LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Lambhús

Lambhús

Í Lambhúsum er boðið upp á gistingu í smáhýsum. Þau eru staðsett við bæinn Lambleiksstaði, 30 km vestan við Höfn.

Smáhýsin eru eitt rými með gistipláss fyrir allt að 4 gesti. Þau eru tilvalin fyrir pör eða fjölskyldur. Húsin eru búin eldhúskrók, þráðlausu neti og snyrtingu með sturtu. Öll húsin hafa útsýni til Vatnajökuls.

Gestir geta komið með eigin mat og matreitt einfaldar máltíðir. Einnig eru fjölmargir veitingastaðir í nágrenninu sem bjóða upp á matvæli úr héraði.

Lambhús er staður fyrir náttúruunnendur sem sæjast eftir ró og óspilltri náttúru. Göngufólk hefur úr fjölda gönguleiða að velja. Jafnframt er fjölbreytt afþreying í boði í nágrenninu eins og til dæmis snjósleðaferðir á Vatnajökli, bátsferðir á Jökulsárlóni og heitir pottar í Hoffelli.

Í Höfn má finna gott úrval veitingastaða, sundlaug, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, matvöruverslun o.fl.

Nánari upplýsingar um héraðið: www.visitvatnajokull.is

Lambhús

Lambleiksstaðir

GPS punktar N64° 17' 8.452" W15° 28' 13.724"
Sími

6621029

Vefsíða www.lambhus.is
Opnunartími 01/06 - 30/09
Þjónusta Opið á sumrin Sumarhúsaleiga Eldunaraðstaða Aðgangur að interneti

Tilboð á gistingu í smáhýsum

Við bjóðum gistingu fyrir 4 til 5 gesti í notalegum smáhýsum miðsvæðis í Hornafirði. Húsin eru búin:  Eldhúskrók með eldavélarhellum, kæliskáp og eldhúsáhöldum.  Sérbaðherbergi með sturtu. Þráðlausu neti. Í stærri húsunum eru tvíbreiðar kojur og svefnsófi.  Í minni húsunum eru tvíbreiðar kojur.

Veitingar/máltíðir: Gestir sjá um allar máltíðir sjálfir. Ágætir veitingastaðir, þar sem lögð er áhersla á ferskt hráefni úr héraði, eru á nágrannabæjunum Hólmi (Restaurant Fjósið) (1,7 km) og Brunnhóli (2,2 km). Næstu matvöruverslanir á Höfn í Hornafirði (30 km) þar sem eru líka nokkrir góðir veitingastaðir.

Þjónusta/afþreying: Leiksvæði fyrir börn. Húsdýr á Lambleiksstöðum: hestar, hænur, gæsir og hundur. Merktar gönguleiðir. Jöklaferðir á Skálafellsjökul (15 km) og kayakferðir á jökullóni við Heinabergsjökul (5 km). Heitir pottar á Hoffelli (18 km). Fuglaskoðun. Friðlandið Ósland og Upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðagarðs á Höfn. Dagsferðir að Jökulsárlóni (48 km), í Skaftafell (103 km) eða í Lón, paradís útivistar- og göngufólks (52 km). Hestaleiga í Árnanesi (24 km). 9 holu golfvöllur, Silfurnesvöllur, hjá Höfn. Næsta þéttbýli með sundlaug, matvöruverslunum, veitingastöðum, ferðaþjónustufyrirtækjum og allri almennri þjónustu: Höfn (30 km).

Syðsti hluti Vatnajökulsþjóðgarðs innan seilingar. Lambhús eru miðsvæðis í Hornafirði, standa við þjóðveg nr. 1 þar sem hann liggur um þann hluta sveitarinnar sem nefnist Mýrar. Á þessum slóðum er grösugt flatlendi en nokkrum kílómetrum ofar opnast einstakur og stórbrotinn heimur fjalla og skriðjökla úr Vatnajökli, syðsti hluti Vatnajökulsþjóðgarðs. Næstur Lambhúsum er Fláajökull (10 km). Malarvegur liggur að jöklinum þar sem er vinsælt útivistarsvæði. Á gönguferð að Fláajökli má sjá skýr dæmi um hvernig jökulinn hefur mótað landið á liðnum öldum og auk þess er auðugt fugla- og plöntulíf á þessari ógleymanlegu gönguleið.

Göngusvæði, vélsleðaferðir, kayakferðir: Næsti skriðjökull vestan við Fláajökul er Heinabergsjökull. Að jöklinum liggur malarvegur og í grennd við hann hefur vel búið göngufólk um margar áhugaverðar leiðir að velja. Vestan við Heinabergsjökul er Skálafellsjökull. Í boði eru daglegar vélsleðaferðir með leiðsögn á Skálafellsjökul en við rætur hans eru einnig fallegar gönguleiðir. Af öðrum áhugaverðum stöðum við rætur Vatnajökuls og í grennd við Lambhús má nefna Haukafell, þar sem stunduð hefur verið skógrækt um allangt skeið, og Hoffellsjökul og svæðið í kringum hann.

 

Hafðu samband
Tilboð

Lambhús - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Árnanes
Bændagisting
 • Árnanes
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1550, 896-6412
Ice Lagoon ehf.
Bátaferðir
 • Uppsalir 1
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 860-9996
Náttúra
Náttúra
8.97 km
Heinaberg

Heinabergslón er aðgengilegt á bíl og er oftar en ekki skreytt stórum ísjökum sem brotnað hafa af Heinabergsjökli. Á svæðinu eru kjöraðstæður fyrir göngufólk þar sem þar eru margar áhugaverðar gönguleiðir þar sem bjóða gestum upp á að ganga fram á fram á fossa, gil, storkuberg, og jafnvel sjá hreindýr. 

Aðrir

Smyrlabjörg sveitahótel
Hótel
 • Suðursveit
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 4781074
Árnanes
Bændagisting
 • Árnanes
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1550, 896-6412
Miðsker
Sumarhús
 • Miðsker 1, Nesjum í Hornafirði
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1124, 863-0924
Gistihúsið Seljavellir
Gistiheimili
 • Seljavellir
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 8598801

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn