. Meðal annars er sérhannaður stígur fyrir hjólastóla í skóginum sem unninn hefur verið í góðri samvinnu við Sjálfsbjörgu á Suðurlandi.
Saga og menning
Skálholt
Bær, kirkjustaður, prests- og skólasetur og fyrrum setur biskupa í Skálholtsbiskupsdæmi. Þar er jarðhiti og heitir þar Þorlákshver. Skálholt er einn merkastur sögustaður á Íslandi, næst Þingvöllum. Kristni á Íslandi hefur verið knýtt fastari böndum við Skálholt en nokkurn annan stað. Sonur landnámsmannsins í Grímsnesi og Biskupstungum, Teitur Ketilbjarnarson, byggði fyrstur bæ í Skálholti. Sonur hans var Gissur hvíti sem kom með kristni til Íslands og átti einna veigamestan þátt í kristnitöku landsmanna. Hans son, Ísleifur, varð fyrstur biskup á Íslandi 1056 og sat í Skálholti. Kirkja var reist á staðnum og jörðin gefin undir biskupssetur. Kvað gefandinn svo á, að þar skyldi vera biskupssetur meðan kristni héldist í landinu. Sá hét líka Gissur, Ísleifsson, biskups. Hann er talinn hafa verið einhver glæsilegasti kirkjuhöfðingi á Íslandi fyrr og síðar. Hann kom á tíundarlögum á Íslandi árið 1097. Annar biskupinn með Gissurarnafni í Skálholti, sem verulega kemur við sögu staðarins, er Gissur Einarsson (1512-1548). Hann varð fyrstur biskup í lútherskum sið á Íslandi.
Skálholtsbiskupar urðu alls 44, 31 kaþólskur og 13 lútherstrúar á árunum 1056-1801.
Margir merkir atburðir hafa gerst í Skálholti, sumri hverjir þeir örlagaríkustu í sögu lands og þjóðar. Í Skálholti réðust íslenskir bændur oftar en einu sinni að erlendum valdsmönnum og ræningjum og drápu þá, þar á meðal erlendan biskup, Jón Gerreksson, sem sat þar á biskupsstóli. Honum stungu Íslendingar í poka og drekktu í Brúará, árið 1433.
Árið 1550 var síðasti kaþólski biskupinn á Hólum, Jón Arason, fluttur fanginn til Skálholts og hálshöggvinn þar ásamt sonum sínum.
Í Skálholti voru um aldir mikil fræðistörf unnin. Þar var prentsmiðja um skeið á seinni hluta 17. aldar og í henni fyrst fornrit prentuð á Íslandi. Í Skálholti var unnið að fyrstu bókinni sem prentuð var á íslensku. Það var Nýja testamentið þýtt af Oddi Gottskálkssyni og prentað 1540. Brynjólfur Sveinsson (biskup 1639-1674) var mikill unnandi íslenskra fræða og safnaði dýrmætum handritum og sendi þau konungi til Kaupmannahafnar, sem þá var höfuðborg Íslands. Annar Skálholtsbiskup varð frægur fyrir fræðistörf sín, Finnur Jónsson sem skrifaði Kirkjusögu Íslands í fjórum miklum bindum, hið gagnmerkasta sagnfræðirit. Í Skálholti sat á þriðja áratug Jón Vídalín sem talinn er hafa verið einn mestur og mælskastur kennimanna á Íslandi fyrr og síðar.
Í Skálholti voru um aldir mikil fræðistörf unnin. Þar var prentsmiðja um skeið á seinni hluta 17. aldar og í henni fyrst fornrit prentuð á Íslandi. Í Skálholti var unnið að fyrstu bókinni sem prentuð var á íslensku. Það var Nýja testamentið þýtt af Oddi Gottskálkssyni og prentað 1540. Brynjólfur Sveinsson (biskup 1639-1674) var mikill unnandi íslenskra fræða og safnaði dýrmætum handritum og sendi þau konungi til Kaupmannahafnar, sem þá var höfuðborg Íslands. Annar Skálholtsbiskup varð frægur fyrir fræðistörf sín, Finnur Jónsson sem skrifaði Kirkjusögu Íslands í fjórum miklum bindum, hið gagnmerkasta sagnfræðirit. Í Skálholti sat á þriðja áratug Jón Vídalín sem talinn er hafa verið einn mestur og mælskastur kennimanna á Íslandi fyrr og síðar.
Náttúra
Þingvallavatn
Stærsta stöðuvatn á Íslandi, talið um 12000 ára gamalt, 83,7 km² að meðtöldum eyjunum, sem eru 0,5 km² að stærð. Þær eru þrjár og heita Sandey, Nesjaey og Heiðarbæjarhólmi. Þar sem vatnið er notað sem miðlunarlón fyrir raforkustöðvar er vatnsborðshæð örlítið mismunandi, en um 101 m y.s. að meðaltali. Mesta dýpi er um 114 m. Meðaldýpt er um 34 m.
Þingvallavatn hefur myndast við landsig og hraunstíflu. Það er á Atlantshafshryggnum, einmitt þar sem gliðnun hans fer fram. Út í vatnið liggja sprungur og gjár. Víða neðan vatns eru hrikalegir hamraveggir, einkum utan Hestvíkur í Hnúkadjúpi norðvestur af Nesjaey og í Sandeyjardjúpi, norð-norðvestur af Sandey. Þar er vatnið dýpst.
Sog fellur úr Þingvallavatni. Á yfirborði rennur í vatnið rösklega 1/10 hluti af vatnsmagninu í Soginu, en það er Öxará að norðan og nokkrar smáár og lækir sunnan frá Grafningsfjöllunum. En innrennslið er að öðrum hluta neðanjarðar. Undan Þingvallahrauni streymir mikið lindavatn (kaldavermsl) á Vellankötlusvæðinu og úr gjánum á Þingvöllum. Einnig kemur mikið vatn neðanjarðar af Hengilssvæðinu, einkum undir Nesjahrauni. Nú þykir fullsannað að vatnasvið Þingvallavatns nái allt til Langjökuls.
Í venjulegu árferði leggur Þingvallavatn þegar líða tekur á vetur og er jafnan ísilagt í febrúar og mars. Áður fyrr var ísinn mikil samgöngubót og óspart notaður til skautaferða og flutninga á vörum úr kaupstað eða milli bæja. Nærri Nesjaey, að vestanverðu, er svæði sem nefnt er Nesjaeyjaropna. Þar leggur vatnið síðast og ísa leysir fyrst. Annars leynast víða vakir á ísnum, einkum þar sem kaldavermsl eru. Ættu ókunnugir sem þar eru á ferð að gæta fyllstu varúðar.
Mikil veiði er í Þingvallavatni. Gefur það af sér árlega allt að 10 kg af fiski á hektara. Þar þekkjast einar 8 fisktegundir og afbrigði þeirra.
Mikill gróður er í vatninu og hafa rannsóknir sýnt að 1/3 hluti botnsins er þakinn gróðri.
Þingvallavatn er þekkt fyrir snögg veðrabrigði. Á örskömmum tíma getur spegilsléttur vatnsflöturinn breyst í úfið, ólgandi haf með hvítfyssandi, kröppum öldum. Þá er smábátum hætt.
Saga Þingvallavatns nær aftur á ísöld og hefur vatnið mátt þola miklar sviptingar. Í lok ísaldar var það jökullón sem jökull, er lá að Dráttarhlíð og Grafningshálsum, stíflaði. Jöklarnir hörfuðu og vatnsborðið stóð fáeinum metrum neðar en nú. Hægt en stöðugt seig landið í sigdalnum norður frá Hengli og vatnið dýpkaði. Jökulár runnu líklega frá Langjökli um dal suður til Þingvallavatns og gerðu vatnið jökulgruggugt. Stórgos varð í dalnum norðan við vatnið fyrir tæplega 10.000 árum. Skjaldbreiður myndaðist og sendi hraun suður í vatnið er þrengdu að því. Annað stórgos varð tiltölulega skömmu síðar, eða fyrir um 9.000 árum norðaustur af Hrafnabjörgum. Hraun frá þessu gosi runnu yfir Skjaldbreiðarhraunið neðan vatnsins og út í vatnið svo að það minnkaði til muna. Þetta hraun rann einnig suður með austurjaðri vatnsins og stíflaði það við Sog. Við þetta hækkaði í vatninu um 12-13 m en Sogið gróf sig síðan niður og lækkaði vatnið á ný um 7-8 m. Síðan hefur vatnið sífellt verið að stækka til norðurs í sigdældinni austur frá Þingvöllum. Fyrir 2000-3000 árum gaus í vatninu og þá myndaðist Sandey, sem er stærsta eyja í stöðuvatni hér á landi.
Árið 1959 var útfall Sogsins stíflað. Frá þeim tíma hefur rennsli vatns og vatnshæð verið stjórnað af mönnum.
Landnámabók nefnir vatnið Ölfusvatn.
Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995.
Náttúra
Brúará
Mikil bergvatnsá er rennur á mörkum Biskupstungna annars vegar og Laugardals og Grímsness hins vegar og fellur í Hvítá nokkru fyrir neðan Skálholt, vestan Vörðufells. Brúará kemur upp á Rótasandi en aðalupptökin eru þó í djúpu gljúfri milli Högnhöfða og Rauðafells. Þar heita Brúarárskörð. Fossar vatn víða úr gljúfurveggjunum niður í ána. Á löngu svæði liggur mjó og djúp gjá eftir miðri ánni. Tekur hún mestallt vatnið. Gjáin er mynduð við það að áin hefur grafið skessukatla í árbotninn og katlarnir étið sig hver inn í annan í keðju og myndað þannig samfellt gljúfur. Fyrrum var sett trébrú yfir gjána og rann þá vatn við báða enda hennar. Var þá vaðið um hrægrunnt vatn að brúnni beggja vegna. Þrír fossar eru í Brúará en ekki sérlega háir. Efstur þeirra er Brúarfoss þar sem áin steypist niður í gjána. Þrjár brýr eru nú yfir Brúará: hjá Spóastöðum í Biskupstungum, byggð 1967, Efstadal í Laugardalshreppi, byggð 1966 og sú þriðja, byggð 1961 rétt fyrir neðan Brúarfoss , er á hinum svokallaða Kóngsvegi, milli Efstadals í Laugardal og Úthlíðar í Biskupstungum, skammt frá sumarhúsahverfinu í Brekkuskógi. Þessi brú er eingöngu fyrir skepnur og gangandi fólk. Þar sem hún er lá áður steinbogi yfir Brúará. Í Brúará hjá Spóastöðum var einum Skálholtsbiskupa, Jóni Gerrekssyni, drekkt. Jón var biskup í Skálholti á fyrri hluta 15. aldar. Hann var óþokkamenni og þegar bændur voru búnir að fá sig fullsadda á yfirgangi og óknyttum hans og manna hans stungu þeir honum í poka og færðu hann í Brúará 20. júlí 1433. Rennsli árinnar er mjög jafnt, 50-80 m³/s árið um kring, mælt fyrir neðan Hagaós. Þar hefur mesta flóð mælst 300 m³/s.
Náttúra
Gullfoss
Gullfoss er í raun tveir fossar, efri fossinn er 11 metrar og neðri fossinn 20 metrar.
Sigríður Tómasdóttir var fædd í Brattholti 1871, bærinn var þá afskekktur en þangað komu þó gjarnan ferðamenn.
Sigríður fylgdi oft ferðamönnum að fossinum og lagði ásamt systrum sínum fyrsta stíginn að fossinum.
Þegar menn fóru að sækjast eftir yfirráðum fallvatna til virkjanaframkvæmda um aldamótin 1900 háði Sigríður harða baráttu gegn því að Gullfoss yrði virkjaður.
Náttúra
Geysir
Þessi frægasti og fyrrum stærsti goshver heims er talinn hafa myndazt við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar. Oddaverjaannáll segir um árið 1274, að í Eyrarfjalli (Laugarfjalli) hjá Haukadal komu upp hverir stórir; en sumir hurfu þeir, sem áður voru. Kísilúrfellingar hafa myndað talsverðan hól umhverfis hverinn. Skál hans er u.þ.b. 18 m í þvermál og niður úr henni gengur 18 m djúp hola, sem er 2 m í þvermál. Öldum saman gaus Geysir og laðaði til sín ferðamenn. Upp úr aldamótunum 1900 dró mjög af honum og síðan 1916 hefur hann ekki gert meira en að pusa upp vatni óreglulega, þó jókst kraftur hans að nýju eftir jarðskjálftahrinu á Suðurlandi árið 2000. Hæstu gosin voru á milli 40 og 80 m. Tugir hvera eru á svæðinu, sumir goshverir eins og Geysir. Þeirra helztir eru Strokkur, sem gýs reglulega með 3-5 mínútna millibili, og Smiður, sem lætur lítið á sér bera. Hverasvæðið er afgirt og friðlýst og í umsjá Náttúrustofu.
