Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ragnar Kristján Kristjánsson

Okkur hjónunum hefur lengi langað að opna kaffihús eða veitingastað og vorum að velta fyrir okkur hvernig það gæti orðið að raunveruleika. Við höfum alltaf haft indi af því að taka á móti fólki og gerum það vel þó við segjum sjálf frá. Það lá því beinast við að við færum af stað með eitthvað heima hjá okkur og núna er það að gerast. Við erum komin með ferðaskipuleggjandaleyfi en það felur meðal annars í sér að fara með fólk í stuttar gönguferðir um Selfoss og enda síðan heima í notalegheit, mat, kaffi og spjall.

Hér skapast einstakt tækifæri fyrir þá sem hafa upplifað "allt" nema að hitta heimafólk á sínum heimavelli því við leggjum metnað okkar í að allt verði afslappað og þægilegt, viðmótið heimilislegt og það verða sagðar sögur af landi og þjóð ásamt öðru skemmtilegu.

Við höfum mikla reynslu í að taka á móti ólíku fólki og höfum gaman af að umgangast fólk og kynnast ýmsum menningarheimum, siðum og hefðum.

Ragnar Kristján Kristjánsson

Lambhagi 16

GPS punktar N63° 55' 45.842" W21° 0' 36.961"
Sími

690-6694

Opnunartími Allt árið

Ragnar Kristján Kristjánsson - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Ride With Locals ehf.
Ferðaskrifstofur
 • Strokkhólsvegur 7
 • 801 Selfoss
 • 699-5777
Expedition South Coast
Ferðaskipuleggjendur
 • Eyrargata 51-53
 • 820 Eyrarbakki
 • 788-8200
Maverick Pavilion ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Ástjörn 7
 • 800 Selfoss
 • 697-9280
Aurora Experience
Ferðaskrifstofur
 • Hafnargata 9
 • 825 Stokkseyri
 • 842-5610, 895-0020
Egill Gestsson
Ferðaskipuleggjendur
 • Kálfhóll 2a
 • 801 Selfoss
 • 778-0836
Sigríður Gísladóttir
Ferðaskipuleggjendur
 • Skólavellir 14
 • 800 Selfoss
 • 899-3474
Reykjavík Private Cars ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Laufhagi 11
 • 800 Selfoss
 • 895-4391
Sveitagarðurinn
Dýragarðar og opinn landbúnaður
 • Stóri-Háls
 • 801 Selfoss
 • 898-1599, 697-9461
Álfa, trölla og Norðurljósasafnið
Vetrar afþreying
 • Hafnargata 9
 • 825 Stokkseyri
 • 895-0020, 483-1202
Skrúðgarðurinn Hveragerði
Fjölskyldu- og skemmtigarðar
 • Breiðamörk
 • 810 Hveragerði
 • 483-4000

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn