Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Lambhús

Í Lambhúsum er boðið upp á gistingu í litlum timbursmáhýsum. Þau eru staðsett við bæinn Lambleiksstaði, 30 km vestan við Höfn.

Smáhýsin eru eitt rými með gistipláss fyrir allt að 5 gesti. Þau eru tilvalin fyrir pör eða fjölskyldu. Húsin eru búin eldhúsaðstöðu, borðkrók , þráðlausu neti og snyrtingu með sturtu. Öll húsin hafa útsýni til Vatnajökuls.

Gestir geta komið með eigin mat og matreitt einfaldar máltíðir. Einnig eru fjölmargir veitingastaðir í nágrenninu sem bjóða upp á matvæli úr héraði.

Lambhús er staður fyrir náttúruunnendur sem sæjast eftir ró og óspilltri náttúru. Göngufólk hefur úr fjölda gönguleiða að velja. Jafnframt er fjölbreytt afþreying í boði í nágrenninu eins og til dæmis snjósleðaferðir á Vatnajökli, bátsferðir á Jökulsárlóni, gönguferðir með leiðsögn á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs, húsdýragarðurí Hólmi og heitir pottar í Hoffelli.

Í Höfn má finna veitingahús, kaffihús, sundlaug, steinasýningu, gestastofu með fróðlega sýningu um náttúru og mannlíf á svæðinu, stórmarkað o.fl.

Nánari upplýsingar um héraðið: www.visitvatnajokull.is

Lambhús

Lambleiksstaðir

GPS punktar N64° 17' 8.452" W15° 28' 13.726"
Sími

662-1029

Vefsíða www.lambhus.is
Gisting 36 Rúm / 9 Hús
Opnunartími 01/06 - 31/08
Þjónusta Opið á sumrin Sumarhúsaleiga Eldunaraðstaða Aðgangur að interneti

Lambhús - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Must Visit Iceland ehf.
Ferðaskipuleggjendur
  • Uppsalir 1
  • 781 Höfn í Hornafirði
  • 860-9996
Árnanes - ferðaþjónusta
Bændagisting
  • Árnanes
  • 781 Höfn í Hornafirði
  • 478-1550, 896-6412

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn