Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Kötlusetur - Menningar- og ferðaþjónustumiðstöð

Kötlusetur var stofnað árið 2010 og er menningarmiðstöð Mýrdælinga. Kötlusetur rekur upplýsinga- og öryggismiðstöð fyrir ferðamenn ásamt því að sinna ýmsum verkefnum tengdum menningu, ferðaþjónustu og ýmiss konar fræðastarfi. Í Kötlusetri er einnig náms- og kennsluver á vegum Háskólafélags suðurlands og Fræðslunets - símenntunar á Suðurlandi þar sem námsaðstaða er fyrir nemendur, góð aðstaða til fundahalda og fjarfundabúnaður. Öllum er heimilt að nýta náms- og kennsluverið og ekki er tekið gjald af námsmönnum. Einnig bjóðum við uppá ráðgjafaþjónustu, aðstoð við áætlanagerð, verkefnastjórnun og umsóknir í uppbyggingasjóð Suðurlands.
Kötlusetur er opið allt árið þó með breytilegum opnunartíma, yfir sumarmánuðina er lengri opnun en á öðrum árstímum. Alltaf er tekið á móti gestum, hvort sem er hópum eða einstaklingum, en best er að gera boð á undan sér með því að hringja eða senda tölvupóst. Gestir geta skoðað sýninguna um Kötlu, Mýrdalinn, mannlífið og náttúruna og sé eikarbátinn Skaftfelling sem stendur til að búa til sýningu um. Endilega hafið samband ef þið viljið styrkja sýninguna. Í Kötlusetri er ávallt lagt upp með að selja handunnar vörur og bækur af svæðinu.

Nánari upplýsingar má finna á:

www.kotlusetur.is

Opið: Mánudaga-Föstudaga 10:00-18:00, Laugdagur og Sunnudagur 12:00-18:00

5270_1___Selected.jpg
Kötlusetur - Menningar- og ferðaþjónustumiðstöð

Víkurbraut 28

GPS punktar N63° 25' 3.225" W19° 0' 50.798"

Kötlusetur - Menningar- og ferðaþjónustumiðstöð - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbburinn Vík
Golfvellir
 • Klettsvegur
 • 870 Vík
 • 694-1700, 861-2299
Hótel Katla
Hótel
 • Höfðabrekka
 • 871 Vík
 • 487-1208
Arcanum Glacier tours
Ferðaskipuleggjendur
 • Ytri-Sólheimar 1
 • 871 Vík
 • 487-1500
Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
Ferðaskipuleggjendur
 • Baugalda 23
 • 850 Hella
 • 866-2632
Þorsteinn Gunnarsson - Dyrhólaeyjarferðir
Ferðaskipuleggjendur
 • Vatnsskarðshólar 2
 • 871 Vík
 • 487-8500, 893-6800
Mountain Excursion
Ferðaskipuleggjendur
 • Ketilsstaðaskóli
 • 871 Vík
 • 897-7737
Makki ehf.
Ferðaskipuleggjendur
 • Mánabraut
 • 870 Vík
 • 894-9422
Volcano Hótel
Hótel
 • Ketilsstaðaskóli
 • 871 Vík
 • 486-1200
DC 3 Tours
Ferðaskipuleggjendur
 • Loðmundarstaðir
 • 871 Vík
 • 823-1320

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn