Flýtilyklar
Into the Wild
Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum.
Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland
Fagrabrekka 20
Into the Wild - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Into The Wild bíður upp á ævintýralegar jeppaferðir sniðnar að þínum óskum.
Sjáið einnig: https://www.facebook.com/IntoTheWildIceland
Fagrabrekka 20
Into the Wild - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Dímon, Stóri- og Litli- á Markarfljótsaurum. Stóri-Dímon er stórt, grasi gróið fell (178 m y.s.) í mynni Markarfljótsdals, að mestu úr móbergi. Koma saman í því mörk Austur-Landeyja, Fljótshlíðar og Vestur-Eyjafjalla. Í fellinu var talið að væri 50-60 kinda beit vetur og sumar. Örnefnið Rauðaskriða er í Stóra-Dímon. Frá því er sagt í Njáls sögu að Njálssynir sátu fyrir Þráni Sigfússyni í Rauðaskriðum er Skarphéðinn vó hann og hljóp "tólf álna yfir Markarfljót " milli höfuðísa. Í Njáls sögu segir einnig frá því að Gunnar á Hlíðarenda og Njáll á Bergþórshvoli áttu skóg í Dímon og gerðu til kola. Þar vó Kolur, verkstjóri Gunnars, Svart, húskarl Njáls; þegar hann var við kolagerð. Var það fyrsta vígið sem unnið var í deilum þeirra Hallgerðar og Bergþóru. Litli-Dímon er sunnan við eystri brúarsporð gömlu Markarfljótsbrúar. Fell, hæðir eða háar eyjar, er nefnast Díma eða Dímon, eru á nokkrum stöðum á landinu. Eru þær venjulega tvær saman. Nafnið er talið merkja tvífjall og er komið úr latínu "di montes". Í Færeyjum eru til sams konar örnefni.
Gljúfrabúi, sem er um 40 metra hár, er í landi eyðijarðarinnar Hamragarða sem Skógræktarfélag Rangæinga fékk að gjöf árið 1962 og er nú í eigu Rangárþings eystra. Ákveðin dulúð er yfir fossinum þar sem hann fellur ofan í djúpa gjá en framan við fossinn er mikill hamraveggur úr móbergi sem lokar fossinn af svo aðeins sést rétt efst í hann. Kletturinn sem lokar fossinn af kallast Franskanef. Áður fyrr töldu menn að hann og hamrarnir í kring væru bústaðir huldufólks. Hægt er að klifra upp á Franskanef og sjá fossinn ofan frá. Á glæfralegustu stöðunum er keðja sem hægt er að styðja sig við, það þarf þó að sýna varfærni ef upp er farið og er það alls ekki fyrir alla. Einnig er hægt að fara úr skónum og vaða ána inn gilið og er það mögnuð upplifun. Hafa skal varann á þegar farið er inn gilið því hætta er á grjóthruni. Fyrir neðan Franskanef er gömul baðþró og inn af þrónni er lítill hellir sem heitir Ömpuhellir eftir einsetukonu sem þar á að hafa búið. Fyrir ofan Ömpuhelli eru tvær hvilftir inn í bergið sem nefnast Efra og Neðra ból. Í Neðra bóli var fyrr á tímum þurrkaður þvottur en í Efra bóli voru þurrkuð reipi og má enn sjá snaga í berginu í báðum þessum bólum. Gljúfrabúi er friðlýstur sem náttúruvætti.
Töluvert sunnan við Gljúfrabúa er lítið gil í hamraveggnum þar sem hægt er að fara upp á heiðina fyrir ofan og virða fyrir sér útsýnið yfir héraðið. Talað var um að fara upp Stíginn og lækurinn í gilinu nefndur Stígslækur. Stígurinn er enn nokkuð skýr, hálfgerðar tröppur eru upp þar sem er brattast. Rétt fyrir ofan brúnina eru leifar gamalla fjárhúsa frá Hamragörðum.
Gljúfrabúi, gamli foss!
gilið mitt í klettaþröngum!
góða skarð með grasahnoss!
gljúfrabúi, hvítur foss!
verið hefur vel með oss,
verða mun það enn þá löngum;
gljúfrabúi, gamli foss!
gilið mitt í klettaþröngum!
Úr "Dalvísu" eftir Jónas Hallgrímsson
Fjallabálkur úr móbergi og blágrýti er gengur vestur undan Mýrdalsjökli og hvílir Eyjafjallajökull á honum. Suður og vestur af jöklinum eru breiðar heiðar fram að hamrabrúnum en að norðan má kallast aðlíðandi hlíð að Markarfljóti. Smáhraun eru vestur af jöklinum og uppi á heiðunum og falla í háum, fríðum fossum fram af brúnum. Sum eru þó endaslepp á brúnunum eins og þau hafi runnið fram á skriðjökul í lok ísaldar. Vestanverð Eyjafjöll heyra til hinni eldri grágrýtismyndun landsins. Fyrrum féll sjór að fjöllunum og mynduðust þá hellar þeir sem svo víða er þar að finna, einkum að sunnanverðu.
Foss í Seljalandsá þar sem hún steypist fram af hömrum Vestur-Eyjafjalla norðan við Seljaland.
Seljalandsfoss er á mörkum milli Seljalands og Hamragarða, einn af hæstu fossum landsins og horfir vel við á leið austur um Landeyjar. Gengt er á bak við fossinn. Mörgum þykir fossinn fegurstur í síðdegissól.
Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.
Safe travel er með það að markmiði að bæta öryggi ferðamanna á ferð um landið.
Snjallsímaforritið 112 ICELAND er afar einfalt i notkun og hefur tvennskonar virkni. Annarsvegar er hægt að kalla á aðstoð ef um slys eða óhapp er að ræða. Hinsvegar að skilja eftir sig „slóð“ en slíkt má nota ef óttast er um afdrif viðkomandi og leit þarf að fara fram.
Á heimasíðunni safetravel.is finnur þú leiðbeiningar um hvernig bera skal sig að á ferðalögum um landið
Verða líkur á norðurljósum í kvöld?
Veðurstofa Íslands gefur út spá um virkni og sýnileika norðurljósa á Íslandi.
Spáin er gerð út frá birtuskilyrðum, virkni í norðurljósabeltinu og skýjahulu. Hægt er að velja nokkra daga fram í tímann og sjá hversu mikil norðurljósavirknin verður en skýjahulan skiptir mestu máli. Sé spáð léttskýjuðu kvöldi er athugað hvort líkur eru á norðurljósavirkni það kvöld. Á vefsíðunni er einnig textaspá veðurfræðings um hvar er líklegast að sjáist til norðurljósa á landinu.
Kynntu þér Norðurljósa Spánna á Vedur.is
Vegagerðin hefur á undanförnum árum komið upp greinargóðu upplýsinganeti um landið allt svo hægt er að fylgjast með færð og ástandi vega með mun nákvæmari hætti en áður og koma slíkri vitneskju til fólks. Vegagerðin fylgist einnig með ástandi vega á hálendinu og birtir reglulega upplýsingar um það en þær má nálgast hjá Upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar (sími 1777) og hjá upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn víða um land.
Sérstaklega skal bent á vef Vegagerðarinnar en þar má finna ýmsar upplýsingar; yfirlitskort og skýringar sem gagnlegar eru áður en lagt er af stað í ferðalag. Ferðaupplýsingar Vegagerðarinnar á vefnum lúta fyrst og fremst að færð vega og veðri. Upplýsingar um færð eru uppfærðar að morgni og síðan eftir ástæðum fram til kvölds. Veðurupplýsingar eru í flestum tilfellum uppfærðar 1-2 sinnum á klukkustund allan sólarhringinn
Frekari upplýsingar vegagerdin.is
Vakinn er opinbert gæða- og umhverfisvottunarkerfi sem stýrt er af Ferðamálastofu. Markmiðið með Vakanum er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.
Vottun Vakans er gæðastimpill og staðfesting á því að fyrirtækið sinni gæða- og umhverfismálum af fagmennsku og heiðarleika.
Allar upplýsingar og lista yfir vottuð fyrirtæki má finna á vakinn.is