Flýtilyklar
Hafið Bláa
Hafið Bláa er staðsett við sjávarsíðuna á Suðurströndinni við ósa Ölfusár. Við hvert
sæti er útsýni yfir sjóinn og gaman er að skoða fuglalíf og seli út um glugann
á meðan er borðað. Á matseðlinum er áhersla á sjávarrétti úr héraði. Það er
boðið upp á ljúffengan humar og humarsúpu, krækling og fiskrétti. Einnig er
Hafið Bláa við stærsta humar landsins: Humar við Hafið, 6m langt listaverk
fyrir utan veitingastaðinn.
Óseyri við ósa Ölfusár
Hafið Bláa - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Sundlaugar
Sundhöllin Selfossi
Upplýsingamiðstöðvar
Upplýsingamiðstöð Suðurlands (Landshlutamiðstöð)
Verslun
Ölverk Pizza & Brugghús
Hestaafþreying
Sólhestar ehf.
Hótel
Hótel Örk
Kajakferðir / Róðrarbretti
Kayakferðir Stokkseyri
Dagsferðir
Black Beach Tours
Gistiheimili
Hestamiðstöðin Sólvangur
Sundlaugar
Sundlaugin Stokkseyri
Sundlaugar
Sundlaugin Þorlákshöfn
Aðrir
- Hafnarsandi
- 815 Þorlákshöfn
- 483-3009, 844-5756
- Lambastaðir
- 801 Selfoss
- 777-0705
- Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
- 801 Selfoss
- 486-5522, 866-7420
- Selfossi
- 800 Selfoss
- 482-3335
- Breiðamörk
- 810 Hveragerði
- 483-4000
- Fossnes C
- 800 Selfoss
- 4801200, 568-1410
- Eyrargata 51-53
- 820 Eyrarbakki
- 788-8200
- Móland 3
- 800 Selfoss
- 699 5777
- Sunnuvegur 5
- 800 Selfoss
- 7768707, 7700034
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 854-4510, 483-1600
- Strokkhólsvegur 7
- 801 Selfoss
- 699-5777
- Norðurbraut 33
- 801 Selfoss
- 822-3345
- Stekkjarvað 5
- 820 Eyrarbakki
- 823-2205
- Tryggvagata 13
- 800 Selfoss
- 898-6463
- Bjarnastaðir
- 816 Ölfus
- 844-6967
- Ástjörn 7
- 800 Selfoss
- 697-9280
- Kálfhólar 21
- 800 Selfoss
- 857-2000
- Egilsbraut 4
- 815 Þorlákshöfn
- 690-1111
- Gjáhella 3
- 221 Hafnarfjörður
- 892-0888
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 551-1166, 895-0020
- Faxabraut
- 815 Þorlákshöfn
- 650-6200
- Stekkholt 1
- 801 Selfoss
- 856-5255
Náttúra
Fljótshólar
Frá bænum Fljótshólum við ósa Þjórsár er talið vera víðsýnast á landinu.
Náttúra
Hallskot - Skógræktarfélag Eyrarbakka
Stórbrotið útivistarsvæði norðan við Eyrarbakka í átt að Fuglafriðlandinu í Flóa. Hallskot hefur verið í umsjá Skógræktarfélags Eyrarbakka frá 2015.
Hallskot bíður uppá ótal möguleika og eru reglulega haldnir viðburðir, bæði úti og í bragganum. Svæðið er kjörið til að nýta sem áningarstað, skjólsælt með bekkjum og borðum.
