Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Kötlusetur - Menningar- og ferðaþjónustumiðstöð

Kötlusetur hýsir Upplýsingamiðstöðina í Vík ásamt tveim sýningum. Önnur sýningin er ókeypis yfirlitssýning Kötlu Jarðvangs. Fjallað er um náttúru, jarðfræði og dýralíf á svæðinu í kring og bæði til austurs og vesturs. Hin sýningin er um Eikarbátinn Skaftfelling(1918) og lífið við hafnlausuströndina. Við erum einnig með yfirlit yfir öll skipaströnd í Vestur-Skaftafellssýslu. Þar er líka 20 mín myndband um samgöngur á sjó. Aðgangureyri á Skaftfellingssafnið er 500 kr á mann en veittur er 25% afsláttur fyrir 8 eða fleiri. Frítt fyrir 12 ár og yngri. Hægt er að bóka leiðsögn á báðar sýningarnar gegn gjaldi.

Minjagripir og handunnar vörur úr héraði. Bækur, frímerki, gjafakort og eitthvað af tækifærisgjöfum.

Hægt að kaupa aðgang að interneti.

Önnur þjónusta í húsinu:

- Markaðs- og kynningarfulltrúi Mýrdalshrepps starfar í húsinu

- Hægt að leigja fundarherbergi eitt f.20-30 manns og hitt fyrir 8 manns.

- Ráðgjafi Uppbyggingasjóð Suðurlands

- Skrifstofa Skógræktarinnar

- Skrifstofa Fræðslunet Suðurlands

- Í húsinu er sjávarlíffræðingur með skrifsstofu

-

Kötlusetur er opið allt árið þó með breytilegum opnunartíma, yfir sumarmánuðina er lengri opnun en á öðrum árstímum. Alltaf er tekið á móti gestum, hvort sem er hópum eða einstaklingum, en best er að gera boð á undan sér með því að hringja eða senda tölvupóst.

Verið hjartanlega velkomin til Víkur!

5270_1___Selected.jpg
Kötlusetur - Menningar- og ferðaþjónustumiðstöð

Víkurbraut 28

GPS punktar N63° 25' 3.225" W19° 0' 50.798"

Kötlusetur - Menningar- og ferðaþjónustumiðstöð - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Þorsteinn Gunnarsson - Dyrhólaeyjarferðir
Ferðaskipuleggjendur
 • Vatnsskarðshólar 2
 • 871 Vík
 • 487-8500, 893-6800
Hótel Katla - Keahotels
Hótel
 • Höfðabrekka
 • 871 Vík
 • 487-1208
Golfklúbburinn Vík
Golfvellir
 • Klettsvegur
 • 870 Vík
 • 694-1700, 861-2299
Arcanum Glacier tours
Ferðaskipuleggjendur
 • Ytri-Sólheimar 1
 • 871 Vík
 • 487-1500
Vikhorseadventure
Ferðaskipuleggjendur
 • Smiðjuvegur 6
 • 870 Vík
 • 7879605
Volcano Hótel
Hótel
 • Ketilsstaðaskóli
 • 871 Vík
 • 486-1200
DC 3 Tours
Ferðaskipuleggjendur
 • Loðmundarstaðir
 • 871 Vík
 • 823-1320
Ingi Már Björnsson
Ferðaskipuleggjendur
 • Suður-Foss
 • 871 Vík
 • 894-9422, 487-1494
Mountain Excursion
Ferðaskipuleggjendur
 • Ketilsstaðaskóli
 • 871 Vík
 • 897-7737

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn