Flýtilyklar
BORG / Grímsnes- og Grafningshreppi
Borg er vaxandi byggðakjarni í Grímsnesi , þar er fjölþætt þjónusta fyrir heimamenn og ferðamenn, skóli, leikskóli, félagsheimili, verslun, sundlaug, tjaldsvæði, leik- og íþróttaaðastaða.
805
BORG / Grímsnes- og Grafningshreppi - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Íbúðir
Hótel Grímsborgir
Sundlaugar
Íþróttamiðstöðin Borg
Hótel
ION Adventure Hotel
Dagsferðir
ORKA TIL FRAMTÍÐAR
Tjaldsvæði
Útilífsmiðstöð Skáta Úlfljótsvatni
Sundlaugar
Íþróttamiðstöðin Borg
Íbúðir
Hótel Grímsborgir
Hótel
ION Adventure Hotel
Aðrir
- Kerbyggð
- 805 Selfoss
- 822-5588
Veitingahús
Græna kannan lífrænt kaffihús
Veitingahús
Grímsborgir veitingastaður
Íbúðir
Hótel Grímsborgir
Hótel
ION Adventure Hotel
Aðrir
- Öndverðarnes
- 805 Selfoss
- 698-6918
Náttúra
Kerið
Gamall sprengigígur í Grímsnesi, um 3000 ára gamall, nyrst í hólaþyrpingu sem nefnist Tjarnarhólar. Kerið er sporbaugslaga, um 270 m langt og breiðast 170 m. Dýpt gígsins er 55 m en í botni hans er tjörn sem er breytileg að dýpt, 7-14 m. Það er gömul sögn að þegar vatnsborð hækkar í Kerinu lækki að sama skapi í tjörninni uppi á Búrfelli í Grímsnesi og öfugt.
Sumarið 1987 voru haldnir útitónleikar í Kerinu. Voru listamennirnir úti á tjörninni í gúmmíbátum.
Náttúra
Hvítá í Árnessýslu
Á er fellur úr Hvítárvatni. Rétt fyrir neðan útfallið er brú á henni og tveimur km neðar fellur Jökulfall í hana. Hvítá rennur í gljúfri sunnan undir Bláfelli. Efst í því er fossinn Ábóti. Nokkru fyrir ofan byggð steypist Hvítá í Gullfossi ofan í mikil gljúfur sem hún hefur grafið sér fram með Tungufelli. Haldast þau nokkuð ofan í byggð. Þar er brú á Brúarhlöðum, um 10 km neðan við Gullfoss. Brúin var byggð 1927 en endurbyggð 1959 og aftur 1994-1995. Algengt sumarrennsli Hvítár við Gullfoss er 100-180 m³/s og vetrarrennsli 50-110 m³/s. Mesta flóð hefur mælst 2000 m³/s.
Í byggð rennur Hvítá fyrst milli Biskupstungna og Hrunamannahrepps. Verður áin þar allbreið með köflum. Þar koma í hana tvær stórar ár vestan frá, Tungufljót ofar og Brúará neðar. Að austan kemur Stóra-Laxá og tvöfaldast rennsli Hvítár við tilkomu þeirra allra. Lögferjur voru á Iðu og í Auðsholti. Nú er 107 m löng brú á ánni hjá Iðu, byggð 1957. Neðar fellur áin milli Grímsness og Skeiða, sveigir suður fyrir Hestfjall og rennur síðan til vesturs fyrir ofan Flóann þar til Sogið fellur í hana fyrir austan Ingólfsfjall. Eftir það heitir vatnsfallið Ölfusá til ósa. Mikil laxveiði er í Hvítá og Ölfusá og ýmsum þverám sem í Hvítá falla.
Flóabændur hagnýttu sér Hvítá til áveitna í stórum stíl á fyrri hluta þessarar aldar.
Oft koma stórkostleg flóð í Hvítá á vetrum. Flæðir áin þá langt yfir bakka sína og leggur undir sig mikið af engi og öðru flatlendi, stundum svo að einstaka bæir einangrast um hríð. Þá á hún einnig til að þorna að mestu niðri í byggð. Þessu veldur krapi og íshröngl sem stíflar ána. Er Hvítá-Ölfusá talin hættulegasta flóðaá landsins.
Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995.
Náttúra
Apavatn
Stöðuvatn í Laugardal og Grímsnesi. Apavatn er 13,6 km² og víðast grunnt. Í því er silungsveiði. Sagt er að eitt fornskáld Íslendinga, Sighvatur Þórðarson sem uppi var á 11. öld, hafi hlotið skáldgáfu sína af því að éta undarlegan fisk er hann veiddi í Apavatni. Tveir samnefndir bæir eru við Apavatn, Efra- og Neðra-Apavatn. Á Neðra-Apavatni urðu þau tíðindi árið 1238 sem segir frá í Sturlunga sögu að þar hittust Sturla Sighvatsson og Gissur Þorvaldsson. Þar sveik Sturla Gissur, tók hann höndum og lét hann sverja utanferð sína og að halda trúnað við sig. Taldi Gissur Sturlu hafa ætlað að taka sig af lífi þótt ekki yrði úr því. En í ágúst sama ár söfnuðu Gissur og vinir hans liði, fóru að Sturlu og Sighvati föður hans á Örlygsstöðum í Skagafirði og drápu þá þar.
Saga og menning
Mosfell í Grímsnesi
Bær, kirkjustaður og prestssetur í Grímsnesi austan undir samnefndu móbergsfelli (254 m y.s.). Á Mosfelli bjó Ketilbjörn hinn gamli Ketilsson er "nam Grímsnes allt upp frá Höskuldslæk og Laugardal allan og alla Biskupstungu upp til Stakksár". Hann átti ógrynni silfurs, svo mikið að hann bauð sonum sínum að gera þverslá úr silfri í hofið á bænum en þeir neituðu. Þá lét Ketilbjörn tvo uxa draga silfrið upp á fjallið en þræl og ambátt lét hann grafa fjársjóðinn og fela. Síðan drap Ketilbjörn þau bæði svo að þau yrðu ekki til frásagnar um felustaðinn.
Núverandi kirkja er timburkirkja, reist árið 1848. Gert var við hana og hún endurvígð 1979. Kirkjan var friðuð 1982. Hún á ýmsa góða gripi. Predikunarstóll er eftir Ámunda Jónsson, smið í Langholti. Stóllinn er með máluðum myndum af Kristi og guðspjallamönnunum og nafni höfundar og ártalinu 1799. Altaristaflan sýnir Maríu og Jósep með Jesúbarnið. Söngtaflan er eftir Ófeig Jónsson í Heiðarbæ.
Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1995