HEIMILISFANG: 820 EYRARBAKKI / SÍMI: (+354) 660 6130, (+354) 847 5028
SKOGRAEKTARFELAGEYRARBAKKA@GMAIL.COM
Náttúra
Ingólfsfjall
Ingólfsfjall í Ölfusi er 551m. Ingólfsfjall er hömrum girt á þrjá vegu og mjög hlíðabratt. Þegar sjávarstaða var hæst í ísaldarlok hefur það verið sæbrattur höfði sem brimið braut niður og skapaði þá hinar bröttu hlíðar. Það er tengt Grafningsfjöllum með Grafningshálsi. Ingólfsfjall er einkum gert úr móbergi með hraunlögum inn á milli einkum að neðan og í kolli. Ingólfsfjall hefur orðið til um miðja ísöld. Suður úr vesturhorni fjallsins skagar grár klettamúli Silfurberg sem er úr móbergi með ljósum holufyllingum sem aðallega eru geislasteinaútfellingar. Þar suður af er Kögunarhóll og liggur þjóðvegurinn á milli. Ingólfsfjall er kennt við landnámsmanninn Ingólf Arnarson. Uppi á fjallinu er grágrýtishæð sem heitir Inghóll og segja munnmæli að þar sé Ingólfur heygður. Undir Ingólfsfjalli sunnanverðu er Fjallstún.
Í Landnámabók segir að þar hafi Ingólfur Arnarson haft vetursetu hinn þriðja vetur sinn hér á landi á leið sinni til Reykjavíkur. Síðar reis þar stórbýli sem hét Fjall og fór í eyði á 18. öld. Enn sjást leifar fornra mannvirkja á staðnum og eru nú friðlýstar.
Hinn 29. mai 2008 voru upptök Suðurlandsskjálfa að stærðinni 6,3 á richter kvarða undir Ingólfsfjalli.
Saga og menning
Ölfusárbrú
Ölfusárbrú er byggð yfir vatnsmesta fljót landsins sem spanner 384 rúmmetra á sekúndu að meðaltali á árs grundvelli. Á suðurenda brúarinnar við Tryggvaskála er upplýsingaskilti sem sýnir flóðahæð í þremur mestu flóðum í Ölfusá á 20. Öld.
Árið 1872 var fyrst talað um að brúa yfir Ölfusá af Hannesi Stehensen presti. Fyrst var farið í að ferja fólk yfir ána. Árið 1891 hófst brúarsmíðin sjálf. Gekk það í fyrstu með áföllum þar sem þeir mistu einn mann í ána. Síðar kom í ljós að stöplarnir undir brúni voru ekki nógu hair svo að klakabelti komast undir hana. Vígsla brúarinnar var 1891 og voru settar ýmsar reglur hvað varðar notkunn brúarinnar en það varðar reiðmennsku yfir brúnna.
Árið 1944 slitnaði brúarstrengur vegan þyngdar mjólkurbíls með annan bíl í togi svo að þeir féllu báðir í ánna. Var þá ný brú byggð árið 1945 og þjónar enn þá daginn í dag sínum tilgangi og er hún 84 metrar að lengd á milli stöpla.
Saga og menning
Hraungerðiskirkja
Hraungerði er kirkjustaður, höfuðból og fyrrum þingstaður. Landnámsjörð Hróðgerðs hins spaka, ættföður Oddverja. Fyrst er getið kirkju í Hraungerði í skrá Páls biskups frá því um árið 1200 og hafa fjölmargar kirkjur verið á staðnum síðan þá. Núverandi Hraungerðiskirkja var vígð 4. sunnudag í aðventu, þann 21. desember 1902, af sr. Valdimar Briem prófasti. Eiríkur Gíslason, smiður frá Bitru í Hraungerðishreppi, var ráðinn til að teikna kirkjuna, gera byggingaráætlun og að lokum smíða hana. Kirkjunni hefur vel verið haldið við á undanförnum árum. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Náttúra
Hafnarnesviti og útsýnisskífa
Hafnarnes er útivistarsvæði sunnan við byggðina í Þorlákshöfn þar sem stórbrotnir klettar og öldurnar heilla alla sem þangað fara. Útsýnisskífa er á svæðinu og útsýnið er einstakt þaðan. Hægt er að fylgjast með brimbrettaköppum spreyta sig á öldunum með Eyjafjallajökul í baksýn. Hafnarnesviti stendur við endann á Hafnarnesinu, hann er ekki opinn almenningi en fallegt er að mynda hann þegar öldurnar umlykja hann.
Saga og menning
Eyrarbakkakirkja
Árið 1890 var Eyrarbakkakirkja vígð en fyrir þann tíma áttu Eyrbekkingar kirkjusókn á Stokkseyri en þá voru 702 íbúar á staðnum. Vegna fjölgunar var tekin ákvörðum um það að skipta upp sókninni. Séra Jón Björnsson var aðal hvata maður þessara byggingar og voru hans örlög svo að hann var fyrsti maðurinn sem var jarðaður í þessari kirkju árið 1892. Fjórum árum eftir að hún var reist fékk kirkjan full réttindi sem sóknar- og graftarkirkja, og nýr kirkjugarður var ekki vígður fyrr en 1894. Jóhann Fr. Jónsson hannaði kirkjuna og var einn af þeim sem byggðu hana en hann lest áður en kirkjan var full byggð.
Kirkjan tekur um 230-240 manns í sæti. Til að byrja með var settur járnstöng sem var kallað Járnblómið með veðurvita og var hannað af Guðmundi Daníelssyni en hann var rithöfundur en var svo tekin niður og setutur í staðinn ljóskross.
Altarinstaflan er sögufrægsti gripurinn sem tilheyrir þessari kirkju en þar er Jesú að tala við Samverksu konuna við Jakobsbrunninn (Jóh. 4, 13-14). Undir altarinstöflunni stendur "Hver sem drekkur af því vatni, sem ég mun gefa honum, hann mun aldrei að eilífu þyrsta." Með þessu fylgir ákveðin saga. Séra Jón Björnsson silgdi á fund Danakonungs til að fá byggingarefni í kirkjuna og var honum vel tekið og leistur út með gjöfum sem var altaristaflan sem drottningin hafði málað sjálf og er nafn drottingarinnar á töflunni og ártalið 1891.
Aðrir merkir gripir kirkjunar eru eins og kertastjaki úr Kaldaðarneskirkju þar sem sú kirkja var lögð niður árið 1902 en þeir bera ártalið 1780 og eru handunnir, íslensk smíði. Ljósakróna Kaldaðarneskirkju kemur einnig í Eyrarbakkakrikju. Stundaklukka var sett í turn kirkjunar árið 1918 sem slær á hálfum og helium tíma og var gjöf frá Jakob Al Leifolii kaupmanni.
Eyrarbakkakirkja fékk endurbætur árið 1977 og þeim lauk árið 1979. Íslenskt 11 radda pípuorgel var tekið til notkunar árið 1995. Pípuorgelið er eftir Björgvinn Tómasson.
Saga og menning
Laugardælir
Laugardælir er lítil byggð rétt utan við Selfoss. Laugardælir var einn fjölfarnasti lögferjustaður landsins þar til brúin var byggð yfir Ölfusá hjá Selfossi 1891. Árið 1957 var ný kirkja vígð á Selfossi og Laugardælasókn lögð til hennar, utan nokkurra bæja sem færðust til Hraungerðissóknar. Staðurinn var kirkjulaus í nokkur ár eða til ársins 1965 þegar nýja kirkjan var byggð. Kirkjan er úr steinsteypu, 300 m² með pípuorgeli og tekur 70 manns í sæti. Bjarni Pálsson, byggingarfulltrúi á Selfossi, teiknaði hana og Sigfús Kristinsson, byggingarmeistari á Selfossi, var kirkjusmiður. Í garði Laugardælakirkju er legstaður Bobbby Fischer (1943-2008), hins litríka og umdeilda heimsmeistara í skák.
Náttúra
Ströndin Ölfusi - Skötubót
Fjaran austan við byggðina í Þorlákshöfn er í daglegu tali nefnd Skötubót. Skötubótin er skemmtilegur staður fyrir útivist, ungir sem aldnir njóta þess að ganga og leika sér í þessari fallegu svörtu sandfjöru sem nær frá Þorlákshöfn að ósum Ölfusár. Margir knapar njóta þess að ríða í flæðarmálinu og einnig má sjá brimbrettakappa spreyta sig á öldunum. Skötubótin hentar vel fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á brimbrettum en þeir sem eru lengra komnir fara á brimbretti við Hafnarnesvita þar sem öldurnar eru meira krefjandi.
Saga og menning
Knarrarósviti
Árið 1938 hófst vinna við að byggja upp Knarraóssvita og var hann tekinn í gagnið ári síðar eða 31. Ágúst 1939. Þjónaði hann griðalega miklu hlutverki fyrir sjávarútveginn á þessum tíma því innsiglingarnar voru hættulegar á þessu svæði. Mörg skip hafa farist á þessum slóðum.
Knarraóssviti er 26 metrar að hæð, fallegur og rammbyggður. Útsýnið úr honum er einstaklega fallegt og mikið. Var hann með 6000 kerti sem er meðal stærð á vita á þessum tíma sem hann var byggður. Hönnun vitans er áhugaverð blanda af fúnkis og art nouveau stíl.
Náttúra
Timburhóll - Skógrækt
Skógræktarreitur Ungmennafélagsins Samhygðar. Grillaðstaða og gróskumikill skógur. Hér er minnisvarði um hjónin í Vorsabæ, Guðfinnu Guðmundsdóttur og Stefán Jasonarson. Þau hjónin voru bændur í Vorsabæ í hálfa öld og Stefán var frumherji í störfum fyrir samtök sunnlenskra bænda, ungmennafélagshreyfinguna, umferðaröryggi og varðveislu þjóðlegra verðmæta. Auk þess er hér minnismerki um Ásgrím Jónsson listmálara. Gestir eru beðnir um að ganga vel um.
Saga og menning
Rútsstaða-Suðurkot
Fæðingarstaður Ásgríms Jónssonar listmálara, eins helsta brautryðjanda íslenskrar myndlistar. Hann varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlist að aðalstarfi. Ásgrímur fæddist þann 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa. Árið 1897 hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði nám við Konunglega listaháskólann árin 1900-1903.
Saga og menning
Loftsstaðir
Loftstaðir var áður mikil verstöð. Í kringum árið 1600 bjó hér galdramaðurinn Galdra-Ögmundur sem deildi við Galdra-Geirmund á Ragnheiðarstöðum. Á Loftstaðahóli er mikil steinvarða mjög forn að uppruna.
Náttúra
Hellisskógur
Hellisskógur er skógræktarsvæði rétt utan við Selfoss. Lagðir hafa verið akvegir og göngustígar um svæðið, settir bekkir og borð og Hellirinn grafinn út og útbúinn sem áningarstaður þar sem fólk getur
sest niður og fundið sér skjól fyrir veðri og vindum. Hellisskógur hefur smám saman orðið eitt helsta útivistarsvæði Selfyssinga.
Stóri-Hellir í Hellisskógi myndaðist við lok jökulskeiðs á ísöld þegar brim svarf klettinn. Ummerki um
hærra sjávarborð og sjávarrof sést á fjölmörgum stöðum í hellinum sem myndaðist í 0,7-3,1 milljón ára gömlu basalti. Innst í hellinum var áður geymt hey en fjárhús var staðsett við hellismunnann að framanverðu. Telja sumir að reimt sé í hellinum, af draug með bláan trefil.
Náttúra
Flóaáveitan
Flóaáveitan eru skurðir sem liggja um gjörvallan Flóa eða allt frá Ölfusá í vestri að Þjórsá í austri. Þetta stórvirki síns tíma samanstóð af 300 km löngum skurðum sem að mestu voru handgrafnir- og 900 km af flóðvarnargörðum. Flóaáveitan mun hafa náð yfir 12 þúsund hektara land og með tilkomu hennar urðu mikil umskipti í búskap og atvinnuháttum á svæðinu. Framkvæmdir við áveituna hófust 1922 og var flóðgáttin tekin í notkunn árið 1927 þegar Flóaáveitan tók til starfa. Enn þann dag í dag gegnir hún viðamiklu hlutverki í vatnsmiðlun í sveitafélaginu. Inntak áveitunnar er við Hvítá, þar er upplýsingaskilti með ítarlegum upplýsingum um Flóaáveituna. Til austurs frá inntakinu er merkt gönguleið (um 4,4 km ganga, aðra leið).
