Flýtilyklar
Hótel Lækur
Hótel Lækur er lítið fjölskyldurekið sveitahótel á suðurlandi, stutt er í allar
helstu náttúruperlur suðurlands. Hótelið er byggt úr gömlum útihúsi og
fjárhúsi. Mikið er lagt upp úr útliti og hönnun og skemmir fjallagarðurinn,
jöklarnir og áinn sem umlykur hótelið ekki fyrir. Gestir eru kvattir til að
njóta náttúrunna, taka göngutúr meðfram ánni, leika sér í fótbolta eða frisbí
golfi og hitta dýrin á bænum.
Hótel Lækur er með 21 herbergi í ýmsum stærðum ásamt 4 stökum húsum sem notið hafa
mikilla vinsælda fyrir fjölskyldur, tvö pör að ferðast saman og sem svítur
fyrir stök pör. Gott er að njóta kvöldsólarinnar með lækinn í forgrunni
eða horfa á norðurljósin yfir Heklunni. Heitur pottur, gufa og kaldur pattur er
á hótelinu og er frítt öllum til afnota. Öll herbergi hafa sér inngang,
einkabaðherbergi, stóla og borð, kaffi og te, frítt net, sjónvarp og
baðherbergisvörur.
Hótel Lækur hefur notið mikilla vinsælda á umsagnarkerfum internetsins
en til að mynda eru þau með 9,6 á hotels.com, í
fyrsta sæti í sínum flokki á tripadvisor o.fl.
Hróarslækur
Hótel Lækur - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands