LTG European Awards 2018: Outdoor activity destination of the year: South Iceland
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Jökulsárlón

Hjólabátur

Við bjóðum upp á skemmtilegar bátsferðir um Jökulsárlón á
einum af fjórum hjólabátunum okkar. Meðan á skoðunarferðinni stendur er siglt á
milli risavaxinna ísjaka í fallegu síbreytilegu landslagi, Hjólabáturinn er
tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna óháð aldri. Ef heppnin er með ykkur,
gætuð þið séð seli.

Um borð í bátnum er leiðsögumaður sem segir frá sögu
Jökulsárlóns, hvernig lónið varð til og ýmsar tölulegar staðreyndir um lónið.

Ferðin tekur 30 - 40 mínútur og þurfa gestir sem eiga nú
þegar bókað að innrita sig í miðasölunni um 20 mínútum fyrir brottför. Mæta
þarf við bátinn 5 mínútum fyrir brottför. Gestir fá björgunarvesti um borð í
bátnum en ekki annan hlífðarfatnað. Bátarnir eru opnir og því er mikilvægt að
klæða sig eftir veðri.

Ferðin er róleg og hentar því öllum aldri og eru engin
aldurstakmörk í hjólabátferðinni

Zodiac ferðir

Á Zodiac bátunum ( RIB gúmmibátar) komumst við yfir stórt
svæði á Jökulsárlón og komust nær ísjökunum en við getum á hjólabátunum.

Við förum nánast alla leið upp að Jöklinum ef aðstæður
leyfa( Eins nálægt og öruggt er). Zodiac ferðin tekur um 1 klukkustund,
mæta þarf 30 mínútum fyrir brottför til að fara í flotgalla.

Þú munt upplifa einstaka fegurð Jökulsárlón í mikilli nánd
við lónið. Ferðin er á persónulegu nótunum þar sem okkar frábæru skipstjórar
spjalla við ykkur og útskýra leyndardóma Jökulsárlóns.

Ferðin er útsýnisferð þrátt fyrir að bátarnir fari hratt
hluta ferðarinnar. Aldurstakmark í Zodiac ferðirnar er 10 ára börn þurfa að
hafa náð 130 cm hæð að lágmarki

Jökulsárlón

Reynivellir 3

GPS punktar N64° 2' 59.406" W16° 10' 57.079"
Sími

4782222

Opnunartími Allt árið

Jökulsárlón - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Dilksnes
Bændagisting
 • Dilksnes
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1920, 849-1920
Gistiheimilið Dyngja
Gistiheimili
 • Hafnarbraut 1
 • 780 Höfn í Hornafirði
 • 866-0702
Gistiheimilið Hafnarnes
Gistiheimili
 • Hafnarnes
 • 780 Höfn í Hornafirði
 • 844-6175
Hótel Edda Höfn
Hótel
 • Ránarslóð 3
 • 780 Höfn í Hornafirði
 • 444-4850, 444-4000
Tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði
Svefnpokagisting
 • Hafnarbraut 52
 • 780 Höfn í Hornafirði
 • 478-1606
Myllulækur
Sumarhús
 • Myllulækur 12
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 570-8600
Skyrhúsið
Gistiheimili
 • Hali
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-8989, 899-8384
Farfuglaheimilið Höfn
Farfuglaheimili og hostel
 • Hvannabraut 3
 • 780 Höfn í Hornafirði
 • 478-1736, 864-2159
Haukaberg House
Heimagisting
 • Hraunhóll 7
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 845-4146
Bogaslóð 6
Heimagisting
 • Bogaslóð 6
 • 780 Höfn í Hornafirði
Gistihús GST
Heimagisting
 • Bjarnahól 9
 • 780 Höfn í Hornafirði
 • 898-9733
Árnanes
Bændagisting
 • Árnanes
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1550, 896-6412
Höfn Guesthouse
Gistiheimili
 • Hafnarbraut 21
 • 780 Höfn í Hornafirði
 • 844-6038
Dýhóll
Heimagisting
 • Dýhóll
 • 781 Höfn í Hornafirði
Biddy´s Bed and Breakfast
Heimagisting
 • Hæðagarður 6
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1737
Höfn Inn
Gistiheimili
 • Vesturbraut 3
 • 780 Höfn í Hornafirði
 • 478-1544
Dalbraut 8
Heimagisting
 • Dalbraut 8
 • 780 Höfn í Hornafirði
 • 845-5730
Sólgerði
Heimagisting
 • Hafnarbraut 20
 • 780 Höfn í Hornafirði
 • 782-0808
Miðsker
Sumarhús
 • Miðsker 1, Nesjum í Hornafirði
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1124, 863-0924
Sigurhæð Apartment
Íbúðir
 • Bogaslóð 4
 • 780 Höfn í Hornafirði
 • 849-5455
Gistiheimilið Hvammur
Gistiheimili
 • Ránarslóð 2
 • 780 Höfn í Hornafirði
 • 478-1544
Gistihúsið Seljavellir
Gistiheimili
 • Seljavellir
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 8598801
Hótel Jökull
Hótel
 • Nesjum
 • 781 Höfn í Hornafirði
 • 478-1400
House On The Hill
Gistiheimili
 • Fiskhóll 11
 • 780 Höfn í Hornafirði
 • 478-1234
Náttúra
0.99 km
Breiðamerkursandur

Við hliðina á Jökulsárlóni er staður sem færri kannast við,
Breiðamerkursandur. Hann saman stendur af sandbreiðum sem eru oft skreyttar með ísjökum sem borist hafa með Jökulsá á Breiðamerkursandi að sjónum og skola svo aftur upp á sandinn með öldunum. Ísjakarnir sem minna á demanta ásamt þokunni sem leggst yfir ströndina skapa töfrandi andrúmsloft. Ís-demantarnir bjóða upp á enn stórfenglegri sjón yfir vetrar mánuðina þegar sólin rís og baðar ströndina fallegri lýsingu sem endurspeglast á ísjökunum. Að láta sig hafa biðina í myrkrinu fyrir sólarupprás er vel þess virði, þrátt fyrir nístingskulda íslensku næturinnar. 

Náttúra
11.21 km
Fjallsárlón

Fjallsárlón er undurfagurt jökullón staðsett um 10 km vestur af Jökulsárlóni, á syðri brún Vatnajökuls. Fjallsjökull, brött jökultunga sem kemur niður frá Vatnajökli niður í lónið er friðsæll staður sem tilvalinn er til þess að njóta ósnortnar náttúru og til myndatöku. Á Fjallsárlóni er hægt að fara í bátaferðir og fá sér hressingu í matsölustaðnum í nágreninnu. 

Náttúra
2.41 km
Jökulsárlón

Fyrir 1950 rann Jökulsá á Breiðamerkursandi beint undan jökli u.þ.b. 1½ km leið til sjávar. Síðan hefur jökullinn hörfað og sístækkandi lón myndast. Meðalrennsli árinnar er 250-300 m³/sek. og stórir ísjakar brotna af jökuljaðrinum og eru þeir á floti á vatninu. Lónið er feikidjúpt, a.m.k. 190 m. Áin styttist stöðugt vegna brimrofs og árið 1998 var hún varla meira en 500 m. Farvegur árinnar grefst stöðugt niður, þannig að það gætir sjávarfalla í lóninu. Það þýðir einfaldlega, að hlýrra vatn streymir inn í það á flóði og ísinn bráðnar mun hraðar en fyrrum. Bæði loðna og síld ganga inn í lónið og selurinn eltir ætið.

Víða má sjá æðarfugl syndandi milli jakanna. Það er ógleymanlegt að sigla með bátunum um lónið og virða fyrir sér litaskipti íssins og ótrúlegar höggmyndir náttúrunnar. Þar er rekin bátaútgerð fyrir ferðamenn og þar er lítið veitingahús. Áætlunarbifreiðar haf viðkomu við lónið á hverjum degi á sumrin, bæði í áætlun og dagsferðum tengdum Skálafellsjökli frá Höfn.

Jökulsárlón hefur verið hluti af Vatnajökulsþjóðgarði frá árinu 2017.

Suðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Suðurlandi eru allmargir þéttbýlisstaðir, hver með sínu sniði og sjarma og allir bjóða upp á einhverskonar afþreyingu. Selfoss er þeirra stærstur og þar má finna ýmsar verslanir, þjónustu og marga veitinga- og skyndibitastaði. Flestir bæir eru í alfaraleið og því bæði hentugt og skemmtilegt að eiga þar viðdvöl.

Skoða meira

Map Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Flúðir Laugarvatn Reykholt Laugarás Borg Brautarholt Hveragerði Árnes Selfoss Hella Stokkseyri Eyrarbakki Þykkvibær Þórlákshöfn