Náttúra
Fuglafriðland í Flóa
Friðlandið í Flóa og Ölfusforir
Á ósasvæði Ölfusár eru tvö stór votlendi, Friðland Fuglaverndar í Flóa austan og Ölfusforir vestan ár. Þetta eru miklar flæðisléttur með tjörnum og vötnum. Engjarnar hafa jafnt gildi á fartíma og sem varpstaður. Lómur er einkennisfugl Friðlandsins og lóuþræll og jaðrakan eru óvíða algengari. Á veturna er mikið fuglalíf í Ölfusforum, stórir hópar af urtöndum, stokköndum og gulöndum halda þar til, og jafnframt stærsti hópur gráhegra á landinu.
Saga og menning
Selfosskirkja
Selfosskirkja var byggð á árunum 1952 - 1956 og vígð það sama ár. Hún var teiknuð af Bjarna Pálssyni skólastjóar Iðnskólans á Selfossi. Árið 1978-1984 var bætt við kirkjuna forkirkju, turn og safnaðarheilmili með eldhúsi ásamt aðstöðu fyrir félagsstarf. Kirkja var máluð og skreytt af Jóni og Grétu Björnsdóttir listakonu sem sá um flúrið en í því er leitast við að fylgja kirkjuárinu. Gluggar kirkjunar voru unnir af glerlistafólki frá Þýskalandi og kom í kórinn árið 1987 en í kirkjuskipið árið 1993. Þó Selfosskirkja sé ung að árum er hún með sérstöðu meðal kirkna landsins á 20 öld.
Sr. Sigurður Pálsson var fysti sóknarpresturinn í Selfosskirkju en áður var hann í Hraungerði í Flóa en flutist á Selfoss 1950 þegar fólksfjölgun varð hér. Lagði hann mikla áherslu á helgihald, endurreisn hins forna og sígilda messusöngva ásamt messuformi sem er þekkt sem helgisiðabókin Graduale (þrepasöngur) og var gefin út árið 1594. Grallari kallast þessi bók og inniheldur tónlög og texta að messusöng og tíðagjörð kirkjunnar. Hefur verið enn þá daginn í dag haldið í þessum anda, Grallarans íslenska og mörgum kunn að finnast að hönnun kirkjunnar minna einnig á þennann anda. Sr. Sigurður Sigurðarson tók við embætti föður sins árið 1971 en lét af störfum árið 1994 og hélt þá í vígslubiskupsembætti í Skálholti.
Náttúra
Fjaran á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka
Fjaran á Eyrum neðst í Flóa, milli Ölfusár og Loftsstaða, er stærsta hraunfjara landsins, endi hins mikla Þjórsárhrauns, sem rann fyrir 8000 árum og er mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni eftir ísöld. Ofan fjörunnar eru ótal tjarnir og vötn, aðallega við Stokkseyri. Fjölbreytt fuglalíf er þar allt árið um kring og er svæðið sérstaklega mikilvægt fyrir farfugla, eins og rauðbrysting, lóuþræl, sanderlu, tildru, margæs, rauðhöfðaönd og fleiri endur. Stórt kríuvarp er á svæðinu og nokkur
hundruð álftir fella þar flugfjaðrir síðsumars.
Saga og menning
Gaulverjabæjarkirkja
Gaulverjabær er kirkjustaður og höfuðból frá fornu fari. Gaulverjabær er Landnámsjörð Lofts hins gamla frá Gaulum í Noregi. Nafnið hefur oft verið stytt í Bæ og hreppurinn þá nefndur Bæjarhreppur. Lítill vafi er á því að Gaulverjabær sé kenndur við menn frá Gaulum í Noregi, sem er hérað í Sogn og Fjordane. Gaulverjar þessir hafa sest að í Bæ, sem svo hefur verið nefndur eftir þeim. Hér fannst merkur silfursjóður árið 1930. Þetta er safn 360 silfurpeninga frá fyrstu öld Íslandsbyggðar. Einnig fannst hér árið 1974 útskorin fjöl úr furu, líklega frá 11. öld, skreytt í svokölluðum Hringaríkisstíl, og er hún ein örfárra slíkra sem varðveist hafa.
Kirkjan sem nú stendur var byggð árið 1909. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.
Kaffihús
Hendur í höfn
Handverk og hönnun
Handverksskúrinn
Söfn
Konubókastofa
Sýningar
Hespuhúsið
Söfn
Þuríðarbúð
Söfn
Söfn
Fischersetur Selfossi
Söfn
Sjóminjasafnið Eyrarbakka
Söfn
Skjálftinn 2008
Verslun
Ölverk Pizza & Brugghús
Farfuglaheimili og hostel
Bakki Hostel & Apartments
Söfn
Húsið á Eyrarbakka - Byggðasafn Árnesinga
Handverk og hönnun
Ullarverslunin Þingborg
Aðrir
- Hafnargata 1
- 825 Stokkseyri
- 843-0398
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 551-1166, 895-0020
- Asutur-Meðalholt
- 801 Selfoss
- 694-8108, 864-4484, 892-2702
- Fákasel, Ingólfshvoli í Ölfusi
- 816 Ölfus
- 847-3460
- Eyrarbraut 49
- 825 Stokkseyri
- 4831558, 896-6131
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 895-0020
- Hafnargata 9
- 825 Stokkseyri
- 854-4510, 483-1600
Gistiheimili
Hestamiðstöðin Sólvangur
Veitingahús
Ingólfsskáli - Viking Restaurant
Veitingahús
Rauða Húsið
Verslun
Ölverk Pizza & Brugghús
Bændagisting
Farfuglaheimili og hostel
Bakki Hostel & Apartments
Veitingahús
Fjöruborðið
Hótel
Hótel Örk
Hótel
Hotel South Coast
Kaffihús
Hendur í höfn
Aðrir
- Kríumýri
- 801 Selfoss
- 897-7643 , 899-7643
- Larsenstræti
- 800 Selfoss
- 483-1919
- Eyravegur 2
- 800 Selfoss
- 4802500
- Austurvegur 22
- 800 Selfoss
- 482-2899, 896-1250
- Austurvegur 46
- 800 Selfoss
- 570-6763, 570-6763
- Selvogsbraut 41
- 815 Þorlákshöfn
- 483-5950, 892-2207
- Tryggvagötu
- 800 Selfoss
- 482-1782
- Breiðumörk 2
- 810 Hveragerði
- 851-1415
- Eyravegur 32
- 800 Selfoss
- 8955010
- Sunnumörk 2
- 810 Hveragerði
- 5377800
- Óseyrarbraut 15
- 815 Þorlákshöfn
- 483-3801, 8943858
- Selvogsbraut 41
- 815 Þorlákshöfn
- 8228998
- Arnberg
- 800 Selfoss
- 480-1300, 840-1749
- Eyravegur 2
- 800 Selfoss
- 581-2345
- Austurvegur 22
- 800 Selfoss
- 482-3079
- Hásteinsvegur 2
- 825 Stokkseyri
- 483-1485
- Eyravegur 3 neðri hæð
- 800 Selfoss
- 7744434
- Austurvegur 3
- 800 Selfoss
- 482-3330
- Eyrarvegur 8
- 800 Selfoss
- 845-4252, 482-4099
- Austurvegur 48
- 800 Selfoss
- 482-1005
- Austurvegur 31b
- 800 Selfoss
- 4821007
- Þrastarlundur
- 801 Selfoss
- 8667781
- Eyrarvegur 2
- 800 Selfoss
- 530-7071
- Austurvegur 7
- 800 Selfoss
- 4821266
- Sunnumörk 2
- 810 Hveragerði
- 7773737
- Tryggvatorg
- 800 Selfoss
- 4821390
- Þingborg
- 801 Selfoss
- 691-7082
- Unubakki 4
- 815 Þorlákshöfn
- 483-3320