Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Hólmur ferðaþjónusta

Í Hólmi er boðið upp á gistingu í hlýlegu endurgerðu húsi með sex tveggja manna herbergjum. Innanhúss hefur verið sköpuð stemmning bóndabæjar frá árunum 1960-'70 þar sem innréttingar og húsmunir eru frá þeim tíma. Í húsinu er eldunaraðstaða (einungis á veturna) og borðstofa. Á heimili gestgjafa eru einnig tvö tveggja manna herbergi. Boðið er upp á morgun- og kvöldverð ásamt léttum veitingum yfir daginn í veitingaaðstöðu í gömlu huggulegu fjósi á staðnum. Margar góðar gönguleiðir eru í nágrenninu og fjölskrúðugt fuglalíf.

Húsdýragarðurinn í Hólmi er með algengum íslenskum húsdýrum ásamt mörgum öðrum. Í garðinum má finna sauðfé, hesta, kálfa, geitur, grís,ketti, ýmsar kanínutegundir, naggrísi, íslenskar hænur, dverghænur,lynghænur, fashana, ýmsar dúfnategundir, gæsir, og endur. Mismikið er af tegundum eftir því hvaða árstími er. En þegar vorar kviknar líf í garðinum. Þá iðar allt af ungviðum af ýmsum gerðum. Hjólastóla aðgengi er í garðinum.

Ef gist er á vetrartíma er frítt í húsdýragarðinn og gestir geta tekið þátt í að fóðra sauðfé og önnur dýr á bænum.

Þá erum við einnig með veitingastaðinn og brugghúsið Jón Ríki.

Hólmur ferðaþjónusta

Hólmur

GPS punktar N64° 16' 49.511" W15° 29' 0.897"
Gisting 8 Herbergi / 16 Rúm
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Opið allt árið Reykingar bannaðar Apótek Heimilisveitingar Svefnpokapláss Hótel / gistiheimili Bensínstöð Eldunaraðstaða Aðgangur að interneti Golfvöllur Kjörbúð Húsdýragarður Bátsferðir Flugvöllur Heilsugæsla Tekið við greiðslukortum Morgunverður eingöngu

Hólmur ferðaþjónusta - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Ice Lagoon ehf.
Bátaferðir
 • Uppsalir 1
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 860-9996

Aðrir

Gistihúsið Seljavellir
Gistiheimili
 • Seljavellir
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 845-5801
Miðsker
Beint frá býli
 • Miðsker 1, Nesjum í Hornafirði
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1124, 863-0924
Smyrlabjörg sveitahótel
Hótel
 • Suðursveit
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1074

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn