Flýtilyklar
Midgard Adventure
Midgard Adventure
Midgard Adventure er ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli sem var stofnað árið 2010. Við sérhæfum okkur í ævintýraferðum um Suðurlandið, bæði dagsferðum og lengri ferðum. Við rekum einnig Midgard Base Camp sem er í senn gistiaðstaða, veitingastaður og bar.
Dagsferðir
Við bjóðum upp á ýmis konar dagsferðir: hálendisferðir, jeppaferðir, gönguferðir, hjólaferðir, útsýnisferðir og jöklaferðir. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir sumartímann er Þórsmörk Super Jeep, Þórsmörk Hike og Landamannalaugar Day Tour. Vinsælustu dagsferðirnar okkar yfir vetrartímann eru Þórsmörk Super Jeep, Meet Eyjafjallajökull og Midgard Surprise.
Lengri ferðir
Við bjóðum einnig upp á lengri ferðir frá tveimur upp í átta daga. Vinsælasta ferðin okkar yfir sumatímann er 4-Day Iceland Adventure Package og yfir vetrartímann er það 4-Day Northern Lights Adventure.
Sérferðir og ferðaplön
Við tökum einnig að okkur að sérferðir (prívat) og skipuleggjum ferðalög gesta frá A til Ö. Þá bókum við allar ferðir, gistingu og samgöngur.
Fyrirtækjapakkar
Við erum með í boði ýmsa spennandi fyrirtækjapakka. Sjá nánar hér.
Skólahópar
Við bjóðum einnig upp á ferðir fyrir skólahópa. Sjá nánar hér.
Vantar þig gistingu?
Midgard Base Camp er í senn hótel og hostel. Allir gestir fá aðgang að heitum potti og sauna. Á Midgard Base Camp er einnig að finna veitingastað og bar.
Áhugaverðir tenglar
@Midgard.Base.Camp á Instagram
Dufþaksbraut 14







Fimmvörðuhálsganga ásamt gistingu á Midgard Base Camp
Í tilefni af 10 ára afmæli Midgard bjóðum við upp á þetta frábæra pakkatilboð á einungis 29.900 kr.!
Gakktu eina af fallegustu gönguleiðum landsins með reyndum leiðsögumanni. Ferðin hefst við Midgard Base Camp. Þaðan er hópnum skutlað að Skógafossi þar sem gangan hefst. Gengið er upp með Skógá, farið yfir ánna á göngubrú og haldið áfram að Baldvinsskála. Þaðan liggur leiðin að Magna og Móða, niður Bröttufönn, um Heljarkamb, yfir Morinsheiði, um hinn fræga Kattahrygg og þaðan áfram niður í Þórsmörk. Þar bíða þurr föt, grillaður hamborgari og kældur bjór eða gos. Eftir mat er ekið að Midgard Base Camp þar sem fólk getur mýkt stirða vöðva í heitum potti og gufubaði. Þegar úthaldið er búið er lagst til hvílu í uppábúinni koju.
Hvað er innifalið?
- Gönguleiðsögn
- Skutl frá Hvolsvelli á Skóga
- Hamborgari og bjór/gos í Þórsmörk
- Flutningur frá Þórsmörk að Midgard Base Camp
- Gisting í kojuherbergi á Midgard Base Camp (eftir gönguna)
- Morgunverðarkarfa
Verð: 34.900 kr. – Afmælistilboð: 29.900 kr.
Kynntu þér málið nánar með því að smella hér fyrir neðan!

„E-fatbike“ hjólapakki: Hjólaferð, hamborgari & bjór og gisting á Midgard Base Camp á einungis 12.900 kr.
Í tilefni af 10 ára afmæli Midgard ætlum við að bjóða upp á tilboð á hjólaferð á „e-fatbike“ rafmagnshjólum um nágrennið með GPS leiðsögn, gistingu og hamborgara & bjór á veitingastaðnum okkar.
Í nágrenni Midgard eru ævintýralegar hjólaleiðir sem að henta flest öllum. Eftir útivistina er tilvalið að gæða sér á ævintýraborgara og mýkja svo stirða vöðva í heitum potti og gufubaði. Þegar úthaldið er búið er lagst til hvílu í uppábúinni koju.
Innifalið:
- Gisting í uppábúinni koju
- GPS leiðsögn
- 4 tíma leiga á „e-fatbike“ rafmagnshjóli
- Hamborgari og bjór/gos á Midgard
Verð: 15.900 kr. – Afmælistilboð: 12.900 kr.
Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar!

„E-fatbike“ hjólapakki með leiðsögn: Hjóladagur, hamborgari & bjór og gisting á Midgard Base Camp á einungis 25.900 kr.
Í tilefni af 10 ára afmæli Midgard ætlum við að bjóða upp á tilboð á dagshjólaferð á „e-fatbike“ rafmagnshjólum um nágrennið með leiðsögn, gistingu og hamborgara & bjór á veitingastaðnum okkar.
Í nágrenni Midgard eru ævintýralegar hjólaleiðir sem að henta flest öllum. Eftir útivistina er tilvalið að gæða sér á ævintýraborgara og mýkja svo stirða vöðva í heitum potti og gufubaði. Þegar úthaldið er búið er lagst til hvílu í uppábúinni koju.
Innifalið:
- Gisting í uppábúinni koju
- 6 tíma dagsferð á „e-fatbike“rafmagnshjóli
- Leiðsögumaður
- Hamborgari og bjór/gos á Midgard
Verð: 32.900 kr. – Afmælistilboð: 25.900 kr.
Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Midgard Adventure - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands