Flýtilyklar
Héraðsskólinn Historic Guesthouse
Héraðsskólinn að Laugarvatni er staðsettur í hjarta Gullna hringsins. Héraðsskólinn er opinn allan ársins hring og þar geta gestir okkar notið þess að dvelja í sögulegri byggingu og notið matarins á veitingastað Héraðsskólans. Stutt er í eina fallegustu náttúru landsins sem býður upp á ótal möguleika tengdri útivist. Gott er að enda daginn á heimsókn í jarðböðin við Laugarvatn.
Laugarbraut 2
Héraðsskólinn Historic Guesthouse - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Sundlaugar
Íþróttamiðstöðin Borg
Sumarhús
Ferðaþjónustan Úthlíð
Sundlaugar
Sundlaugin á Laugarvatni
Bændagisting
Efsti-Dalur II
Hellaskoðun
The Cave People
Gönguferðir
Laugarvatn Adventure
Náttúrulegir baðstaðir
Laugarvatn Fontana
Aðrir
- Torfholt 8
- 806 Selfoss
- 766-0123
- Grímsnes
- 801 Selfoss
- 3548683, 863-3592
- Miðdalur
- 840 Laugarvatn
- 893-0200, 893-0210
Náttúra
Brúará
Mikil bergvatnsá er rennur á mörkum Biskupstungna annars vegar og Laugardals og Grímsness hins vegar og fellur í Hvítá nokkru fyrir neðan Skálholt, vestan Vörðufells. Brúará kemur upp á Rótasandi en aðalupptökin eru þó í djúpu gljúfri milli Högnhöfða og Rauðafells. Þar heita Brúarárskörð. Fossar vatn víða úr gljúfurveggjunum niður í ána. Á löngu svæði liggur mjó og djúp gjá eftir miðri ánni. Tekur hún mestallt vatnið. Gjáin er mynduð við það að áin hefur grafið skessukatla í árbotninn og katlarnir étið sig hver inn í annan í keðju og myndað þannig samfellt gljúfur. Fyrrum var sett trébrú yfir gjána og rann þá vatn við báða enda hennar. Var þá vaðið um hrægrunnt vatn að brúnni beggja vegna. Þrír fossar eru í Brúará en ekki sérlega háir. Efstur þeirra er Brúarfoss þar sem áin steypist niður í gjána. Þrjár brýr eru nú yfir Brúará: hjá Spóastöðum í Biskupstungum, byggð 1967, Efstadal í Laugardalshreppi, byggð 1966 og sú þriðja, byggð 1961 rétt fyrir neðan Brúarfoss , er á hinum svokallaða Kóngsvegi, milli Efstadals í Laugardal og Úthlíðar í Biskupstungum, skammt frá sumarhúsahverfinu í Brekkuskógi. Þessi brú er eingöngu fyrir skepnur og gangandi fólk. Þar sem hún er lá áður steinbogi yfir Brúará. Í Brúará hjá Spóastöðum var einum Skálholtsbiskupa, Jóni Gerrekssyni, drekkt. Jón var biskup í Skálholti á fyrri hluta 15. aldar. Hann var óþokkamenni og þegar bændur voru búnir að fá sig fullsadda á yfirgangi og óknyttum hans og manna hans stungu þeir honum í poka og færðu hann í Brúará 20. júlí 1433. Rennsli árinnar er mjög jafnt, 50-80 m³/s árið um kring, mælt fyrir neðan Hagaós. Þar hefur mesta flóð mælst 300 m³/s.
Náttúra
Kerið
Gamall sprengigígur í Grímsnesi, um 3000 ára gamall, nyrst í hólaþyrpingu sem nefnist Tjarnarhólar. Kerið er sporbaugslaga, um 270 m langt og breiðast 170 m. Dýpt gígsins er 55 m en í botni hans er tjörn sem er breytileg að dýpt, 7-14 m. Það er gömul sögn að þegar vatnsborð hækkar í Kerinu lækki að sama skapi í tjörninni uppi á Búrfelli í Grímsnesi og öfugt.
Sumarið 1987 voru haldnir útitónleikar í Kerinu. Voru listamennirnir úti á tjörninni í gúmmíbátum.
Saga og menning
Skálholt
Bær, kirkjustaður, prests- og skólasetur og fyrrum setur biskupa í Skálholtsbiskupsdæmi. Þar er jarðhiti og heitir þar Þorlákshver. Skálholt er einn merkastur sögustaður á Íslandi, næst Þingvöllum. Kristni á Íslandi hefur verið knýtt fastari böndum við Skálholt en nokkurn annan stað. Sonur landnámsmannsins í Grímsnesi og Biskupstungum, Teitur Ketilbjarnarson, byggði fyrstur bæ í Skálholti. Sonur hans var Gissur hvíti sem kom með kristni til Íslands og átti einna veigamestan þátt í kristnitöku landsmanna. Hans son, Ísleifur, varð fyrstur biskup á Íslandi 1056 og sat í Skálholti. Kirkja var reist á staðnum og jörðin gefin undir biskupssetur. Kvað gefandinn svo á, að þar skyldi vera biskupssetur meðan kristni héldist í landinu. Sá hét líka Gissur, Ísleifsson, biskups. Hann er talinn hafa verið einhver glæsilegasti kirkjuhöfðingi á Íslandi fyrr og síðar. Hann kom á tíundarlögum á Íslandi árið 1097. Annar biskupinn með Gissurarnafni í Skálholti, sem verulega kemur við sögu staðarins, er Gissur Einarsson (1512-1548). Hann varð fyrstur biskup í lútherskum sið á Íslandi.
Skálholtsbiskupar urðu alls 44, 31 kaþólskur og 13 lútherstrúar á árunum 1056-1801.
Margir merkir atburðir hafa gerst í Skálholti, sumri hverjir þeir örlagaríkustu í sögu lands og þjóðar. Í Skálholti réðust íslenskir bændur oftar en einu sinni að erlendum valdsmönnum og ræningjum og drápu þá, þar á meðal erlendan biskup, Jón Gerreksson, sem sat þar á biskupsstóli. Honum stungu Íslendingar í poka og drekktu í Brúará, árið 1433.
Árið 1550 var síðasti kaþólski biskupinn á Hólum, Jón Arason, fluttur fanginn til Skálholts og hálshöggvinn þar ásamt sonum sínum.
Í Skálholti voru um aldir mikil fræðistörf unnin. Þar var prentsmiðja um skeið á seinni hluta 17. aldar og í henni fyrst fornrit prentuð á Íslandi. Í Skálholti var unnið að fyrstu bókinni sem prentuð var á íslensku. Það var Nýja testamentið þýtt af Oddi Gottskálkssyni og prentað 1540. Brynjólfur Sveinsson (biskup 1639-1674) var mikill unnandi íslenskra fræða og safnaði dýrmætum handritum og sendi þau konungi til Kaupmannahafnar, sem þá var höfuðborg Íslands. Annar Skálholtsbiskup varð frægur fyrir fræðistörf sín, Finnur Jónsson sem skrifaði Kirkjusögu Íslands í fjórum miklum bindum, hið gagnmerkasta sagnfræðirit. Í Skálholti sat á þriðja áratug Jón Vídalín sem talinn er hafa verið einn mestur og mælskastur kennimanna á Íslandi fyrr og síðar.
Í Skálholti voru um aldir mikil fræðistörf unnin. Þar var prentsmiðja um skeið á seinni hluta 17. aldar og í henni fyrst fornrit prentuð á Íslandi. Í Skálholti var unnið að fyrstu bókinni sem prentuð var á íslensku. Það var Nýja testamentið þýtt af Oddi Gottskálkssyni og prentað 1540. Brynjólfur Sveinsson (biskup 1639-1674) var mikill unnandi íslenskra fræða og safnaði dýrmætum handritum og sendi þau konungi til Kaupmannahafnar, sem þá var höfuðborg Íslands. Annar Skálholtsbiskup varð frægur fyrir fræðistörf sín, Finnur Jónsson sem skrifaði Kirkjusögu Íslands í fjórum miklum bindum, hið gagnmerkasta sagnfræðirit. Í Skálholti sat á þriðja áratug Jón Vídalín sem talinn er hafa verið einn mestur og mælskastur kennimanna á Íslandi fyrr og síðar.
Náttúra
Apavatn
Stöðuvatn í Laugardal og Grímsnesi. Apavatn er 13,6 km² og víðast grunnt. Í því er silungsveiði. Sagt er að eitt fornskáld Íslendinga, Sighvatur Þórðarson sem uppi var á 11. öld, hafi hlotið skáldgáfu sína af því að éta undarlegan fisk er hann veiddi í Apavatni. Tveir samnefndir bæir eru við Apavatn, Efra- og Neðra-Apavatn. Á Neðra-Apavatni urðu þau tíðindi árið 1238 sem segir frá í Sturlunga sögu að þar hittust Sturla Sighvatsson og Gissur Þorvaldsson. Þar sveik Sturla Gissur, tók hann höndum og lét hann sverja utanferð sína og að halda trúnað við sig. Taldi Gissur Sturlu hafa ætlað að taka sig af lífi þótt ekki yrði úr því. En í ágúst sama ár söfnuðu Gissur og vinir hans liði, fóru að Sturlu og Sighvati föður hans á Örlygsstöðum í Skagafirði og drápu þá þar.
Hellaskoðun
The Cave People
Gistiheimili
Skálholtsstaður
Aðrir
- Sólheimar
- 801 Selfoss
- 480-4450
- Háholt 1
- 840 Laugarvatn
- 486-1016, 486-1017, 847-0805
Náttúrulegir baðstaðir
Laugarvatn Fontana
Sumarhús
Ferðaþjónustan Úthlíð
Veitingahús
Gistiheimili
Skálholtsstaður
Bændagisting
Efsti-Dalur II
Veitingahús
Græna kannan lífrænt kaffihús
Aðrir
- Skálholt
- 806 Selfoss
- 899-3093
- Grímsnes
- 801 Selfoss
- 3548683, 863-3592
- Háholt 1
- 840 Laugarvatn
- 486-1016, 486-1017, 847-0805