Náttúra
Þingvellir
Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Þar var Alþingi stofnað um árið 930 og kom það saman á Þingvöllum allt fram til ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum allra Íslendinga. Þingvellir eru í dag friðlýstur helgistaður Íslendinga. Í lögum segir að hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar og undir vernd Alþingis.
Lögberg og Lögrétta
Alþingi á Þingvelli fór með æðsta löggjafar- og dómsvald á Íslandi frá stofnun þess um 930 og alla þjóðveldisöldina fram til áranna 1262-64. Þá var Lögberg miðdepill þinghaldsins. Lögrétta var æðsta stofnun Alþingis á þjóðveldisöld og fór með löggjafarvald. Starfsvið Lögréttu var margþætt en hún skar úr lagaþrætum, setti ný lög og veitti undanþágur frá
lögum. Á þjóðveldisöld var Lögrétta staðsett austan við Öxará.
Þinghald
Um tveggja vikna skeið á hverju sumri hverju reis lítið samfélag á Þingvöllum. Þangað streymdi fólk allsstaðar að, fólk sem vildi taka þátt í samkomu sem átti engan sinn líka á Íslandi. Orðatiltækið "nú er þröng á þingi" má líklega rekja til þingsins, þar sem fjölmennt var þegar hæst stóð. Samkvæmt talningu Gissurar biskups Ísleifssonar voru þingfararkaupsbændur um 4000 talsins við lok 11. aldar. Alþingi var lagt niður á Þingvöllum árið 1800, en endurreist í Reykjavík 1845.
Þjóðgarður og heimsminjaskrá UNESCO
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum á þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930 og Þingvellir voru samþykktir á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, árið 2004. Með samþykktinni eru Þingvellir meðal rúmlega 1000 menningar- og náttúruminjastaða á heimsminjaskránni sem taldir eru hafa einstakt gildi fyrir alla heimsbyggðina. Stærstu hátíðir og atburðir þjóðarinnar hafa verið haldnir á þingvöllum undanfarin 150 ár.
Jarðsagan
Á undanförnum áratugum hafa rannsóknir leitt í ljós að Þingvellir eru náttúruundur á heimsvísu þar sem jarðsagan og vistkerfi Þingvallavatns mynda einstaka heild. Það eru gríðarleg verðmæti og náttúruundur að geta fylgst með þróun og myndum nýrra tegunda á einum stað eins og í Þingvallavatni. Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland. Þar má sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum svæðisins.
Í lögunum um Þjóðgarðinn á Þingvöllum segir, að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga. Í þjóðgörðunum voru stór, óbyggð svæði tekin frá og friðuð og fólki hvorki leyft að nema þar land né nýta náttúruna á annan hátt en að ferðast um landið og njóta þess.
Saga og menning
Fræðslumiðstöðin á Þingvöllum
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga, hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar undir vernd Alþingis og landið megi aldrei selja eða veðsetja.
Friðun Þingvalla átti sér aðdraganda. Í upphafi 20. aldar tóku að berast til Íslands fregnir um stofnun þjóðgarða í Bandaríkjunum. Þar voru augljósar þær hraðfara breytingar sem urðu á náttúrunni þegar Evrópubúar lögðu landið undir sig. Í þjóðgörðunum voru stór, óbyggð svæði tekin frá og friðuð og fólki hvorki leyft að nema þar land né nýta náttúruna á annan hátt en að ferðast um landið og njóta þess.
Hér á landi var bent á að mikilvægt væri að vernda einstaka náttúru- og sögustaði svo að komandi kynslóðir gætu notið þeirra óraskaðra. Fljótlega beindist umræðan að Þingvöllum sérstaklega og þeirri hugmynd að þar yrði stofnaður þjóðgarður.
Náttúra
Langjökull
Langjökull er næststærsti jökull landsins. Aðgengi að jöklinum er með því besta sem gerist, en þó ætti enginn að reyna að aka upp á jökul á eigin vegum. Ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á ferðir þar sem ekið er upp á jökulinn á sérútbúnum bílum og reyndir jöklaleiðsögumenn eru alltaf með í för. Í boði eru ökuferðir, gönguferðir og snjósleðaferðir.